blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: 2007

mánudagur, desember 31, 2007

Nú er komið gamlárskvöld

Ég veit svei mér ekki hvað segja skal um líðandi ár. Vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta. Reyndar átti ég ágætis sumarfrí og í nokkur skifti fór ég norður í land sem var yndislegt. Auðvitað fannst mér líka yndislegt að fylgjast með syni mínum vaxa, dafna og taka framförum. Jólin á ár hafa líka verið fín.
En næsta ár, já. Fer kannski til útlanda um vorið. Stefnan er líka sú að fara nokkur skifti norður í land og svo ætla ég að klára það sem ég er að skrifa. Það klárast snemma á árinu. Eitthvað verður þvælst í ferðalög og sumarbústaði í sumar. Það verður mikið grillað. Haustið kemur svo vonandi með atvinnubreytingar mikið myrkur og kulda. Annars vona ég að ég vinni í lottóinu í ár. Væri það ekki bara fínt. Lottóvinningur á nýju ári. Nei ég asnast aldrei til að kaupa miða. Ég ætti kannski að asnast til að kaupa mér númer í HHÍ. Nei iss maður vinnur aldrei í því helvíti. Svo hættir maður með miðann og þá fyrst kemur vinningur. Ég þekki samt konu sem nýlega vann milljón. Hún átti það líka skilið. Búin að streða öll sín ár í barneignum, basli og sult. Ég er ekki svo ömurlegur að fyllast gremju og öfund þó að aðrir vinni eitthvað eða verður fyrir happi í lífinu. Jú ég var einu sinni þannig en fyrir tilstillan 12spora prógrammsins hef ég náð að hrista af mér svona tilfinningum. Ég þekki svo fjölmarga sem haga sér svona. Sérstaklega er einn sem stendur mér dálítið nálægt (ekki of samt). Alveg verður hann grænn af gremju og öfund ef einhver sem hann þekkir verður fyrir happi eða velgengni. Mér leiðist sossum ekkert að sjá þannig fólk. Skemmti mér bara við það ef eitthvað er. Maðurinn er hálviti. Jæja er ekki best að skunda út með flugeldana og byrja að freta ruslinu upp. Gleðilegt ár.

sunnudagur, desember 30, 2007

Prjónar frá kína

Andskotinn. Ég ætlaði nú að fara að skjóta upp eitthvað af flugeldunum sem ég keypti í dag en veðrið er bara svo ömurlegt að ég nenni því ekki. Iss ég skýt þessu bara upp á gamlárskvöld eins og hefð er fyrir. Annars er skemmtilegast að freta öllu upp þegar mestu lætin eru búin. Ekkert er nú brennivínið sem ég drekk þannig að það er hægt að dunda sér við þetta í rólegheitunum. Nóg á ég nú af þessu drasli sem gæti dugað fram á morgun. En núna ætla ég að prufa að éta núður með prjónum sem foreldrar mínir keyptu í kína. Aldrei notað slík áhöld. Ég vænti einskis af prikunum.

mánudagur, desember 24, 2007

Here I come to save the day

Þá er klukkan orðin 00:30 og jáhh, það er kominn aðfangadagur og kötturinn minn getur ekki séð jólatréð í friði.
Við erum búin að klára allt jólagjafastandið, þrífa og skreyta við skötuhjúin. Svo át ég líka Skötu með mömmu og pabba í kvöld og bjargaði reyndar húsinu þeirra frá stórbruna í leiðinni. Notaði 2l kókflösku með því að frussa gosinu yfir bálið sem var komið á stofuborðið (sjá aðferð í Deuce Bigalow). Sót og reykur um allt og aumingja mamma þurfti að endurjólahreinsa stofuna og pabbi þurfti að redda nýju stofuborði. Svo í þessum töluðu orðum var ég að stíflulosa klósettið hjá teingdó. Tók drjúgastund sem og mikið bölv og ragn en allt hafðist þó að lokum við að losa stífluna. Ég er alheims reddari.
Þá vil ég bara óska ykkur öllum lesendum, vinum, kunningjum og fjölskyldu, vinnufélögum og aðdáendum, góðra jóla og hamingu á komandi ári. Þið megið svo bara bjalla ef kviknar í húsinu ykkar, klósettið síflast, kötturinn situr fastur í trénu, bíllinn ykkar bilar eða bara við hvaða vandamál sem er. Ég kem um hæl fljúgandi í skikkju og bjarga öllu.

föstudagur, desember 21, 2007

Er hann orðinn bálkvass þarna úti

Núna er hánótt og ég hef ekki enn drullað mér í háttinn. Ég skrapp á Select áðan og ætlaði að kaupa mér pylsu sem og ég gerði. En þar var nú eitthvað ógeðslegt viðrini, pissfullt með tómt debetkortið að heimta að fá skrifað. Meira fíflið. Meira hvað hann var ógeðslega leiðinlegur þessi speni. Ég hefði nú bara hent honum ranghverfum út þessum gæja, hefði ég verið að vinna við afgreiðsluna þarna. Ég var nú reyndar pizzusendill hér í gamla daga og þurfti að fara með pizzu sem gleimst hafði að baka og var því orðin alltof alltof sein og lenti það ss á mér að fara með hana. Viðtakandi pizzunar, einhver geðstirður manndjöfull jós þarna yfir mig skömmum á meðan hann hrifsaði af mér pizzuna og kókið. Þá bauð ég honum rausnarlega pizzuinneign. Nei nei hann sagðist bara ætla að hætta að versla við þetta HELVÍTIS fyrirtæki. Mér rann þá illa í skap og bað hann blessaðan að vera ekkert að panta hjá okkur framar. Þá myndi ég sleppa við að horfa framan í hann oftar. Svo rauk ég bara í burtu.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Haki, melspíra, kúluhnífur og uppstokkari

