blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: apríl 2007

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Mídíó

Fór á leiguna í gær. Tók Borat og skemti mér konunglega. Tók gamla mynd líka með, Outside Ozona. Hún var alveg ágæt. Veit ekki hvað skal kalla hana, spennuhryllingsmynd kannski. Samt voða róleg mynd eitthvað. En núna eru Danni og Snúður komnir svo að ég verð að hella uppá kaffi núna. Bið að heilsa í bili.

mánudagur, apríl 09, 2007

Dvergarnir sjö

Jæja, Þá er ég hér. Ég stikaði niður á vídeóleigu í gær og tók þriðju Saw myndina. Held bara að ég gefi henni öll möguleg stig fyrir spennu og hrylling. Það er allavega sjaldgæft að kvikmyndaframleiðendur búi til góðar hrollvegkjur. Það hefur held ég ekki skeð síðan The Shining og Phsyco voru frlamleiddar og þá hef ég horft á margar hryllingsmyndir.
Svo dreymdi mig auðvitað illa í nótt af því að ég horfði á svo ljóta mynd. Mig dreymdi að ég væri með píku.

sunnudagur, apríl 08, 2007

Myspace suck royal ass

Þar sem afi minn átti afmæli þennan dag 8. apríl langaði mig að setja á myspace nokkrar gamansögur sem hann hafði talað inn á segulband en myspace er bara svo mikið helvítis batterý að því verður ekki lýst með fögrum orðum. Það verður því að bíða betri tíma.

föstudagur, apríl 06, 2007

Skrapp til helvítis í dag

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þar sem Símon er umboðsmaður helvítis fékk hann heimboð þangað og fékk ég að renna með. Hitti ég Hitler, spjallaði töluvert lengi við hann og hann sagði mér nokkrar klámvísur. Eins og sést á myndinni fór vel á með okkur félögunum. Annars var drukkið kaffi í helvíti og leit ég við hjá Saddam þar sem hann er nýbúinn að kaupa sér nýuppgerða íbúð þar neðra, með bílskúr, suðursvölum og assgoti þægilegum nuddpott sem ég testaði hjá kallinum.
Sjá einnig heimsókn Símonar til helvítis.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Páskaegg

Já. Þá eru að koma páskar. Lét nú ekki verða að því að kaupa páskaegg. Át samt eitt úti á sjó um daginn. Íris gaf mér eitt stykki svona upp á fönnið að gera. Ætli maður stelist ekki bara í smá bita hjá stráknum. Hann fær slatta held ég. Annars hefur maður ekki gott af þessum skík. Endar allt með því að maður verður akfeitur af þessu sætinda áti. En hei ég hef ekki gleimt aðhaldinu. Sykur át hefut snarminnkað hjá mér. Það er ekki hægt að kutta alveg á sætingi. Þá eru bara meiri líkur á því að maður falli í stjórnlaust nammi át og aðhaldið bara farið í vaskinn. Það verða að vera nammidagar á þessu.
Svo vil ég láta þá sem ekki vita að síðan hans Símonar hefur fengið nýtt lén www.simonh.tk
Bezzzzzzzzz

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Fór Norður

Ég tók svona 28 stunda reisu á norðurlandið. Þannig var að Brynjar bróðir hafði samband við mig og bað mig að skutla sér norður. Ég sló til, settist upp í drossíuna, náði í hann og keyrði af stað norður. Fórum heldur seint af stað, 18:00 og vorum komnir á Akureyri 23:00. En við soppuðum ekkert við þar og héldum ótrauðir áfram og var kominn með Brynjar í Velli á miðnætti. Þar voru allir gengnir til náða nema Todda. Hún var að vísu að bursta tönnina fyrir svefninn. Ég talaði aðeins við hana áður en ég kvaddi. Hélt ég svo áfram og var kominn í Hafralæk hálftíma seinna þar sem ég gisti. Ásgrímur var enn á fótum þegar ég kom og áttum við smá kaffispjall fyrir svefninn. Ég svaf reyndar mest lítið um nóttina. Vaknaði samt fyrir tíu um morguninn. Át brauð og djús. Kjaftaði líka heilan helling við Ásgrím og Elmu. Þau eru indæl. Svo dreif mig svo af stað í Lækjamót. Heilsaði upp á alla þar. Skoðaði nýja New Holland traktorinn hans Sigga og nýju rúlluvélina. Snilldar græjur báðar þessar vélar. Át ég svo laugardagsgrautinn með fólkinu og kjaftaði alveg heilt hlass af orðum við fólkið á bænum. Voða gaman allt saman. Svo dreif ég mig til Akureyrar. Fór til Gerðar og Helga og hitti líka Sólveigu. Að vanda kjaftaði ég mikið. Fór svo á síðasta staðinn til þeirra feðga Hannes og Sigga. Hitti dálítið af fólki sem var hjá þeim líka. Spjallaði svolítið við fólkið og keyrði svo heim. Hér er ég svo kominn.
Svo ráðlegg ég fólki að stinga ekki lakkrísröri beint oní nýopnaða TaB flösku á meðan það ekur bíl. Það er varasamt. Fékk að kynnast því þegar ég ók um Skagafjörð.

mánudagur, apríl 02, 2007

Þjóðfélags asnar

Það má með sanni segja að þegar menn eins og þessir hafa verið eða látið eins og asnar ættu þeir að líta í eigin bam. Þegar undirritað er svona bull um tilgangslausar reglur um stóriðju eða ekkert er kosið um þær. Ég held að svona stjórn geti með einu pennastriki hæt við allt svona skriffinsku kjaftæði og byrjað dæmið upp á nýtt. Sjáið t.d. innflutning á matvöru og þannig rusli. Verð á matvælum hefur lítið sem ekkert lækkað á meðan áskrift að sjónvarpsefni bara stendur í stað. Þá er varla hægt að kaupa sér kaffi, hvað þá. Reyndar þá held ég að ef skift verði um stjórn í næstu kosningum muni skattar hækka aftur. það er alveg segin saga að fíflin á vinstrivængnum geti ekki stjórnað einu eða neinu. Hvað þá að stjórna heilu landi. Ég veit ekkert hvað ég er að skrifa og það er lítið von til þess að þú skiljir þetta bull heldur. Þetta er bara rugl.