blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: 2010

fimmtudagur, desember 30, 2010

Nú er það svart

Dagurinn er farinn að lengjast þó að við séum ekki farin að taka eftir því varanlega. Ágætt að vita af því samt. Þó er svosem ágætt að hafa myrkrið yfir sér. Ég reyni svo að halda í vonina um gleðilegt ár en ætli þetta verði ekki sama tuggan og vanalega þar til að ég geri mér vonir um það sama daginn fyrir næstu áramót. Þannig hefur það a.m.k. ævinlega verið alla mína hunds og kattartíð. En ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu, þetta tifar allt saman. Ég ætla að halda áfram að lesa Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Þessar fyrstu 60 blaðsíður lofa nokkuð góðu og halda manni ágætlega við efnið. Það er svolítið dramaívaf í þessum krimma. Þetta er fínt. Ég held að ég fái mér rúgbrauð og síld til að éta á meðan ég les. Svolítið malt og laufabrauð með líka. Já vá ég var að muna ég á nóg af laufabrauði ennþá, vei. Svona er að vera duglegur að breiða út og skera í og steikja.

Notorious B.I.G. - Hypnotize

föstudagur, desember 24, 2010

Gleði



Þá segi ég bara gleðileg jól og þakka fyrir heimsóknirnar á þetta vitleysis blogg á árinu sem er að líða.

miðvikudagur, desember 22, 2010

Dúdadídadei

Það er fátt um að vera hérna hjá mér. Ég sá þennan vitleysis tunglmyrkva í gærmorgun. Ég gæti alveg eins farið út og horft á tunglið mað rafsuðuhjálm á hausnum, það er ábyggilega svipað, en jæja þetta er náttúruundur víst. Samkvæmt almanaki Þjóðvinafélagsins verður næsti tunglmyrkvi 15. júní næstkomandi en sést ekki á íslandi. Þar eftir verður annar tunglmyrkvi 10. desember en honum verður að mesti lokið þegar tunglið rís þann morguninn og því ekki nema smá slitur af skugga að sjá af þeim myrkvanum.
--------------------------------
Jasko þetta er nefnilega gamalt og gott og var gefið löngu út áður en ég var í pungnum á pabba mínum en eftir að ég kom þaðan þá hef ég hlustað mikið á þetta lag. Kynntist því reyndar ekki fyrr en ég var orðinn unglingur og farinn að drekka heldur ótæpilega. The Hollies eru á uppáhaldslistanum mínum enda helvíti góðir.

The Hollies - Air That I Breath

laugardagur, desember 18, 2010

fimmtudagur, desember 16, 2010

Helvítis sjónvörp

Ég er nú búinn að sitja og góna á tvo þætti af gamanmálum Frímanns Gunnarssonar þar sem fjallað er um Jón Gnarr og um Frank Kvam. Held að ég nenni ekki að horfa á hina þættina. Og þó, jú held að það gæti verið gaman því að maður veit lítið sem ekki neitt um aðra háðfugla í skandinavíu nema þá Frank Kvam. Þetta var líka ágætt skandinavagrínista lið sem kom að utan til að skemmta okkur í Háskólabíói þarna í haust. Ég sé til hvað ég nenni að glápa mikið. Annars horfi ég lítið á sjónvarp þessa dagana. Mér hefur alltaf þótt sjónvörp best þegar það er slökkt á þeim. Eins þoli ég ekki sjónvarp sem er í gangi og enginn er að horfa á það. Það er bara kveikt á því og kallinn í fréttunum talar við sófann og stofuborðið og málverkin og orgelið sem ekkert heyra. Djöfull get ég orðið brjálaður. Ég bara þoli þetta ekki. Ég góna frekar í bækur eða til fjalla eða þá til stjarnanna. Mér leiðist hreinlega að horfa á sjónvarpið.
-------------------------------------
Maðurinn hefur aldrei kunnað að rappa svo gaman sé að hlusta en auðvitað seldist allt sem hann gaf út og grandalausir aðdáendur hans punguðu út aurum til að kaupa annars ömurlegt rapp. Eins með að sjá manninn leika í bíómyndum. Nei takk, ekki þetta, nei nei. En hann reyndi þó. Það hefur aldrei verið inn að rappa um körfubolta. Fólk vill bara heyra rapp um bitch, shit, fuck, nigger, knife, gun, dope, dollars, feat, murd, asshole, whore, bullets og baseballbat. Basketball er víst ekkert að fitta in í þetta. Samt heiðarlegt af honum að reyna að koma einhverju heilbrigðu inn í heim rapptónlistar. En ég læt því flakka hér einn óskapnað með Shaquille O'neal svona til að sýna ykkur dæmi um þessi ömurlegheit.