Þá fara senn jólin að koma. Ég er kominn í jólafrí. Allt er frábært.

föstudagur, desember 14, 2007

Tennis

Meira helvítið að vera með tennisolnboga. Það er varla að maður geti keyrt bíl eða gert eitthvað lítilræði mann verkjar alltaf. Þetta helvíti er leikfang satans. En hvað sem því líður þá erum við félagarnir hérna á skipinu búnir að skreyta dallinn þveran og endilangan með seríum, músastigum og englahári. Það verður líka að vera jólastemming á sjónum.

laugardagur, desember 08, 2007

Alveg er ég nú alltaf sofandi. Ákvað að gera mér ferð austur úr Breiðholti í gær og versla mér súrann sláturkepp í búð sem heitir Rangá og held ég í vogahverfinu. Nú ég er eitthvað agalega hugsi þarna undir stýri og í hugsanaleysinu tók ég beygjuna undan vesturlandsbrúnni og upp á miklubraut í áttina að miðbænum. Uppötvaði þessa villu þegar ég var að verða kominn að Grensásvegi og snéri við rétta leið. Nú ég keypti svo keppinn, súra blóðmör og keyrði með hann í áttina í Breiðholt þegar ég kem að rauðu ljósi og ætla að stoppa en steig óvart á benzínið og var nærri því búinn að klessa á næsta bíl fyrir framan.
Jæja en í dag fer ég svo út á sjó og kem ekki aftur fyrr en á 22. dag þessa mánaðar. Hei, um daginn kom strákur um borð til okkar. Hann var svo lélegur að vinna að hann var verri en gagnslaus. Annað skiptið sem ég hitti slíkan mann.

mánudagur, desember 03, 2007

наименований приборов

Ég fór erinda minna í bankann í dag og þáði kleinur og kaffi sem ávalt eru þar í boði hárra vaxta og okurs um hver mánaðarmót. Það var djöflaþefur í bankaútibúinu. Púki í hverju horni. Púkarnir sem gert hafa þjóðina kaupóða með gylliboðum og yfirdráttum. Mér þótti þetta nokkuð góður puntur sem ég las á blogginu hjá Davíð Þór. „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær.“ Alveg típískt fyrir íslendinga. En ég man allavega alltaf orðin sem Glúmur frændi kenndi mér forðum. "Aldrei að kaupa neitt, nema að maður eigi fyrir því" En svo hefur það verið annað að fara eftir því.
Jæja ég er að hugsa um að leggja mig í smá stund.

sunnudagur, desember 02, 2007

Mitt litla hjarta

Jæja, þá er ég kominn í frí. Já ég vil reyndar byrja á að þakka fyrir afmælis kveðjurnar. En ég er ofdekrað krakkarassgat. Þannig er að West Ham kannan mín góða brjóttist í miklum veltingi úti á sjó um daginn og hún Íris mín vorkenndi mér svo mikið að hún stikaði upp í búð og keypti nýja West Ham könnu og gaf mér hana í afmælisgjöf. Þá kom tengdamamma færandi hendi og gaf mér West Ham tösku og svo var mér færður mjúkur pakki frá mági mínum og svilkonu en þar leyndist West Ham sængurver. Sem sagt, mér líður eins og ég sé ofdekrað krakkarassgat.
Þegar ég stóð í gær úti á dekki svissaði ég útvarpinu mínu af Ipodinum yfir á rás2. Þar voru spiluð jólalög. Það gladdi mitt litla hjarta.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Sussum

Jæja ! Þá er enn einn sjótúrinn runninn sitt skeið og verð ég að segja það að það fór allt úrskeðis sem úr böndunum gat farið. Bæði var veðrið alveg znælduvitlaust og svo var ég veikur oní allt saman. Þar sem veðrið var kolvitlaust allan tímann þá svaf maður nú eitthvað minna. Síðan bilaði beitingarvélin og á köflum fiskaðist ekki rassgat. Alveg æðislegat að hamast þetta í blíðviðrinu fárveikur og ósofinn.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Pez

Að vera veikur er fremur ömurlegt. En að vera veikur úti á sjó er enn verra og þá þýðir ekkert að vera aumíngi og lyggja í koju. Nei nei, þrátt fyrir höfðuverk og beinverki verður maður að láta sig hafa það og djöflast áfram á hörkunni. Ojbarasta. Var að vona að ég yrði veikur í næsta fríi. Maður verður bara að vera duglegur að laumast í lyfjakistuna um borð og bryðja smartís og pez til að sá á pestina.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Enn meiri draugagangur

Jæja ! Núna er ég búinn að lesa nokkrar draugasögur svona fyrir svefninn. Ein sagan segir af hermanni sem var á ferðinni milli staða í Lýbíu rétt eftir lok fyrri heimstyrjaldar, þegar mikill stormur fer í gang. Kallinn stoppaði bílinn og fékk sér bjór( sjálfsagt ekkert ólöglegt að skvetta sig fullan undir stýri í Lýbíu) En þá sér hann mann í ómerktum herklæðnaði skálma eftir veginum en kallar í hann að koma inn sem og hann gerði. Þeir sátu lengi lengi og sötruðu bjórinn og spjölluðu þangað til að veðrið gékk niður og þeir kvöddust með handarbandi. "Hönd hermannsins var bæði köld og stíf". Svo var hermaðurinn aftur á ferðinni þarna um nokkrum dögum seinna á módorhjóli en staldraði við þar sem verið var að draga burt hræ af þýskum skriðdreka sem hafði orðið fyrir sprengjuárás í stríðinu, rétt hjá þeim stað þar sem hann hafði sopið bórinn með göngumanninum. Hann gaf sig á tal við kallana sem voru að bjástra við þetta og sagði einn þeirra að þeir hefðu geymt lík eins hermannana undir segldúk við skriðdrekann. Maðurin rak upp öskur þegar hann sá að maðurinn undir segldúknum var sá hin sami og hann drakk bjórinn með nokkrum kvöldum áður.

