blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2007

fimmtudagur, maí 31, 2007

Draumurinn

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Skrapp áðan í uppáhalds sjoppuna mína, Drauminn sem er við Rauðarárstíg. Heilsaði upp á Júlla og verslaði af honum kók, nammi og neftóbak. Íris var með og fékk sér Gajol og smá tyggjó. Ég hef nú alltaf haft gaman af því að kíkja þarna í sjoppuna til hans af og til og kjafta við karlinn. Menn hafa nú kvartað yfir því að hann sé frekar dýr en það er nú í góðu lagi. Svo er oft helvíti skrautlegt liðið þarna. Einn var að versla kardó þegar ég kom þarna og annar félagi hans var þarna með honum. Hann saup einhverja sterkþefjandi ólyfjan úr ómerktri flösku. Var sá maður lítið í sambandi við þennan heim eða annan. En skemmtanargildið er gott að fara þarna. Fín sjoppa með góðu vöruúrvali og oft opið fram á rauða nótt. Svo er hægt að skrafa við Júlla um allt og ekkert. Góð þjónusta. Fín sjoppa fyrir þá sem vantar landa eða vilja fá sér í haus.
Draumurinn fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Freddy og sú rauðhærða

Ég hef nú verið að kíkja á þetta safn Freddy Kruger mynda sem ég festi kaupá þegar ég var staddur í Ameríku. Æi þetta er nú voðalegt bölvað rugl þessar myndir. Verð að segja það. Er bara nokkuð sáttur með að hafa verið bannað að sjá þetta þegar ég var krakki. En ég hef nú samt getað hlegið af þessu helvítis rugli.
Já voðalega vitlausar svona draugamyndir. Þið megið láta mig vita ef þið vitið um rauðhærðu afturgönguna einhverstaðar á vhs. Rauðhærða afturgangan var sýnd á rúvinu fyrir um tíu árum síðan. Ég asnaðist ekki til að taka helvítis myndina upp. Sá mikið eftir því. Ég meira að segja hringdi í söludeild Rúv og spurði hvort að hún fengist til sölu á myndbandi en það var víst ekki alveg þannig. Sala á leiknu sjónvarpsefni er víst eitthvað svo snúið rugl að þeir nenna ekki að standa í einhverri vhs eða dvd útgáfu.
Já, maður var nú svo skít hræddur við rauðhærðu afturgönguna þegar maður var krakki. Maður nánast drullaði stjórnlaust í buxurnar af hræðslu.

