blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: maí 2005

sunnudagur, maí 29, 2005

Þá er ég búinn að taka fram Krocketið mitt og var að spila það í garðinum með fleirum í dag. Það er óskaplega gaman að leikasér í Krocket á sólríkum sumardegi.
Svo er ég búinn að leita að ákveðinni gerð af bílflautu en finn ekki út hvað þessi gerð heitir eða neitt um þetta. Þetta er greinilega ekki til á landinu. En ef einhver veit hvað svona tegund af bílflautu kallast á enskri tungu má sá hinn sami alveg abbsúlút láta mig vita í þessum e-mail: vantar_crx@hotmail.com . Einnig ef einhver veit um svona dót til sölu þá vil ég kaupa það. Þetta er eitthvað sem á stórt erindi í Honduna mína.
Svo átti nú að vera kommentakerfi einhverstaðar hérna en mig varðar ekkert um það.........

fimmtudagur, maí 26, 2005

Helgi Jónsson og Jón Jónsson

Ég var nú hérna inná Íslendingabók. Þar sá ég að Helgi Jónsson sem var langalangafi minn átti bróðir sem hét Jón en hann var Langalanglalangafi minn. Er ég þá 5 og 6 menningur við sjálfan mig.
Þetta er pælíng.

þriðjudagur, maí 24, 2005

ATVINNULEIT

Image hosted by Photobucket.com

Einu sinni vantaði mig vinnu. Ég var orðinn leiður á vinnustaðnum sem ég hafði þá verið á sem var fiskverkun í Hafnarfirði. Ég grýtti því af mér slorgallanum, hljóp inná kaffistofu, settist niður og kveikti mér í sígarettu. Tók ég þá kexpakka sem lá þar hálf étinn, vitri hann fyrir mér og las svo litla letið sem var undir pakkanum. Þar stóð: Kexverksmiðjan Frón Skúlagötu 28 Reykjavík Sími 5511400.
Tók ég þá upp tólið þarna á kaffistofunni, hringdi í Frón og bað um vinnu, sem og ég fékk.
Vann ég þar næsta eitt og hálft árið.

sunnudagur, maí 22, 2005

NAMMINAMMINAMM

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er nú eitt af því sem ég dróg með mér til landsins frá Amríku. Uppáhaldið mitt, Trix. En Trix fæst ekki á landinu eins og matgóðir menn vita. Það fékkst reyndar einusinni fyrir langalöngu en hollustuvernd sá það að rauða litarefnið var baneitrað og sögðu þeir hjá hollustuvernd að menn fengju riðuveiki og steindræpust við að éta það. Ég habbði nokkra pakka með mér heim.

laugardagur, maí 21, 2005

ÉG ER ÞARNA

Þá er klukkan orðin 5: 03 og ég er ekki enn farinn í háttinn. Reyndar er ég ekkert þreyttur. Eða kannski. Já, nei.... Aldrei að geima klámblöð þar sem börn ná til. Slíkt endar bara með rugli. Helvítis nágranninn var með teiti hérna áðan. Ég var að hugsa um að kveikja í honum. Sjóðann í kæfu og éta hann. Gera kannski rúllupylsu úr honum. Gefa honum hænsnunum að éta. Sveiattann, Hann á húnd sem er mongólíti og ríður hundum af sama kyni. Hann étur mannakjöt. Sveimér, ég er orðinn ruglaður af þreytu. Hann þarf að slá njólann í garðinum sínum. Nei, það var ekki njóli, það var Kvönn. Ari sá sól.
Sussum svei. Ég er fer í háttinn.

fimmtudagur, maí 19, 2005

SKITIÐ UPPÁ BAK (EINS OG ALLTAF)

