blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: desember 2004

föstudagur, desember 31, 2004

NÚ ÁR ER LIÐIÐ Í ALDANNASKAUT.....



Jább. Það lyggur einhver eftirsjá af þessu ári sem er að líða. Það var fifftífifftí gott þetta ár.
Jújú ég komst á sjóinn sem langþráð var.
Ég hélt uppá 5 ára edrú afmæli þann 16da maí.
Kaus Ástþór í kosningunum.
Eignaðist minn fyrsta son 28 Júl.
Keypti mér Hondu Crx.
Stofnaði heildsölu og fór að flytja inn þetta.
Tók til heima hjá mér.
Vaskaði upp.
Gaf kettinum.
Ætli þetta verið ekki eitthvað svipað þetta árið. Bara meira tilbreytingarleysi. Ég fór ekkert heim í sveit á gamla árinu. Crap. Æi þetta ár var bara jafn vonlaust og hin árin.
Ég er þarna.....
þá er bara að takast á við það nýja með brosi. Var að pæla í að fara á fillirí í kvöld en hætti við það og fékk mér frekar stíl í rassgatið.
Hafið það öll gott á nýja árinu og munið að betra er hryðjuverk en úldið kál í ausu.
Góðar stundir

miðvikudagur, desember 29, 2004

ER BLOGGIÐ AÐ DEPAST

Maður spyr sig. Þetta virðist allavega ekki vera sama tískan og var fyrir 3mur árum. Allir blogguðu sumir nenntu ekki að halda því við en komu svo aftur eða ekki aftur. Allavega veitir þetta mér útrás fyrir mig og mína athyglissýki. Ég hætti aldrei. Og ef ég geri hlé kem ég ALLTAF aftur.
Sennilega er þetta bara ein tískubólan, eins og pönkið forðum (uppúr 1980 og svo til 1983).
Aumingjarnir drepast og þeir hörðustu lifa. Pönkið lifir og bloggið líka.

þriðjudagur, desember 28, 2004

DJÖFULSINS RUGL

Aldrei hefur mér brugðið jafn ógeðslega og í gær. Ennu þannig var aðu ég rúntaði með kunningja mínum um bæinn en hann var að koma úr búð og búinn að kaupa eitthvað drasl þegar ég hitti hann og svo reif hann það upp í bílnum hjá mér og utan um þetta var eitthvert glært plasthylki sem hann fíflaðist til að setja á baksýnisspegilinn hjá mér. Ég bara "haha sniðúgt" og svo gleymdist plastið þarna uppá speglinum. Svo um kvöldið þegar dimmt var orðið, fór ég út, opnaði bílinn, settist inní hann, setti í gang og keyrði af stað.
Svo varð mér litið í baksýnis spegilinn þá sé ég að það situr einhver afskræmd mannvera fyrir aftan mig. Mér brá svo viðbjóðslega að ég æpti, hjartað tók kipp og ég keyrði næstumþví útaf.
Svo áttaði ég mig á því þegar ég var stopp að helvítis plasthylkið var ennþá yfir speglinum og virkaði eins og 2falt gler og voru þetta bara mín eigin augu sem ég sá en hylkið kúlpti svolítið þannig að þetta kom þónokkuð afskræmt út.
Helvítis

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól. Vííííííí......

Þá er bara komið að því. Jólin bara komin eftir tvo klukkutíma. Víííí. Svínasteikin kraumar í ofninum og kartöflurnar eru að sjóða.
Ég svindlaði dálítið á Þollák og sleppti skötunni (því að engum finnst góða skata hérna á heimilinu nema mér) eldaði Lúðu. Þvílík veisla. Lúðan er svo mikið sælgæti að ég gæti drullað.
Svo er komin ný gestabók svo endilega kvittið.
Gleðileg jól

mánudagur, desember 20, 2004

LJÚFFENGT ER KAFFIÐ

HHHHHHHHHHH.....Ég ætlaði að skrifa eitthvað um kaffi en er búinn að sitja hérna í hálftíma og hugsa hað ég eigi að skrifa. Ég er mikið að drekka gulan Braga núna. Það er allt og sumt.
Ég mæli með birgir.com en ég rakst á þessa síðu fyrir nokkru og hef verið að lesa þarna af og til síðan.
Svo fer ég á sjóinn í nótt og kem ekki aftur fyrr en á Þollák. Svo verður róið á milli jóla og nýárs sem er verri ósiður en argasta pedófíla finnst mér. Enda er ég að reyna að komast hjá því að róa þann tíma með því að reyna að redda mér afleysingu. áhugasamir sendi meil á spritti@visir.is.