Shaquille O'neal - No Hooks

þriðjudagur, desember 14, 2010

Það væri gaman

Hver vill ekki eiga Leirfinn ? Ég væri svo vel til í að fá að taka mót af leirhausnum úr Geirfinnsmálinu og hafa hann svo í stofunni heima hjá mér. Er það ekki fín bissneshugmynd að fá einkaleifi á hausinn og framleiða svo Leirfinn á færibandi og selja síðan í Kolaportinu. Ég myndi bera mig eftir því ef ég væri myndhöggvari. Saga á bak við þennan haus og allt og er svo bara kominn í stofuna mína. Það væri magnað. Annars væri ég líka til í að hafa myndastyttuna af Rúnari Júl. sem enginn vildi kaupa nema fyrir skít og kanil og hafa hana í stofunni hjá mér. Kannski útí garði með fallegu blómabeði í kring. Ætli myndhöggvarinn sitji ennþá uppi með gripinn?
Núna ætla ég að taka til í veiðidótinu og ganga frá því inn í geymslu. Hef ekki komið því í verk fyrr en núna. Að vísu setti ég stangirnar mínar inn í geymslu um daginn með trega og munu þær ekki verða teknar aftur fram fyrr en næsta vor.
----------------------------
Jólin eru á næsta leiti og því ekki annað að gera en að mp3ast eitthvað með jólalögin. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt. Held það nú bara.

Trans-Siberian Orc Estra - Wizards In Winter

fimmtudagur, desember 09, 2010

Alkaseríur

Búinn að hengja upp jólaseríur í kvöld. Ég ætlaði nú aldrei að hafa mig í það. Verst að maður hefur sig sjaldnast í að taka þær niður fyrr en á vorin eða um mitt sumarið. Bóndi nokkur tók aldrei útiseríuna af þakskegginu hjá sér og skipti bara út ónítum perum þegar leið að jólum. Annars átti hann það til að hella sig fullan þarna heima hjá sér á bænum þar sem hann bjó einn og þurftu bændur og hjú á næstu bæjum í nágrenninu ekki annað en að rýna aðeins út um gluggan en þá var hann ævinlega búinn að setja útiseríuna í samband, sama hvaða mánuður var í gangi. Bara að ljósin voru kveikt var merki um það að karlinn var fullur að hella uppásig þarna heima hjá sér. Æi voðalega fannst manni það klént að vera fullur einn heima, þá sjaldan sem það þó gerðist sem betur fer. Það er hund leiðinlegt en þegar maður er alki spyr Bakkus ekki að því hvað manni finnst gaman að gera á filleríi. Maður hellir bara í sig.
--------------------------------------
Maður lumar stundum á einhverju drasli oní kassa. Ég fann "Best of 80's" Eitthvað alveg á bólakafi í einum kassa uppá lofti. Rippaði ég þennan disk að gamni mínu og pósta hér tveimur lögum af þeim diski hérna. Ágætt svona af því að ég fann þennan disk sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti.