Svo þegar maður skoðar smáauglýsingar í FBL er ekki hjá því komist að sjá atvinnuauglýsingarnar. Þetta eru einna helst leikskólar, verslanir eða veitinvastaðir sem eru ALLTAF að auglýsa eftir fólki. Ég segi: Borgarfulltrúar, verslunar og veitingahúsaeigendur. Til að sporna við frekari mannekklu Í ykkar stafshúsum. BORGIÐI ÞÁ STARFSMÖNNUM YKKAR HÆRRI LAUN FÁVITAR !

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Múhahahahaha

Mig langaði að lesa eitthvað og stikaði því niður í bæ og kíkti í fornbókasöluna við klapparstíg. Fann ég þar bók sem heitir: Draugar, svipir og dularfull fyrirbrigði. Hefur hún að geyma frásagnir af draugagangi og allskonar djöfulgangi af ýmsu tagi. Held ég að sá sem ekki trúir á drauga myndi nú bara láta skruddu af þessu tagi enda í arninum að lestri loknum. En ég trúi statt og stöðugt á drauga og hef semmt mér konunglega við það að lesa bókina.
Saga ein segir af Murray nokkrum, breskum sérfræðingi í egypskum fræðum sem keypti múmíuhylki æðstu prinsessu í musteri Amon-Ra sem talið er hafa verið uppi í Þebu nálægt 1600 f. kr. En hann skeytti engu að því að sá yrði bölvaður sem raskaði dánarkvíld múmíunnar. Murray gerði því ráðstafanir til að flytja múmínuna til London. Síðan fór að bera á óhöppum hjá honum. Hann missti annan handlegginn í slysi sem varð þegar hann var í veiðiferð í Nílardal. Á leiðini til London létust tveir vinir Murray af ókunnum orsökum. Tveir egypskir þjónar sem sýslað höfðu við hylkið létust einnig áður en ár var liðið. Þegar til London var komið stóð Murray og virti fyrir sér múmíuhylkið þegar líf færðist yfir andlir prinsessunnar sem mótað hafði verið á hylkið og augnatillitið það ógeðslegt að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Murray afréð að losa sig við hylkið en vinkona hans fékk talið hann á að gefa sér gripinn. Varð hann við því. Litlu seinnla lést móðir konunnar og kallinn hennar fór frá henni og sjálf veiktist hún að visnunarsýki. Hún losaði sig við gripinn til British Museum en upp frá því fór allt í bál og brand á þeim bænum. Tveir menn drápust sem mikið voru að sýsla eitthvað í sambandi við múmíuhylkið annar á safninu en hinn í rúminu heima hjá sér. British Museum afréð því að gefa safni einu í New York hylkið að gjöf. Þótti það því alveg tilvalið að ferja það með hinu nýja skemmtiferðaskipi Titanic sem átti að fara í jófrúarferðina á næstu dögum. Allir vita hvernig sú ferð endaði og lyggur því múmían í votri gröf. Það er því spurning hvort að skipsskaðinn hafi eitthvað með bölvun múmíunar að gera. Hver veit.
Mig langar að kaupa mér kúrekahatt.

föstudagur, nóvember 02, 2007

Nýjir áhafnarmeðlimir

Vanalega er áhöfn á svona venjulegu línuskipi 14 manns en núna hefur þessu verið breytt í 16. Þannig er mál með 75 % vöxtum að þessir nýju meðlimir eru kvennkyns frá Tævan og Kína, eru úr latexi þarf að blása þær upp. Yngsti og graðasti gaurinn um borð verslaði þær til að þurfa nú ekki að deyja úr greddu allan túrinn. Ég bar þær augum eitt skifti. Á þessu er munngat og svo gat á venjulega staðnum og svo eitt kakómegin. Heyrst hefur að aðrir áhafnermeðlimir hafi verið að stelast í þær en það veit ég ekkert um. Já, nei ég hef látið þær í friði. Ég er maður í sambúð og er enginn helvítis framhjáhaldari.

fimmtudagur, október 25, 2007

Seljum eða gefum allt

Jæja, Þá hef ég tekið nýja prentarann úr kassanum tengt hann og gert allt sem til þarf. Setti upp forritin sem fylgdu honum. Nei nei hann virkar ekki. Bara hreinasti kleppur að fá svona hluti sem tengjast tölvum til að virka. Jú nema hvað að prentarinn skakar draslinu inní sér til og frá, stöku sinnum. Nóg um það. Ég er búinn að gefast upp í bili.
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
Fór í gær og náði mér í eintak af plötunni Seljum Allt sem hljómsveitin Ríkið gaf út á sínum tíma og vegna skattamála þurftu þeir að losa sig við upplagið eða það sem ekki náðist að selja af diskunum. Í stuttu máli sagt þá þurftu þeir að borga skatt af því sem þeir seldu aldrei þannig að þeir gáfu bara allt draslið og losnuðu þannig við að borga skattinn. Ég hafði nú heyrt eitthvað af þessari plötu og litist vel á og þó að langt sé um liðið síðan þeir voru að losa sig við plöturnar undir yfirskriftinni Gefum Allt þá ákvað ég að reyna að hafa uppi á eihverjum sem stjórnar þarna í þessu og krækja í eintak. Ég er svo búinn að skemmta mér ágætlega við að husta á þetta og þakka Val Snæ kærlega fyrir diskinn. Hann er höfðingi.

miðvikudagur, október 24, 2007

Hlustið

Mýrin var keypt inn á heimilið á dögunum. Horfði á hana í gær. Sá hana í bíó við mikla hrifningu sjálfs míns. Held að þetta sé eina velheppnaða kvikmyndin sem gerð er eftir bók. Jæja en ég er búinn að vera eitthvað að hræra eitthvað í netinu hérna og á youtube og fylltist lotningu vegar ég spilaði Þjóðsöng USSR.