miðvikudagur, maí 23, 2007

Draugagangur

Maður tekur ekki veðrið þessa dagana án þess að fá sjokk. Þær eru allavega alveg á skjön við almanakið og gróðurhúsaáhrif. En allavega, þá fer nú sumarið að koma. Þá leggjast flestir draugar í dvala og sofa fram á haustið. Já helvítis draugarnir. Alltaf var maður jafn skít logandi hræddur við þá í den tíð.
Ég man alltaf að verstu stundir mínar hvað draugana snerti voru þegar ég var að labba heim til mín á kvöldin frá Laugaskóla. Til að byrja með þurfti maður að labba framhjá tjörninni og íþróttahúsinu. Hvorutveggja var stútfullt af skítugum árum. Allavega hafa draugasögurnar úr íþróttahúsinu sjaldan heillað mig. Þar myndi ég allavega ekki vilja vera einn um nótt. Svo er það brúin yfir ánna. Þar rétt hjá er eldgamall grafreitur sem enginn vissi um fyrr en farið var að hrófla þarna við jarðveginum til að leggja veg. Þar fundust nokkrar beinagrindur. Maður nokkur var eitt sinn á labbi þarna um og fann þar fótlegg af manni sem hann þá henti í ánna þegar hann var kominn á brúnna. Um nóttina dreymir manninn að til sín kemur karl og kvartar sáran undan því sem hann gerði við fótlegginn sinn. Nú sé honum alltaf skít kalt í löppini.
Þarna var ég alltaf skít hræddur um að rekast á afturgenginn karlinn ösla í ánni, leitandi að fótleggnum.
Svo var það ristarhliðið. Þar undir gat ekki annað verið en að byggi einhver skaðræðis meinvætt og myndi reyna að krækja í buxnaskálmarnar á mér um leið og ég labbaði yfir ristarhliðið. Mér var skapi næst að taka tilhlaup og stökkva yfir það. En ég var auðvitað alltaf svo hræddur að ég þorði ekki að hlaupa. En svo þegar komið var yfir ristarhliðið var þar gröfin sem símamennirnir grófu niður í þegar þeir voru að leggja nýja símalínu á bæina. Helvítis asnarnir tóku aldrei eftir neinum beinum þegar þeir voru að grafa þarna upp og niður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir að við fundum mikið af beinum þarna. Þarna sá ég alltaf eftir því að hafa hirt beinin. Nú hlyti beina eigandinn að hefna sín all rækilega á mér fyrir stuldinn.
En svo kom draugalegasti kaflinn en það var lautin heim að bænum. Þar var ég hræddastur. Fékk alltaf verstu ónotin þar.
Einu sinni þegar ég var að labba þarna um þegar ég hrekk upp öskrandi við einhver helvítis læti og hoppa til, um minnst þrjá faðma með hjartað í rassgatinu. Þá sé ég þá hvar Símon lyggur í snjónum organdi á meðan hann baðar út öllum öngum. Dreng djöfullinn hafði séð mig koma og lagst í snjóinn og ég ekki tekið eftir honum, enda í þungum þönkum yfir draugapælingum. Hann svo byrjað að hamast og orga með fyrrgreindum afleiðingum. Mig langaði til að kirkja hann fyrir hrekkinn.
En þá eru enn ónefndar aðrar vættir sem mér stóð mikill stuggur af þegar ég var bara krakkaskítur og ný farinn að uppgötva helvítis draugana. Þá nefni ég ófetið hann Bibu og félaga hans Ka. Þeir biðu í ofæni norður undir húsveggnum heima og vonuðust eftir að ná í mig ef ég vogaði mér út fyrir hússins dyr eftir að kvölda tók. Eins biðu þeir líka undir glugganum á herberginu hans afa, vaktandi austurdyrnar á húsinu ef ég skyldi ætla að reyna að snúa á þá en það hefði ég aldrei þorað. Þeir voru samkvæmt minni ýmind afskræmdir og ógeðslegar verur ólíkar mönnum á allan hátt. Ruslakallinn var oft í slagtogi með þeim og hann var sama helvítis óhræsið og þeir.
Já verið aldrei seint á ferðinni. Myrkrið geymir oft verur á öðru tilverustigi en okkar og mest verur sem eru allt annað en guðsríkismatur.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Svindl

Enn og aftur eru afleiðingar kvótaskrattans að gera vart við sig. Sala á aðal atvinnu uppistöðu Flateyringa, Kambur, hefur gert um 120 manns sem starfa hjá fyrirtækinu, 65 í landvinnslu og um 55 við útgerð fimm báta, atvinnulaus.
Þetta sýnir bara hvað kvótakerfið, eins og það er í dag er ógeðslega óvægið og ömurlegt batterý. En að vera sjávarútvegsráðherra og leifa framsal á kvótanum og græða svo á tá og fintgri eins og Halldór Ásgrímsson gerði forðum er auðvitað ekkert slor. Skítt með landsbyggðina. Jæja, hann fer þá bara til helvítis.

Shit hvað þolið er ekki neitt hjá mér. Ég labbaði austur í sjoppu sem er um 1 km fjarlægð frá heimili mínu. Labbaði ég rösklega og var búinn í löppunum og kominn með kulverk niður kok þegar ég var kominn heim aftur. Maður er bara orðinn algjör silakeppur. Held að það sé sjómennskan sem er að fara svona með mann. Það er voða auðvelt að missa stjórn á þyngdinni og tapa þoli ef maður er á sjó. Annars reyni ég að passa mig hvað þyngdina varðar. Ég geri magaæfingar og armbeygjur. Lyfti ég líka lóðum. Held samt að óþolið og ístrusöfnunin hafi uppruna sinn að rekja þegar ég tók bílpróf. Áður notaði ég strætó og labbaði mikið á milli staða. Daglega þvældist maður um miðbæinn í Reykjavík þar sem maður vann og stundaði margan félagskapinn. Þá var mikið um labb. Þá gat ég líka hlaupið langar vegalengdir.
Þarf að laga þetta.

laugardagur, maí 19, 2007

Já já, hlaupiði bara.