Image hosted by Photobucket.com

Það lyggur beinast við að maður sé dálítið reiður núna. Allaf drullum við á okkur í þessum helvítis eurovisíónkeppnum. Sama hvað reynt er.
Við komumst ekki áfram núna og ég segi,Við komumst aldrei áfram.
Eins og í fyrra. Senda þessa helvítis drullu þangað út. Já og stelpudruslan með "Sjúbbídú" þarna um árið. Nei og aftur nei. Við skulum bara senda Megas og láta hann syngja "kúkur í lauginni". Við eigum jafn mikinn séns og með allt sem við sendum í þennan viðbjóðslega sora.
En svo finnst mér þetta ekkert vera evróskt keppni neitt. Ekki fyrst júðaskrattarnir í Ísrael eru að keppa í þessu. Írael er ekkert í evrópu. Ekki Tyrkland heldur, að ég best veit.
Æi þetta er rugl. Bara leggja þetta niður og hætta að sóa peningum í þetta kjaftæði.
Fólk getur bara étið skít.

sunnudagur, maí 15, 2005

FURÐUFISKUR

Image hosted by Photobucket.com
Aðalgeir og Bjössi á árshátíð

Náttúrufræðistofnun og Hafró standa á gati. En svoleiðis var að við fundum í einum sjótúrnum í vetur áður óþekktan fisk. Þannig var að hann kom á línuna hjá okkur en hvorki Aðalgeir stýrimaður né Bjössi vélavörður, sem lengst af okkur hafa stundað sjóinn vissu hvað þetta var. Sögðu að þetta væri eitthvert afskræmi.
En allavega er þetta algjört furðufyrirbæri. Þetta var svarblá skepna en grá á maganum og það virtist vera fullvaxið eða um ca. 55 cm. Langan haus og stór, útstæð augu, ekki ósvipað og á Löngu. Miklar kvassar tennur og með svarta rönd og loðnu eftir endilöngum búknum. Það var án ætiblöðku(uggi litlu framan við sporð) og fram og mið ugginn virtust snúa öfugt. Beinbroddar stóðu fjórir, kvassir upp úr bakinu líkt og á karfa.
Að sögn þeirra sem hafa rannsakað skepnuna er hún með öllu óæt eða ölluheldur baneitruð.
Reyndar var nóg hold á þessum furðufiski en því miður lítið á því að græða.

mánudagur, maí 09, 2005

SKAPBRÆÐI

Image hosted by Photobucket.com

Alveg ótrúlegt með sumt fólk, fólk sem er alltaf hresst, kátt og slær á létta strengi. Segir sögur af hinum og þessum og hlær dátt.
En svo ef þessari manngerð er misboðið á einhvern hátt, sama hversu lítið eða mikið, þá hreinlega sturlast viðkomand. Viðkomandi einstaklingur hreinlega umturnast í eitthvað geðsjúkt skrímsli og er hættulegur sjálfumsér og öðrum. Bara tryllist.
Alveg furðuleg skapgerð.
NEGLUR

Image hosted by Photobucket.com

Til hvers í helvítinu höfum við neglur. Eitthvað plast drasl sem vex út úr höndunum og löppunum á okkur. Ég þekki mann sem vantar nögl á fingur eftir slys og hann finnur engan mun. Nákvæmlega engann.
Þetta er bara rugl.

laugardagur, maí 07, 2005

FORD BRONCO 1966

Image hosted by Photobucket.com
Við ánna Laugagróf hjá Laugaseli.

Þetta er Broncoinn á Völlum. Hefi ég miklar æskuminningar honum tengdar en hann er í eigu Geira. Sigurgeir faðir hans gaf honum hann þegar hann var 13 ára. Þá hafði hann gefist upp á að eiga hann sjálfur svo að sonurinn mátti bara hafa hann.
Ég gleymi seint þeim stundum er við Geiri vorum að ná í beljurnar á honum, lyggjandi á flautunni með prikið út um gluggann, meðan beljurnar hlupu dauðskelkaðar heim í fjós eða þá að fara á veiðar suður undir Laugasel. Oft voru nú Diddi og annar strákur að nafni Rúnar oft með Geira í Broncóinum að ralla og fíflast. Stundum voru stökkin og hossurnar svo ægilegar að aftursætið lyftist til og verkfærin afturí klinguðust um. Svo oft þegar menn voru að gera eitthvað við og viðgerðum var lokið þá bar jafnan við að eftir urðu kannski nokkrar rær, boltar eða skífur. Jájá. Hann gengur enn. Samt er búið að kvikna í rafkerfinu eitt skipti en þegar það gerðist vildi svo heppilega til að Geiri og Brynjar bróðir, ásamt fleirum voru niðri við á á honum. Þá opnuðu þeir bara húddið og fylltu stígvélin hans Brynjars af vatni og skvettu því á eldinn.
Svona bílar eiga að fara á safn. Það er alveg klárt mál.