Heyra Þjóðsönginn

Hér er svo gamli Þýski sá sem nú hefur verið bannaður.

Hef nú alla tíð verið hrifnari af kapítalistmanum í vestri heldur en Kommaskröttunum í austri. Veit svei mér ekki hvað sumir hópar eru að halda í þessa pólitísku hugsjón. Hún er eflaust góð og gild en hún gengur bara ekki upp. Svo er Usa einfaldlega bara betra heldur en eitthvað annað. Er eignlega á því að bæta Íslandi inn í Ameríku og verða fylki í Bandaríkjunum. Það væri svona það skársta sem hægt væri að gera fyrir þetta blessaða grjótsker okkar.

mánudagur, október 22, 2007

Grjótvitlaust lið

Það eru nú meiri helvítis lætin allaf í þessari borgarpólitík þegar ég er úti á sjó. Einn skeit upp á bak á meðan annar græddi borgarstjórastólinn en það var vegna þess að einhver hafði slitið borgarstjórnarsamstarfinu. Já það þýðir ekkert að slíta svona samstarfi og fara síðan bara að grenja. Makalaust þetta.
Ég er nú eins og annað fólk, ýmist elskaður eða hataður. Svo elska ég og hata menn á víxl líka. Samt reyni ég að láta mér lynda við sem flesta. Gef öllum séns til að eiga upp á pallborðið hjá mér. En sumt fólk er bara svo andstyggilega hund helvíti leiðinlegt og grjótvitlaust að það tekur ekki nokkru andskotans tali. Einn maður sem ég vann lengi með hatar mig svo mikið að hann hatar uppeldisstað minn, Lauga í Reykjadal. Samt hefur hann aldrei komið þangað.
Maðurinn er hálviti.

mánudagur, október 15, 2007

E-E-E Ekki dreba mig

Nei nei ég er ekki alveg dauður. Ég bara vinn og vinn og skrifa og skrifa. Fer samt í frí bráðum en þá skrifa ég bara meira. En hei, það sér fyrir endann á sögunni. Sé svo til hvernig fer. Ég forðast allar yfirlýsingar. Mér finnst bara gaman að skrifa. Fá hugdettur um atburðarásir, atvik, umhverfi eða samtöl og rita það svo niður.
Mér þykir gaman að sjá vel gerðar stuttmyndir. Þessi hérna er framleidd og leikin af nokkrum Kópavogsbúum.

þriðjudagur, október 02, 2007

Fáðu þér standara

Ég mundi í gær tvo gamla brandara sem hljóða svo:

Einu sinni voru íslendingur, rússi, kínverji og frakki á kaffihúsi og þá fór íslendingnum
að leiðast að hanga þarna svo að hann sprengdi kínverjann klæddi sig í frakkann og
keyrði á rússanum heim.

Og hinn brandarinn:

Einu sinni hittust tvö lík úti í kirkjugarði .
- Erum við Lík, spurði annað líkið.
- Jább, öll lík eru lík, svaraði hitt líkið.

Það er ekki að spurja að gamanseminni í manni. Æi ég nenni ekki að vera eitthvað málefnalegur hérna. Maður flettir blöðunum hérna og horfir á fréttir og eitthvað. Ég hef enga skoðun á þessu. Mér er skítsama. Já já reisiði bara álver og virkjanir helvítin ykkar. Fjármagnið það með eiturlyfja sölu og auglýsið eiturlyfin með biblíuauglýsingum. Fínt ef öryrkjar og ellilífeyrisþegar borguðu eitthvað í þessu. Látiði líka barnaníðing fá uppreysn æru af því að hann er dómari og vill halda áfram að dæma í sakamálum okkar landsmanna. Dómskefið er hvort sem er fucked up. Hafið þetta eins vangefið og þið getið helvítis fíflin ykkar.

And finaly:

Hvað er líkt með skák og kynlífi ?
Það er allt búið þegar kóngurinn er dauður.
(Það er líka hægt að setja kónginn í rassgatið)

sunnudagur, september 30, 2007

Akureyri og prentarinn

Núna er komið fram á rauða nótt. Harrisson Ford er í sjónvarpinu. Alveg er ég skítþreyttur. Sjitt. Ég fer alltaf að hugsa voða mikið þegar ég er sifjaður. Ég sakna Akureyrar dálítið. Þegar ég var á þvælingi norðanlands um daginn kom ég inn í húsið sem ég bjó í á Akureyri. Það var voða skrítið að koma svona inn í hús sem maður einhvernveginn millilenti í stutt tímabil á lífsleiðinni. Það var stutttur tími en svo rosalega eftirminnilegur. Svo var maður meira og minna stjarfur af ölvun allan tímann. Ég var jú atvinnu laus. Þá var stundum ekkert þarfara að gera en að hella sig á rassgatið. En Akureyri er sérstakur staður. Alltaf voða gaman að koma í þennan miðbæ þó að það sé alltaf sama liðið þar. Unglingarnir á Nætursölunni, Möri að tína dósir og Hans með skúffukjaftinn niður á sköflunga. Svo má ekki gleima Kalla prent. Hann setur sinn svip á bæinn. Maður lenti stundum í honum. Þurfa að standa og hlusta á hann röfla. Þó talaði ég einu sinni við hann þegar hann var ófullur. Þetta virðist vera ágætis kall. En það fer ekkert sérlega vel í hann að drekka vín
Lítið á Kalla.

föstudagur, september 28, 2007

Alltaf sami grjótkastarinn

Fór með bílinn á verkstæði áðan til framrúðuskipta. Fékk á mig grjótkast þegar ég var á ferðinni fyrir norðan í fyrradag. Helvítis rassgat. Er þetta annar grjótkastarinn sem ég mæti á stuttum tíma. Sá fyrri maskaði fyrir mér öðru framljósinu. Ásgrímur á Hafralæk kom með þá kenningu að þetta hefði ekki verið steinn heldur að einhver hafi heldur verið að reyna að skjóta mig. Maður veit aldrei hvað fólki dettur í hug að gera. Annars datt mér í hug að selja bílinn og fá mér eitthvað annað nýrra. Sjáum til.
Ég verð að nota aðra gerð af klósettpappír. Mig svíður agalega í rassgatið eftir þetta grófa drasl sem ég keypti í gær.