Þá er ég hér. Kominn á veiðar með hinum köllunum við Vestmannaeyjar. Erum að mokfiska hérna. Það hefur samt ekki komið nein hafmeyja ennþá. Ásgrímur á Hafralæk var nú búinn að biðja mig að finna fyrir sig eina. Hef haft það á bak við eyrað fyrir kallinn.
En það eru allir búnir að vera í góðum fílíng hérna. Búið er að plana það að áhöfnin fari í fótbolta og reipitog á móti öðrum skipsáhöfnum á sjómannadaginn. Svo fara allir út að borða um kvöldið. Það verður skrautlegt.
Jæja ég þarf að hætta þessu. Færið er að koma. Þarf að taka það.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Það held ég nú, á þessum ljómandi vordögum.

Jæja. Nú þykist ég aldeilis vera búinn að standa mig. Er ég búinn að vera með skipsfélögunum á endurmenntunarnámskeiði hjá slysavarnarskóla sjómanna. Í gær var farið í flotbúninga og hamast í höfninni í Kebblavík með þara og mannaskít fljótandi um allt í kringum okkur. Svo í dag var haldið bruna og reykköfunar námskeið. Notaðir voru nokkrir stríðsfangar úr Quantanamo fangelsinu til æfinga með eld á fólki.

Svo var ég að fá sent frá Tyrklandi, bol, hálsfesti og þrjú bindi. Ég ætla svo skarta þessu öllu með þeirri vitneskju um að allt þetta hafi verið framleitt í þrælavinnubúðum. Ég fíla það. Annars líkar mér vel að vera með bindi. Ég á ný jakkaföt sem ég keypti mér í U.S.A. og þá er bindi alveg nauðsinlegt að hafa með. Mér var líka sagt það um dagin að það færi mér vel að vera með bindi.

Svo ætla ég að reyna að klára Ofvitann eftir Þórberg. Er ég búinn að skemta mér mikið með bókina í kojuni. Er þess vegna að spá í að lesa fleiri bókmenntir eftir Þórberg.
Hvað finnst ykkur. Mælið þið með einhverju spes til að lesa. Ég er opinn fyrir öllu.

Já og þess ber að minnast að í dag eru 8 ár liðin síðan ég sagði skilið við áfengi og aðra vímugjafa. Nokkuð hress með það bara.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Bjánapólitík

Ég veit það ekki. En ef Sjálfstæðisflokkur myndar stjórn með Framsókn aftur, tel ég að kjósendur landsins hafi verið sviknir. Við töluðum okkar máli síðasta laugardag. Framsókn á ekki að vera í ríkisstjórn. Það er alveg klárt. Æi þetta eru svikarar allt saman. Framsóknarflokkurinn er bara allra síðasta sortin. Reyndar þá verð ég að lýsa hrifningu minni á kjósendum sjálfstæðisflokk, fyrir að strika út Árna Johnsen og Björn Bjarnason. Sést bara að fólk vill hvorki hafa þjófa né ófríða einstaklinga á þingi. Það er skiljanlegt.
Núna er Las Vegas í sjónvarpinu. Ég ætla að horfa á þáttinn og fara svo á rúntinn. Skrepp vanalega einhvern hring svona á kvöldin. Það róar taugarnar. Því þarf ég ævinlega að vera svona trekktur. Urrrrrr

þriðjudagur, maí 08, 2007

Jæja Mikið Var

Þetta bloggerdrasl er búið að reita mig til reiði nokkuð mikið undanfarið. Tókst loksins að koma dótinu í lag. Vonandi að allt verið í lagi áfram.
Ég fór í dag og og kaus utankjörfundar. Fór einnig á nokkrar kosningaskrifstofur og reif kjaft. Náði ég tali af einni framsóknar lyddu og stakk ég öllu upp í hann sem hann reyndi að telja mér trú um og það sem hann hélt fram að væri flokknum að þakka. Lá við að hann færi að froðufella af bræði og á tímabili hélt ég að æðin framan á enninu á honum ætlaði að springa.
Annars lyggur vel á mér þessa dagana og stefni ég á að fara með konuna og barnið norður í land nokkra daga, seinnipartinn í mánuðinum. Ég hef svo verið að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Er búinn að skemmta mér heilmikið við það.
Svo hef ég ákveðið að selja Honduna. Hef engann tíma í þetta lengur. Of mikið bras fyrir mig að gera þetta upp. Nenni þessu ekki. Meðfylgjandi er lítið keyrð vél og flott Lexusljós. Gerið verðtilboð. S: 8485408