SKIPSFÉLAGI

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er hann Raggi, skipsfélagi minn af Sigurvoninni. Hann er bæði hress og skemtilegur, hlær, híar og hermir eftir. Hann er iðinn við að hrekkja skipsfélaga sína og það er ótrúlegt hvað maðurinn kann af bröndurum.
Maðurinn er snillingur. Hundurinn hans, sem heitir Spori er líka snillingur.
Já málið með Spora, hann er oft með okkur um borð. Fer flesta túra. Skemtilegt kvikinti að tarna og það er ógeðslega fyndið að sjá Ragga leika við Spora.
Það hefði ég nú haldið.

föstudagur, maí 06, 2005

KISINN MINN LIÐGRÍMUR

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er nú kötturinn hérna á bænum. Er nú vanalega kallaður brandur vegna þess að hann er bröndóttur. Æi mér finnst þótti það nú eitthvað frekar hversdagslegt. Ég hef oftast kallað hann það samt en þó hafa nöfnin Svíðir og Liðgrímur oft loðað við hann.
Það held ég.

fimmtudagur, maí 05, 2005

AÐ VERA SKYLDUR KLIKKHAUSUM

Mér varð það á að skoða á Íslendingabók, skyldleika minn við mann nokkurn sem ég vann eitt sinn með. Sá er jafnan þekktur fyrir hreysti, svera handleggi og STÓRT skap. Hefur hann jafnvel í nokkrum tilfellum lamið fólk í skapbræði. Hefur hann hlotið viðurnefnið "brjálaði".
Svo sé ég hér að við erum skyldir í 8unda og9unda lið sem er nú svosem engin ofalegur skyldleiki en svo er skrifað um forföður okkar Guðmund Erlendsson sem fæddist 1733:
Guðmundur var og stilltr að jafnaði. En er í hann fauk gat hann orðið æði hrottalegur í orðum. Svo gátu menn og skepnur orðið fyrir fjörtjóni ef þau urðu á vegi hans á meðan skapbræði hans gekk yfir, sem og húsbúnaður.
Þannig er það. Skapbræði er ættgengt.

miðvikudagur, maí 04, 2005

VEIKUR Í DAG

Image hosted by Photobucket.com

Ég var orðinn dálítið sloj þegar þessi mynd var tekin af mér í morgun. Er ég því núna rúmlyggjandi.

þriðjudagur, maí 03, 2005

BAD TASTE

Image hosted by Photobucket.com

Þið sem fílið splattermyndir. Takið frí í vinnuni/skólanum á morgun. Takið þessa mynd á leigu og horfið á hana. Þetta er eðal ræma. Það segi ég satt.

mánudagur, maí 02, 2005

TRANSYLVANIA OG STÖFFIÐ

Image hosted by Photobucket.com

Ég var að horfa á Transylvania 6-5000 sem er bráðskemtileg og sprenghlæileg ræma sem ég verslaði í henni Amríku. Sá þessa mynd síðast þegar ég var 12ára og ákvað því að kaupa mér hana. Ég er svo búinn að panta frá útlöndum hryllingsmynd sem heitir The Stuff. Sú mynd var sýnd á Rúvinu þegar ég var krakki en þá var mér bannað að horfa á hana, sem mér gramdist illilega. Það fór líka afskaplega í mig að aðrir krakkar sem sáu myndina voru alltaf að tala um hana, lengi eftir á. Þá ætla ég í barnaskap mínum að hefna mín á Múttu og Pabba fyrir að hafa ekki leift mér að horfa á þessa mynd á sínum tíma og sjá myndina.

Image hosted by Photobucket.com

sunnudagur, maí 01, 2005

SVEIMÉR

Ég held bara að lagið Strawberry fields forever, með Bítlunum sé bara aftur komið á topp10 listann minn. Eða ekkert aftur neitt. Lagið hefur eiginlega bara alltaf verið þar.
Þanig er það nú.