þriðjudagur, september 25, 2007

Prumpa nei Kúga

Þá búið að setja vetrardekkin undir bílinn. Var búinn að sitja lengi í stofunni með verkkvíða. Maður svona var að taka til í bílnum og vesenast. Svo tók ég veiðidótið úr skottinu og setti í inn í geymslu. Dem it, það eru 9 mánuðir þangað til að ég fer að veiða næst. Maður stundaði þetta meira og minna í allt sumar. Ofsalega gaman. Verður maður ekki að fara í Lax næstasumar. Blæða einum 50þúsund kalli í meðalgóða laxveiðiá. Djöfull var ég nærri því farinn að stelast í eina á í sumar. Það var sérlega freistandi þar sem ég stóð nálægt einhverjum árpolli og horfði á Laxana stökkva og andskotast. Mig klæjaði í puttana.
Ég er farinn norður.

mánudagur, september 24, 2007

ÞakBankar

Ég hef nú stundum gónað á Yay Leno. Hef fundist þetta grín í honum oft misgáfulegt og sumt alveg hreint grjótvitlaust. En nú á að hætta að sýna hann í íslensku skjónvarpi. Mér er nokk sama. Það fer samt fyrir brjóstið á einhverjum því að nú, líkt og með Randversmálið, er farið að safna undirskriftum til að mótmæla því að S1 ætla að hætta að senda út þættina. Alþýðan talar sínu máli. Ef ekki í þjóðaratkvæðargreiðslu. Nú á netinu þá. Fá kannski Þjóðarsálina á sinn stað á Rás2 aftur. Þá geta menn mótmælt þar í bland við kjökrandi kerlingar af báðum kynjum að kvarta undan hundi nágrannans. En hér er allavega þessi undirskriftarsöfnun fyrir þá sem vilja.

Ég er að spá í að fara í leikhús bráðlega. Sé til hvað ég nenni að sjá. Annaðhvort Ást í Borgarleikhúsinu eða Abbababbið hans Dr Gunna. Bæði kannski. Hver veit. Fór síðast í leikhús þegar ungmennafélagið Efling kom að norðan og var með sýningu í Þjóðleikhúsinu. Maður ætti að gera miklu meira af þessu. Skammbara.

Ég var svo að lesa Bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu. Mér þykir hann nú oft hitta naglann afar rétt á höfuðið í þessari þjóðfélagsumræðu. Hann er líka hnittinn og sniðugur kallinn. Það má einnig segja um fleiri af þessu Bakþankagengi. Sem er þó oft mis gáfulegt lið.
Spurning hvort að maður ætti að fara í það að taka þátt í þeirri vitleysu.

föstudagur, september 21, 2007

Magnað helvíti

Jæja, dópið sem ætlað var börnunum okkar náðist. Gott mál segi ég. Þá ekki að láta börn hafa eitur. Ekki öðru fólki heldur. Það magnaða við þetta er að við mættum skútunni úti á sjó. Klesstum næstum því á þessa skútukarla. Ef maður hefði vitað hvað og hverskyns gengi væri þarna um borð. Jahh ætli maður hefði ekki boðist til að leysa skipstjórann af í kaffi og siglt svo helvítin niður á meðan. Nóg um það.

Núna var ég að fá í hendur eintak af bókinni Byggðir og bú suður-Þingeyinga 1960. Var búinn að bíða lengi eftir henni reiknaði ekki með því að hún kæmi á fornbókasöluna. Hafði ég verið á höttunum eftir eintaki nokkurn tíma en svo var heppnin með mér eitt skifti á ævinni. En samt, helvítis fornbókasalinn þurfti auðvitað að vera með okur. (Helvítiðitt þarna fornbókasali). ég prúttaði samt á móti. Ég er líka ánægður með að eiga eintak af þessu. Ég á að sjálfsögðu 1985 bókina og svo er bara að fjárfesta bráðum í 2005 útgáfunni og þá er serían komin.

laugardagur, september 15, 2007

Nei-U bíðið við....

Úti á sjó Ipodinn er alveg brínasta nauðsyn, úti á dekki. Sérstaklega þegar ekkert er í útvarpinu nema rás 2 og gufan. Djöfull getur maður orðið þreittur á þessum sömu þáttum ALLTAF. Óli Palli og Guðni Már og síðdegisútvarpið og ekki nenni ég að hlusta á samfélagið í nærmynd eða miðdegistónleika á gufuni. Stundum er þetta orðið þannig að Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni verður hreinasti munaður, svei mér þá.
En ég hef hreinlega ekki verið í gírnum undanfarið misseri. Búinn að vera í þunglindi og verkkvíða úti á sjó. Mikil tilvistarkreppa þar. Enda tilveran oft hálf snauð úti á ballar hafi. Maður reynir þó að notast við gerfihnattarsjónvarpið og hræra í tölvuni. Fer bráðum að klára söguna sem ég er búinn að skrifa í áföngum síðustu tvö árin. Hef tekið svona rispur í þessu.
Ég ætla svo að fara að koma með viðbjóð mánaðarins aftur. Það var liður sem átti að vera í hverjum mánuði en það datt eitthvað uppfyrir. Er kominn með nokkur atriði til að setja inn.
Núna ætla ég að reyna að tjatta eitthvað við Pálma skipsfélaga minn. Vita hvernig hann hefur það kallinn. Pálmi er ágætur. Á það til að stökkva upp á nef sér og vera með hreyting þegar leikar standa sem hæst. Eru það ekki ekta sjómenn. Hann yrkir líka skemtilegar vísur. Allavega hef ég lært það að í flestum skipum er setninginn "haltu kjafti" með þeim fjölnotuðustu. Á eftir koma svo orðin skíthaus, djöfullinn, helvítis og fleira í þeim dúr. Það sem skiftir mestu máli er að mannskapurinn sé góður þá fiska menn meira.
Ég er ekki frá því að tilveran hafi skánað töluvert við að blogga smá.