Miquel Brown - So Many Men, So little Time


Sister Sledge - Everybody Dance

mánudagur, desember 06, 2010

Draumur um straum

Mig dreymir ýmislegt rugl um þessar mundir en þó er það ekkert sem situr í mér. Látnir sem ég þekkti hér áður en þeir yfirgáfu þennan heim hafa ekkert verið að koma til mín í draumaheimi eins og svo oft áður né hef ég ekki heldur verið að vakna um miðja nótt eftir drauma mína með ónot í sálinni. Samt, Fólkið mitt hefur verið að koma saman í draumaheimi og halda veislur eða bara öll stórfjölskyldan að hittast það er náttúrulega bara indælt.
Senn fer svo að líða að því að kökuheflið verði tekið fram og flattar verða út laufakökur sem síðan verða skornar út. Það fjandans laufabrauð sem maður fær út í búð tilbúið til laufaskurðar eða bara alveg tilbúið er auðvitað ekki hægt að kalla laufabrauð. Nei, það verður að vera með laufskorningi í kantana og hafa laufin uppábrett og svo steikt uppúr tólg en ekki uppúr þessari fjandans jurtafeiti. Þetta er ekki laufabrauð þetta helvíti. Ég er sennilega of þingeyskur fyrir þetta drasl enda alinn upp við það að éta heimagert og almennilegt laufabrauð.
Jæja, ég ætla svo að lesa bókina 19.nóvember sem ég keypti mér í gær. Vita hvað hann ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi Geirfinnsmálið þessi rannsóknarlögreglumaður úr Keflavík. Held bara að hann sé að reyna að réttlæta klúðrið í bókinni þessi maður. En við skulum sjá.

--------------------------

Þetta er gott. Það er fjör í þessu.

Tom Jones & Tina Turner - Hot Legs

föstudagur, desember 03, 2010

Hvað er eiginlega í gangi hérna ?


Meiriandskotans sterkjan þessar Yum Yum núðlur. Baneitrað en helvíti gott. Ég kann vel við vel kryddaðan mat. Það þarf svolítið að venjast þessu. Ég var eitt sinn með tælendingum á sjó sem átu núðlur í hvert mál og stráðu chillí yfir þær eins og kanil á grjónagraut, hrærðu upp í því og settu svo meira. Þetta átu þeir svo með beztu lyst á meðan ég reyndi að éta það líka en það endaði allt með því að ég snéri mig frá borðinu í einum keng, hrópandi á kokkinn að færa mér mjólkurfernu. Mjólk virkar nefnilega best til að réna sviðann af piparnum. Öldin er önnur núna og ég háma í mig chilli og jalapenjo eins og að éta gulrætur. Voða gott alltsaman. Reyndar, í sambandi við Yum Yum, var mér sagt að ef maður færi inn á ákveðna staði í Bankok og bæði um Yum Yum þá fengju menn ákveðna þjónustu sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér.
------------------------------
Þetta er eitt af mínum uppáhalds. Ég hef engin frekari orð um það meir.

Snake River Conspiracy - You And Your Friend

mánudagur, nóvember 29, 2010

Júðalegt

Fyrsti sunnudagur í aðventu var í gær og ég er búinn að setja upp hanukkah-gyðingaljósið þetta sem íslendingar kalla aðventuljós, út í glugga. Merkilegt, fyrir töluvert mörgum árum síðan fékk einhver heildsali vitlausa sendingu til sín sem voru þessi vitleysis aðventuljós en það var eitthvað allt allt allt annað sem hann átti að fá. En þá varð annaðhvort að markaðsetja draslið eða þá að fara á hausinn með allt. Þetta var stuttu fyrir aðventuna og því var þetta markaðstett sem "aðventuljós" og helvítis maðurinn græddi á tá og fingri eins og gyðingur með bogið nef og litla húfu. Annars er ég kominn í dálítið jólahlakk
-------------------------------
Ég veit ekki hver mixaði þennan stubb úr viðtalinu í sjónvarpinu þar sem Jón Gnarr fullyrti að hann væri geimvera en það hefur verið einhver uppátækja samur galinn maður. Þetta er allavega flott gert og sjálfsagt sáraeinfalt að gera eitthvað svona bull með rétta tölvuforritinu. Alls ekki svo vitlaust, bara hreint ekki.