föstudagur, desember 17, 2004

EXTREME MAKEOVER

Ljóta helvítis ruglið þessir lýtaaðgerðarþættir þarna á Stöð2. Já maður sér oft þetta myndarlegasta fólk fara í þessar aðgerðir og jafnvel verða ljótara fyrir vikið á eftir. Allavega var einn gaur þarna sem að þurfti bara að fara í klippingu grenna sig smá og kaupa sér ný föt og þá hefði allt verið í lagi. Nei þeir þurftu að andskotast með þetta fína nef sem hann var með og lengja hökuna sem ekkert var að. Þetta er ekkert nema brotin sjálfsmynd og sjálfsvirðingarleysi.
Hinsvegar er alveg fólk þarna sem á alveg fullt erindi í þessa þætti, eins og konan með skakka nefið og svörtu tennurnar. Eða kallinn sem hafði brennst eitthvað í framan. Ekkert að því að vera með stór eyru eða langt nef ef sjálfsmyndin er í lagi hjá manni.(voða er þetta femínistalegt eitthvað)
Mér er nú skapi næst að hefja framleiðslu á svona þáttum og láta aðgerðirnar mistakast. Græða nornanef og vörtur framan í fólk. Sverta tennurnar kannski líka eitthvað eða láta alveg heví frekjuskarð(Víkurskarð)í fólkið. Láta þættina heita"HANA HEFURU ÞETTA".

Jó......É sá yfir 15 flettingar hér í dag og 20 í gær. Eru menn alveg hættir að gefa komment hérna. ;)

fimmtudagur, desember 16, 2004

ÞETTA ER SVONA ÞARNA

Óskaplket vesen á þetta að vera með þennan Bobby Ficher ennu hann var jú hand tekinn fyrir að virða að vettugi viðskiptabannið í Júgóslavíu með því að fara þangað og tefla opinberlega. Mig langar nú dáldið til að fara og segja við þá sem stjórna þessu að skák sé íþrótt en ekki viðskipti.
Þetta er bara rugl

En hvað sem skáknni líður þá er Garðar litli búinn að vera töluvert lasinn núna en hann er allur að braggast.
Svo virðist hann hafa gaman af músík, enda mikið að músíkmönnum í hans ættum.

sunnudagur, desember 05, 2004

AÐ VERA ANDSETINN

Ég held að ég hafi séð þá almestu rugl mynd sem ég hef á ævinni séð í gær. Já þetta var um einhvern kallræfil sem varð andsetinn og breyttist í rottu. Þvílík endemis vitleysa og rugl.
Einu sinni varð ég andsetinn en ég breyttist ekki í rottu. Heldur fékk ég klaufir og varð kafloðinn allur og talaði eitthvert hrognamál sem enginn skildi. Um leið snerist hausinn á mér stanslaust hring eftir hring og augun ranghvolfdust til og frá. Síðan komu tveir prestar og byrjuðu að særa djöfulinn úr mér en þá réðist ég(eða djöfullinn) á annan prestinn og sleit af honum hausinn og byrjaði síðan að bíta og toga í vinstri handlegginn á honum með kjaftinum eins og svangur hundur á beini. Að lokum náði hinn presturinn að hella yfir mig vígðu glóandi hrauni svo að skrattinn flæmdist út úr mér. Svo þegar presturinn sá Andskotann flýja í burtu, sprungu augun í hausnum á honum.
Hefi ég ætíð verið haltur og sjóndapur eftir þetta.

laugardagur, desember 04, 2004

Rock'n Roll

Andskotans óhemja er þetta þegar það er músíkvöntun um borð hjá okkur eða þegar enginn hefur haft rænu á því að koma með cd á sjóinn. Í síðasta túr var þetta þannig að það var aðeins einn geisladiskur um borð og það með sólstrandargæjunum. Ég var orðinn svo leiður á þessum disk að ég ældi á síðustu vaktinni þannig að lifrarpylsan síðan úr hádeginu svamlaði þarna um dekkið.
Ég tek eitthvað gott stöff eins og Napalm death og Metallica með mér í næsta túr.