Fyrir alla muni. Heimtum Randver Þorláksson aftur í Spaugstofuna <------- undiskriftarlisti

sunnudagur, september 02, 2007

Jarí

Sumt í þessum blöðum okkar er svo tilgangslaust til aflesturs. Í fréttablaðinu í dag segir að bandarískur þingmaður segi af sér eftir kynlífshneyksli. Mér er sama um það og fólk sem lætur sig varða eitthvað um það hvort einhver þingmaður í Bandaríkjunum sé að ríða framhjá konunni sinni á að skammast sín. Það væri kannski annað mál ef þetta væri Íslenskur þingmaður. Og þó, nei mér væri líka skítsama. Þetta er bara rugl. Það er bara einka eða fjölskyldumál hvers og eins sem ríður framhjá. Hvort sem hann er Þingmaður, stýrimaður, leigubílsstjóri eða á atvinnuleysisbótum. Jæja þetta er rugl. Dagblöð geta verið ágæt. Sumt getur orðið æði þreytt. Ég sá forsíðuna á DV í gær og þar var Gummi í Byrginu með hattinn. Á forsíðunni stóð "Ég er saklaus". Þú veist, ég nenni ekki að lesa þetta. Guð hvað þetta er þreytt. Agalega leiðinleg blaðamennska hjá þeim á þessu blaði.
En Jæja, ég var að kaupa mér sviðakjamma á BSÍ áðan og núna ætla ég að éta hann.

föstudagur, ágúst 31, 2007

PJUHHH....

Síðustu tvær vikur fyrir tilviljun hef ég verið staddur fyrir framan sjónvarpið með stillt á rúv akkúrat á þeim tíma sem þættirnir The Street, eru sýndir. Þó að þetta séu venjuleg bresk vitleysa markaðsett fyrir kerlingar og aðra plebba þá er gott skemmtanagildi í þessum þáttum. Ég er ekki vanur að horfa á breska þætti í sjónvarpinu. Mér var líka að detta í hug hvort að fólkið í landinu hefði ekki gott af því að vera án sjónvarps á fimmtudögum eins og í gamladaga. Ég vil taka þetta upp á ný. Hafa internet og gsm með í dæminu. Fólk hefði svo gaman af því að fara í heimsókn eða spila á spil. Jafnvel að hlusta á útvarpsleikrit. Man vel eftir þessu þegar ég var lítill.
Namm ég var að éta síld og rúgbrauð. Djöfull rek ég við af því. Það er þó að mestu liktarlaust. Hei einu sinni rak ég svo ógeðslega fúlt við í herberginu hans Símonar að hann hélt að kötturinn sinn hefði verið að reka við.
Pælið í því.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Dæmalaust þetta

Það nennir enginn að taka þátt í þessari helvítis getraun. Ykkur er nær. Þá fær enginn bíóferð fyrir tvo í verðlaun. Ég fer bara sjálfur í bíó. En svarið við þessu er auðvitað Rosemary og Fred West. Þau urðu fræg þegar upp komst um þau athæfi hjá þeim að drepa fólk og grafa það í garðinum hjá sér eða steipa fólkiið niður í kjallara hússins. Það gott þegar hjón hafa góða samheldni og hafa sameiginleg áhugamál. Einnig seldi konan blíðu sína og oftar en ekki var maðurinn milliliður í þeim viðskiftum. Svo tók hann allt upp á myndband að sjálfsögðu en það er nú enn ein áráttan hjá fólki. Alveg merkilegt helvíti. Framkvæma sjúklegar kynlífs athafnir og taka þær upp á myndband. Rugl.
En jæja, það er samt búið að vera líf í bænum síðustu daga. Hér hjóla menn í djöfulmóð um götur bæjarins berir og sjálfsfróandi fyrir framan ungar stúlkur. Sjálfsagt einhver að æfa sirkusatriði. Djöfuls gredda í sumu fólki.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Sú rauðhærða og getraun

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Sem mikill aðdáandi rauðhærðu afturgöngunar tók ég mig til og horfði á myndina. Fékk pantaðan tíma til þess arna hjá Rúv og plataði Írisi til að horfa á hana með mér(ég þorði ekki einn). Ég reyndi nú að teyma Símon á augnlokunum til að fara með en hann þorði bara alls ekki að fara og þar við sat. En ég fór þarna í Rúvhúsið og sá allskonar lið eins og Boga fréttaþul, Óla Palla, Jónas Jónasson og aðra svipaða jólasveina.
En afturgangan, já. Mikið djöfull fannst mér hún alltaf jafn ógeðsleg. Helvítis óhræsið. Það var mesta ólán að ég skyldi sjá myndina þegar ég var krakkaskítur. Maður var alltaf að drulla í buxurnar af hræðslu og ekki bætti úr skák að sumir voru alltaf að hræða mann á þessu. Merkilegt hvað það tókst nú alltaf vel til. En hér að neðan er svo gáta. Sé til hvort það verða verðlaun.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Hvaða hjónakorn eru þetta ?