Jón Gnarr - Ég er geimvera

laugardagur, nóvember 27, 2010

Hihihahahoho

venus skín skært á morgun himninum þassa dagana. Verst er að eiga engan stjörnukíki til að skoða reikistjörnurnar líkt og ég gerði forðum daga þegar gamli kíkirinn minn var í lagi. Ég á reyndar eitthvað bákn sem ég get horft í gegn um en úr honum sést hvorki kúkur né skítur. Var að pæla í að fjárfesta í almennilegri græju. En ég sumsé skoðaði engar stjörnur í dag heldur týndi ég saman á blað eitthvað af þessum strumpum sem voru í framboði og kaus þá. Á blaðinu voru allskyns fólk, verktaki, öryrki, prestur, lögfræðingur, bóndi, vélstjóri, nemi, atvinnuleysingi, bílstjóri, rafvirki, pönkari, landasali, kókdíler og melludólgur.
------------------------
Ég keyrði útfyrir bæinn í nótt, steig út úr bílnum og horfði út í myrkrið. Stein þegjandi og í algerri grafarþögn fann ég mátt myrkursins hríslast um mig og skynjaði með um leið með gæsahúð hverslags ógnar verur lifa dýpst inn í svartnættinu.

Muumimusiikkia17

miðvikudagur, nóvember 24, 2010

Ekki svo tómt

Lítið um að vera hjá manni núna. Tómleikinn er þó ekki að gera mig vitlausan því að ég hef sagt honum stríð á hendur með skrifum og öðru sem ég hef haft fyrir stafni. Skammdegið hellist yfir sem mér finnst ágætt enda íslendingur og hef því vondu vanist síðustu þrjátíu árin. Lengst af þoldi ég ekki þennan árstíma, varð þunglyndur og önugur en fór svo bara að fíla allt þetta myrkur horfandi upp í sortann og stjarnanna glitra og hlæja til mín úr órafjarlægð.(Voða var þetta eitthvað Þórbergslegt)Gott væri að geta sofið á daginn og vakið á nóttunni og sjá ekki dagsbirtu svo dögum skiptir. Það gerði maður á þegar lífið var ábyrgðarlaust heima hjá mömmu og pabba. Engar áhyggjur af skyldum og kvöðum lísfins og ekkert að pæla í reikningum eða gluggapósti. Maður var eiginlega bara ánægður að fá smá rukkun í gluggapósti bara út af þeim fábreytileika að fá póst.
------------------------
Lag þetta lýsir lundarfari mínu þessa dagana.

Tanoshii Moomin Ikka - Muumin Tani Fuyu

föstudagur, nóvember 19, 2010

Mann setur hljóðan

Ég veit það ekki. Það stingur mann bara þegar maður sér fullorðinn mann næstum grátandi yfir því hvernig ástandið bitnar á honum. Manni sem unnið hefur fyrir öllu sínu alla sína hunds og kattartíð, horfandi upp á að allt sem hann á allt sem hann hefur unnið fyrir um ævina, sé að fara í vaskinn. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt framan í mann sem stendur frami fyrir slíku. Maður varð einhvernveginn svo dofinn. Svo eru hinir og þessir mannandskotar að hneykslast á því að ég hafi verið að kasta eggjum í alþingishúsið.
HALDIÐI AÐ ÉG HAFI VERIÐ AÐ GRÍNAST ?
>:@

