blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: október 2010

sunnudagur, október 24, 2010

Það var fjör

Fekk gest í kaffi í gærkvöldi. Góðborgara úr Reykjadalnum og var kjaftað framundir morgun, rætt um bernskubrek okkar beggja og hermt eftir valinkunnum sveitungum og á meðan var étinn harðfiskur og hákarl, bakkelsi, drukkið kaffi, reyktar sígarettur og tóbaki troðið í vör. Jább Gestur er bestur.
---------------------------------
Það er alltaf gaman að fara endrum og eins vestur í Kolaport og kíkja á bækur og plötur. Ég keypti mér Dauðir koma til dyra eftir benjamín sigvaldason, sannar frásagnir frá liðnum tímum. Spennandi að kíkja á það. Og svo nældi ég mér í vínyl plötu með The Shadows og er að snúa henni undir fóninum núna. Síðan keypti ég mér geisladiska. Eitthvað Reif í drasl og gamlan pottþétt disk frá því í næntís, fjögur fimm eða sex. Maður hlustar svona á þetta á meðan maður lætur hugann reika til unglingsáranna heima á Laugum í Reykjadal. Meiri kuntan sem maður hefur verið að hlusta á gelluband sem þetta.

Def Dames Dope - Ain't Nothin' To It


Def Dames Dope - Don't Be Silly

miðvikudagur, október 20, 2010

Reiður afi

Ég get bara ekki á mér setið. Þessi maður er kolvitlaus í skapinu og ekki bætir úr skák að afadrengur hans er þarna inn á heimilinu og atast í honum daginn út og dagin inn, tekur allt upp á myndband og setur á youtube.

föstudagur, október 08, 2010

Huhuhuhuhuhu


Ég man þá tíð þegar þessi diskur var límdur fastur inn í geislaspilaranum sem ég fékk í fermingargjöf þarna um árið. Það var á tímum Snuff99, sænsk munntóbaks og tilrauna til sveindómsmissis. Stuttmyndir og svívirðileg símaöt viðgengust þá enda númerabirtar ekki komnir á markað á þeim tíma. Já svíveirðilegri en andskotinn. Seiekki meira. Góðir tímar. Stuttmyndirnar voru blóðugar enda vorum við félagarnir þarna heima að uppgötva kvikmyndir Peter Jackson's sem var einmitt þekktur fyrir splattermyndir. Við gátum, þar sem heimaslátrun á einum bænum var lokið, notað kindablóð og kindainnyfli og gerðum við nokkuð veheppnaða splattermynd sem við tókum upp á eyðibýli í Reykjadal. Það verður að fara að koma því í verk að koma þessum verkum á tölvutækt form og troða því svo inn á youtube. Það kemur seinna.

Nirvana - Jesus Doesn't Want Me To a Sunbeam

Nirvana - Come As You Are