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Hvorki Bubbi né pólskar pylsur

Ég prufaði að gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Ég henti þeim á grillið og át. Nei, ekki kaupa þetta. Það er alveg sama hvað þú gerir við þetta þetta er alltaf jafn vont. Svo og ropbragðið á næstu klukkutímana á eftir.

Hvað haldiði nú ? Ég ætlaði að sækja eitthvað af lögum með Bubba Morthens á netinu og skoðaði gaumgæfilega lögin sem í boði voru. Nei nei ég er bara kominn með ógeð á þessu öllu. Ég einhvern veginn tók út mitt Bubbatímabil spilaði allt með honum sem tönn á festi og er bara kominn með ógeð á því öllu eins og það leggur sig vegna þess að ég nauðgaði því. Það vill brenna við hjá manni. Einu sinni var ég alltaf að hlusta á Bítlana og Lennon. Kominn með ógeð núna. Æi þetta verður svona þegar búið er að spila sama stuffið hundraðmilljóntrylljónsinnum.

Hvað er þetta með sumt fólk. Ef A vill ekki hafa B í garðinum sínum þá segir A "farðu heim til þín" Ef ég vil ekki hafa einhvern í garðinum mínum, fjósi eða refahúsi þá hefði ég hefði nú frekar sagt "Farðu eitthvað annað". Ég vil ekki ráðskast með fólk utan við mín hús, lóð eða landareign. Ef ég vil ekki hafa einhvern nálægt mér og ég bið hann að fara þá skiftir það mig ekki neinu máli hvert hann fer. Hann má fara heim, í sjoppuna eða upp í heiði fyrir mér. Betra væri nú samt ef viðkomandi færi í rassgat því að ef ég bið einhvern að fara af mínu umráðasvæði eða bara bið viðkomandi um að vera ekki nærri mér þá er það líklega af því að mér leiðist viðkomandi.
En ég er ekkert að skipa honum að fara heim til sín. Það er svo vitlaust.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Fóstbræður Rabbabari og TaB

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Ég hef nú hér í dag og í gær verið að dunda mér við að horfa á Fóstbræður á youtube og á spólum sem ég hef haft undir höndum. Flest er nú helvíti gott í þessu en annað er nú alveg út úr öllum kortum og sumt skilur maður bara ekki. Jæja, en það er samt hægt að hlæja af því vegna þess að það er svo vitlaust. En gallinn við fóstbræður finnast mér vera þessir útúrteygðu og langdregnu sketsar eins og kynþáttafordómar, heimsókn til Kidda safnara eða Þegar dekkið springur á bílnum hjá Þorsteini Guðmunds og hann leitar hælis á sveitabæ þar sem allt heimilisfólkið er geðveikt. Það er gott hugmyndarflug í þessum sketsum og þeir eru vandaðir en sketsar eiga bara að vera stuttir. Jæja ég skal ekki segja. Misjafn er smekkur manna.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Grillaða hamborgara hef ég verið að leggja mér til munns þessa dagana. Ætla að grilla mikið um helgina líka. Hamborgara og pylsur. Ég hugsa að ég muni gefa hinum ógeðslegu pólsku pylsum annan séns. Máski að þær séu betri grillaðar. Verst þykir mér að TaB sé ekki fáanlegt lengur. TaB var skársti sykurlausi kóladrykkurinn. Jæja en fólk er fífl og vill ekki sjá það sem gott er. Drekkiði meira kók og pepsí með sykri. Þetta eru afurðir úr helvíti.
En nú ætla ég að fara út í garð og ná mér í Rabbabara sem ég dýfi svo í sykur áður en ég ét hann. Ég var líka að spá í að fá mér vindil núna.
Lifi TaBið.

föstudagur, júlí 27, 2007

Lesalesa

Lítið búinn að gera í dag. Búinn að vakna, sofna, vakna ekki og sofna svo meira og vakna. Ætla að éta eitthvað núna. Grilla hamborgara. Fuss vil ekki sjá gasgrill. Kolagrill gefa miklu betra bragð af ketinu sem verið er að grilla. Djöfuls gasgrillvæðing þetta er.
Svo hef ég veriðað lesa bók sem skrifuð er um Sævar Ciesielski. Hún ber heitið "Stattu þig drengur" og er skrifuð á þeim tíma sem Sævar sat inni fyrir Geirfinns og Guðmundarmál. Þar segir Sævar frá lífshlaupi sínu, æskuárunum, dvöl sinni á Breiðuvík og rannsókninni á þeim málum sem hann sat inni fyrir. En eins og allir vita þá var sú rannsókn algjör steipa og ekki fótur fyrir neinu sem átti að hafa átt sér stað í þessum málum. En ég nenni ekki að fara út í þá sálma hér. Ég tel a.m.k. að það hafi eitthvað mikið verið að hjá þeim sem sáu um þessar rannsóknir.
En svo eru þarna viðtöl við fólk sem þekkir Sævar og eitthvað fleira fólk sem tengist honum á einn eða annan hátt.
Svo er ég búinn að bæta vil hlekk á síðunni en það er línkur á hinn þjóðkunna Arthur.
Mig langar í sígarettu.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Orgvél

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, þá á ég orgel. Þetta er gamla orgelið þeirra afa og ömmu. Amma spilaði dulítið á það og afi líka. Afi spilaði einnig á sög. Þau gömlu voru mjög músíkölsk og voru mikið fyrir að hlusta á og spila músík. Afi var lengi í kirkjukór Kópavogs og svo var hann helvíti góður með sögina og fiðlubogann. Skemmtilegt vofuhljóð sem kemur þegar verið er að spila á sög. En orgelið já. Ég hef nú löngum haft gaman af því að spila á orgelið og því gáfu foreldrar mínir mér það. Hér getiði svo hlustað á þýskann hermanna marz sem ég spilaði í gær. Nasistar nefndu lagið Horst Wessel. Njótið !