sunnudagur, nóvember 07, 2010

Þjóðsögur

Einhverjir snillingar tóku upp á því að kvikmynda nokkrar af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sennilega er þetta leikið af einhverjum ungmennafélags leikhóp og sæmilega leikinn af því fólki sem þar eiga hlut að máli. Torfbærinn að Glaumbæ í Skagafirði er aðalleikmyndin í þessari snilld. Þetta eru sögurnar:
1. 18 barna faðir í álfheimum.
2. Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður.
3. Pétur með sturlan.
(og svo mínar uppáhalds)
4. Presturinn og djákninn.
5. Hver rífur svo langan fisk úr roði.
Skylduáhorf aðdáenda þjóðsagna Jóns Árnasonar.
-------------------------------
Ég stekk stundum á countrydiska sem ég finn í búðum og kaupi þær þó svo að ég hafi ekki hugmynd um hvort þetta sé eitthvað boring drasl eða helvíti gott. Reyndar finnst mér country í flest öllum tilfellum skemmtileg áheyrnar og svo eru country diskar svo ódyrir ef þetta er eitthvað samansafn af hinu og þessu. Country fjallar reyndar svo voða mikið söknuð, ástarsorgir og vonbrigði eða þá sveitastráka sem hafa verið straponaðir til blóðs af sveitastelpunni sem þeir voru ástfangnir af og er stungin af úr sveitinni og komin í stórborgina. Svo er þetta líka sungið allavega og hingað og þangað. Það er mjög gaman að hlusta á country finnst mér.

Roy Acuff - Please Help Me I'm Falling


Barbara Fairchild - Cheating Is

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

Hef verið að lesa bækur og hlusta á vínylplötur undanfarið. Gert mikið af því tvenna og geri aldrei nóg af svo góðu. Fekk keypta Shadowsplötu og eitthvað jólalagadót og margt fleira. Svo hef ég verið að lesa helling. Er búinn að lesa bók eftir Þórberg Þórðarson, Ingvar Ambjørnsen, og er núna með í lestri, Svartur á leik eftir Stefán Mána. Svo er ég að skrifa líka sjálfur og er í töluvert góðu stuði við slíkt þessa dagana. Annars er ég búinn að vera blogglatur undan farið en úr því ætla ég að bæta.
---------------------------------------
Furðulegt hvað maður dettur niðrá á netinu. Ég horfði alltaf á Heidi, Pinocchio og Nils Holgerson sem krakki. Fann þetta af tilviljun þegar ég var að grúska í þáttaraðamúsík á piratebay. Þetta voru svona þær teiknimyndir sem maður horfði hvað mest á sem krakki.

Nils Holgerson_-_German opening


Heidi - German opening


Pinocchio - German opening

sunnudagur, október 24, 2010

Það var fjör

Fekk gest í kaffi í gærkvöldi. Góðborgara úr Reykjadalnum og var kjaftað framundir morgun, rætt um bernskubrek okkar beggja og hermt eftir valinkunnum sveitungum og á meðan var étinn harðfiskur og hákarl, bakkelsi, drukkið kaffi, reyktar sígarettur og tóbaki troðið í vör. Jább Gestur er bestur.
---------------------------------
Það er alltaf gaman að fara endrum og eins vestur í Kolaport og kíkja á bækur og plötur. Ég keypti mér Dauðir koma til dyra eftir benjamín sigvaldason, sannar frásagnir frá liðnum tímum. Spennandi að kíkja á það. Og svo nældi ég mér í vínyl plötu með The Shadows og er að snúa henni undir fóninum núna. Síðan keypti ég mér geisladiska. Eitthvað Reif í drasl og gamlan pottþétt disk frá því í næntís, fjögur fimm eða sex. Maður hlustar svona á þetta á meðan maður lætur hugann reika til unglingsáranna heima á Laugum í Reykjadal. Meiri kuntan sem maður hefur verið að hlusta á gelluband sem þetta.

Def Dames Dope - Ain't Nothin' To It


Def Dames Dope - Don't Be Silly

miðvikudagur, október 20, 2010

Reiður afi

Ég get bara ekki á mér setið. Þessi maður er kolvitlaus í skapinu og ekki bætir úr skák að afadrengur hans er þarna inn á heimilinu og atast í honum daginn út og dagin inn, tekur allt upp á myndband og setur á youtube.

föstudagur, október 08, 2010

Huhuhuhuhuhu


Ég man þá tíð þegar þessi diskur var límdur fastur inn í geislaspilaranum sem ég fékk í fermingargjöf þarna um árið. Það var á tímum Snuff99, sænsk munntóbaks og tilrauna til sveindómsmissis. Stuttmyndir og svívirðileg símaöt viðgengust þá enda númerabirtar ekki komnir á markað á þeim tíma. Já svíveirðilegri en andskotinn. Seiekki meira. Góðir tímar. Stuttmyndirnar voru blóðugar enda vorum við félagarnir þarna heima að uppgötva kvikmyndir Peter Jackson's sem var einmitt þekktur fyrir splattermyndir. Við gátum, þar sem heimaslátrun á einum bænum var lokið, notað kindablóð og kindainnyfli og gerðum við nokkuð veheppnaða splattermynd sem við tókum upp á eyðibýli í Reykjadal. Það verður að fara að koma því í verk að koma þessum verkum á tölvutækt form og troða því svo inn á youtube. Það kemur seinna.

Nirvana - Jesus Doesn't Want Me To a Sunbeam

Nirvana - Come As You Are

fimmtudagur, september 30, 2010

Já sæll


Annað verður ekki sagt, maðurinn er snillingur og gaman að sjá bæði hann og Casper í eigin persónu. Og ég sem hafði verið á báðum áttum með að mæta þegar ég heyrði um það fyrst að þeir kæmu að skemmta landanum. Þvílíkur vitleysis háttur. Svo auðvitað tókst manni að hnýsast á bakvið til að fá eiginhandaráritun og ljósmynd með þim hihi.
Jæja ég ætla í háttinn. Sef örugglega vel eftir gott kvöld.

þriðjudagur, september 28, 2010

Ég hef ekkert verið að sinna þessu bloggi

Maður fer til sjós og einbeitir sé að mestu að því sem þar fer fram. Ekki blogg, jú smá facebook á frívaktinni og svo búið. Ég er samt að komast í gírinn aftur. Ég er í fríi og ætla að mæta á Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni. Færi nú reyndar ekkert ef ekki væri Frank Kvam með í þessari grínsúpu. Jæja ég ætla að fá mér kaffi.

mánudagur, september 06, 2010

Fram og aftur


Sennfer þá þessu fæðingarorlofi að ljúka og þá er maður rokinn aftur til sjós. Er nú ekki að nenna því. Hafði reyndar hugsað mér að fá mér djobb í landi "en ætli maður verði ekki eina vertíð í viðbót", segi ég ævinlega á hverju hausti og lofa sjálfum mér svo því iðulega að vertíðin verði sú síðasta. En ég nota frívaktirnar vel og skrifa. Já ég skrifa ævinlega eitthvað aðra hverja frívakt. Sef aðra frívakrina alla en þarf ekki annað en að leggja mig rétt á hinni frívaktinni og til að hafa mér eitthvað til dundurs þá skrifa ég.
------------------------------
Ég skrapp í Kolaportið og leit í sölubásinn hjá doktornum og verzlaði af honum tvær vínylplötur og svo disk með Bob Hund. Þetta er víst hljómsveit frá Svíðþjóð. Jájá þetta er rokkað og skemmtilegt. Vandamálið er bara að ég kann ekkert í sænsku svo að ég skil ekki taxtana þó að lögin sjálf séu ágæt.

Bob Hund - Istället För Musik: Förvirring


Bob Hund - Dubbel Tvekan
plahhh......

Ég nenni ekki að blanda mér í umræðuna um þjóðkirkjuna eða mynda mér einhverja skoðun. Jú það var ljótt að gamli biskupinn okkar skyldi fara svona með konugreyin og brugðist því trausti sem bæði þessar konur og þjóðin öll átti að bera gagnvart honum. Vona ég það að konurnar fái allar meina sinna bót. Ég held að ég einbeiti mér að mikilvægari málum en að barma mér og skrá mig út úr þjóðkirkjunni. Það er fullt af liði þarna útí bæ sem kýs að ganga í ESB. Það eru örugglega fleiri perrar í ESB heldur en þjókirkjunni svo að menn skulu nú bara passa sig.

laugardagur, september 04, 2010

Taktaktkataktaktaka

Í gær sá ég gamla kerlingu ganga út úr körbúð einni í Breiðholtinu. Hún færði sirka tólf ára dreng pakka af sígarettum. Ég er ekki hneykslaður. Sjálfur fékk ég gamlar kerlingar til að verzla fyrir mig tóbak á sínum tíma. Samt, ég myndi sjálfur aldrei kaupa sígarettur og afhenda það einhverju krakkarassgati í hettupeysu og í skopparabuxum. Jahh... a.m.k. yrði ég ekki hress ef fullorðinn maður léti mitt barn hafa rettur. Og þó, skárra ef hann reyndi að stela því og yrði svo nappaður og löggan svo skamma mig fyrir að vera eins og sauður í uppeldismálum barnsins. Einu sinni ætlaði ég að stela brennivíni í ríkinu og gerði mig líklegan til þess arna en hann Valli bölvaður sem vann í ríkinu á Akureyri var alltaf að líta í áttina að mér svo að ég þorði ekki að reyna og auðvitað hefði pabbi slátrað mér ef upp hefði komist um athæfið og látið mig svo moka út moði og taði á hverjum degi í ár í refsingarskyni.
----------------------------------
Ég keypti mér þennan disk í Danmörku. Bara svona venjuleg kerlingavælulög. Ágætis textar og lög segi ég nú bara. Hef ekki ekkert vit á þessum flytjanda og nenni ekki að googla neitt um þetta lið. Hlustiði bara á lögin.

Hush - If You Go Breaking My Heart


Hush - Say a Little Prayer

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Sálarnart

Andskotinn þetta nagar mig. Maður hugsar um liðna tíð. Kannski fimmtán ár afturfyrir og pælir í skyssum sem maður gerði. Melvítið mitt, segi ég stundum við sjálfan mig. Að maður skuli ekki hafa látið slag standa. Mig langaði svo heitt að spyrja en lét það vera. Aulaháttur, algjör aulaháttur. Eftir okkar síðasta fund stóð ég fyrir utan gluggan hennar starði lengi. Hún fór daginn eftir. Hef ekki séð hana síðan. Furðulegt hvað smánarleg atvik geta poppað upp í hugann og byrjað að saga mann.
-----------------------------------------
Þegar ég var tveggja, þriggja eða fjögrára eða eitthvað svoleiðis, allavega þegar ég var smákrakki elskaði ég að heyra þetta lag. Svo sé ég myndir til æskunnar þegar ég heyri lagið. Mér dettur í hug svöl dalalæðuvorkvöld í Reykjadalnum, bleikann roðann á norðurhimninum, sauðburð og gamla rússajeppann hans afa. Bara það sem poppar upp í huga mér þegar ég heyri það.
Hot Butter - Popcorn

sunnudagur, ágúst 29, 2010

Malað kaffi

Allatíð eða frá þrettánda ári hef ég verið mikill kaffiusvelgur. Drekk kaffið helst svart en á sjónum er í boði ágætis vélakaffi þar sem ýtt er á takka og um hæl kemur rjúkandi gott kaffi úr maskínunni. Það er gott að fá sér mjólk út í það. En ég keypti mér kaffibaunir frá Starbucks þegar ég var í Danmörku og fékk að láni kvörn hjá góðum manni til að mala þær. Þetta kemur bara skemmtilega út og svalar bara kaffiandanum vel þegar hann kemur yfir mig og lætur mig skvetta mörgum bollum í mig í einu. Annars var ég að spá í að verða mér út um hráar kaffibaunir og rista þær sjálfur.
----------------------------
Eitthvað er ég svo að reyna að skrifa, búinn að vera að síðan í maí. Það sem ég er komin af stað með núna þ.e. nokkrir tugir blaðsíðna, byrjar þannig að Björgvin stendur ber að ofan með klaufhamar í hendinni og horfir á mann sem hann hafði ráðið bana. Björgvin horfir í augu hans verða mattari með hverri mínútunni. Maðurinn sem hann drap var af erlendu bergi brotinn og hafði bortist inn í íbúðina til hans um nótt en var svo óheppinn að Björgvin lá andvaka í rúminu sínu þegar hann braust inn en þegar maðurinn varð var við Björgvin byrjaði hann að skjóta á hann með hljóðdeyfðri skammbyssu. Með því að hugsa hratt og vera snar gat Björgvin yfirbugað manninn og kálað honum með klaufhamrinum.
Björgvin reynir strax að ná sambandi við Rebekku sem á sama tíma átti að vera komin til landsins með efni fyrir ákveðna aðila. Hann átti ekki erindi sem erfiði en þegar farsími Björgvins hringir og á hinum enda línunnar heyrir Björgvin að Rebekka sætir pyndingum með hroðalegum öskrum heldur Björgvin í örvæntingafulla leit að henni.
Hver var þessi dularfulli maður sem hafði komið inn í íbúðina til hans og reynt að stúta honum ? Tengdist þetta því að Rebekka var ný komin til landsins sem burðardýr ?
Hún átti að fá allar skuldirsínar afskrifaðar hvort sem hún næðist í tollinum eða ekki. Því voru þeir þá að misþyrma henni, ef það voru þá þeir ?
Myndirðu kaupa söguna ef hún kæmi út á bók ?
----------------------------
Everlast - Black Coffee


Heavy D - Black Coffee No Sugar No Cream

laugardagur, ágúst 28, 2010

Hugulsamt

Égerhálf tómur en ætla að hripa hér eittthvað á bloggið samt. Einhver hefur föndrað þetta kort og sett það inn um bréfalúguna mína. Einhver sem vill koma fyrir mig vitinu því að inn í kortið er skrifað eitthvað vers úr bibblíunni. Þetta er víst einhver konukind sem er að standa í þessu, heyrði ég. Já hún hlítur að fá prik hjá Guði á himnum fyrir þetta. Það er í það minnsta góðverk að reyna að koma því inn í hausinn á fólki að menn gætu mögulega farið til helvítis þegar það drepst lesi það ekki guðsorð og fari ekki eftir reglum Guðs. Ég er nokkuð viss með mig sjálfan. Enda er Guð réttlátur og hann færi varla að láta mann vera í þessum heimi ofsageðveiki án þess að láta mann gera eitthvað meira annarstaðar til að bakka upp mistökin sem maður gerði í þessum heimi. Það var einhverstaðar minnst í biblíunni á hin sjö tilverustig Guðs og við hljótum að vera í því fyrsta. Það getur varla verið að jörðin sé það síðasta, nei seisei. Við jarðarbúar færum þá flest niður á grillið hjá Skrattanum. Við drepumst hérna, Guð skammar okkur svo hvert fyrir sig og hendir okkur svo á næsta tilverustig þar sem við eigum að læra af mistökum okkar, græðgi og löstum eins og að reykja ekki sígarettur, gera bankana ekki gjaldþrota og halda bölfi og ragni í algjöru lágmarki. Þannig eigum við að læra frá einu tilverustigi til annars alveg upp að sjöunda himni þegar guð loksins skoðar hvort við höfum verið að standa okkur. Nú ef ekki, þá er manni bara kastað til helvítis. Það hlítur að vera.