mánudagur, júlí 23, 2007

Jarðaför

Mig dreymir oft að ég sé á jarðaför. Veit ekki hvern er alltaf verið að jarða eða hvar athöfnin fer fram. Þarna er alltaf mikið af fólki sem ég þekki. Ættingjar, vinir, vinnu og skipsfélagar mínir og líka mikið fólk sem ég þekki ekki. Stundum bara eitthvað lið sem ég hef oft séð niðrí bæ eða bara einhverstaðar. En yfirleitt er ég mjög miður mín eða hágrátandi þarna.
Veit ekki hvað það táknar en þetta situr mjög í mér.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Búið að skemmidda

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Alveg er það árátta hjá sumu fólki að þurfa alltaf að kveikja í strætóskýlum. Þetta brann fyrr í dag. Náði bara því miður ekki að festa sjálfan brunann á filmu. Þau eru þó nokkur hér í efrabreiðholti sem eru að fara alltaf á þennan hátt.
Minnir mig alltaf á símaklefan í göngugötunni á Akureyri sem þarf verulega að dytta að þegar gamlárskvöldið er búið. Ævinlega búið að sprengja hann alltaf í tætlur á nýársmorgun. Hef orðið vitni að því nokkrum sinnum þegar stórar bombur fá að njóta sín þar inni.
suðsuðvestan fjórir

Ég fór á málefnin.com og skrifaði þetta.
Svvvvvoooonahhhhh.......

föstudagur, júlí 20, 2007

Þetta er nú þannig

Það er tvennt sem mér hefur auðnast að verða aldrei húkt á. Það er Harry Potter og Lord Of The Rings. Prufaði að lesa og horfa á hvoru tveggja og gafst fljótlega upp. Ég er bara heppinn þar. Æi þetta er svo voðalega vitlaust eitthvað. Ég hefði kannske fílað þetta þegar ég var 10ára.
Á sínum tíma lásu allir sögurnar um Ísfólkið. Mamma á allar bækurnar og ég var að hugsa um að gefa þeim bókmenntum sama séns og Harry Potter og Lotr. Sjáum hvað setur.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Sperðill

Hei ég keypti mér Taken þættina á dögunum. Horfði á megnið af þeim úti á sjó um daginn. Hafði bara helvíti gaman af því að sjá þessa þætti aftur. Var að spá í að kaupa mér fyrstu seríuna af Lost. Ég hef ekkert fylgst með þeim þáttum. Langar rosalega að sjá þessa þætti.
En spurning hvað maður gerir núna þegar búið er að snarminnka Þorskkvótann. Hætta þessu bara og vinna í Kexverksmiðjuni Frón eins og í gamladaga. Fara norður í Laugafisk að glenna ýsuhausa kannski. Þeir ætla jú að bæta samgöngurnar, kallarnir á Austurvelli. Hvernig væri þá að byrja á að malbika leiðina framhjá Blönduósi. Blönduós er bara hraðahindrun og ekkert annað. Göng yrðu svo alveg kærkomin hola í gegn um Vaðlaheiði. Það er sko vel hægt að stutta þessa leið um klukkutíma eða tvo. Léttilega. Reyna svo að gera þessa leið að 2+2vegi. En það er líka vel hægt. Má alveg gera það í litlum áföngum. Það flýtir leiðinni um heilan helling að aka um á 2+2 vegi.
Jæja þá er ég farinn út á sjó í nokkra daga. Blogga þaðan eitthvað líka. Lofa því.
Veiðiheiða

Æi djöfull er maður eitthvað tómur. Ég er búinn að sitja hérna fyrir framan skjáinn og dettur ekkert merkilegt í hug til að hripa hér saman. Er meira að segja búinn að reyna að setja saman vísu. Það tókst nú ekki. Allavegana þá fann ég veiðistöngina mína og gamla veiðihjólið mitt. Hlutir sem ég hélt að væru glataðir forever. Nei nei þá á ég bara meira veiðidót. Víííííí....
En í dag verður svo haldið til sjós og mun ég elda matinn í liðið. Sjáum svo hvort það dæmi gangi eftir.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Ævinlega

Þannig er það vanalega þegar ég á að fara í kokkarí einhverstaðar. Í eitt skiftið var hætt við sjóferð þar sem ég átti að leysa af sem bryti. Í annað skifti átti ég að fá kokkastarf en skipstjórinn á því skipi var fæðingarhálviti sem hefur ekkert vit á mannaráðningum og réði í staðinn afgamlann ellilífeyrisþega til starfa í eldhúsið þar. Ég mátti sætta mig við háseta stöðu í það skiftið. Jú á því skipi fékk ég að kokka fyrir náð og miskun stýrimannsins sem var að leysa skipstjórann af í frí. Sá túr var reyndar ekki nema í sólarhring. Næst var það einhver koppur þar sem var eitthvað fillirísvesen á kokknum og stóð til hann yrði látinn víkja úr starfi og ég ráðinn í hans stað. Ég hoppaði hæð mína af kæti en sælan entist seint því að upp kom það mál að kokkurinn var mágur útgerðarstjórans og varð því ekki haggað úr sæti, auk þess sem kokkurinn lofaði bót og betrun. Hann lést úr áfengiseitrun mánuði seinna. Í fyrradag fékk ég svo símtal frá skipstjóra nokkrum sem sagðist vanta kokk í nokkra túra. Ég varð hissa og ánægður af upphringinguni og þáði starfið með ánægju. Svo kom upp sú staða í gærkvöldi þegar menn ætluðu af stað til fiskveiða að eigandi skipsins hafði gleimt að taka lyfin sín, orðið andsetinn, hausinn farið að snúast í marga hringi og byrjað að tala tungum þarna heima hjá sér. Einnig fór Haukur Vilhjálmsson að fara með táknmálsfréttirnar afturábak með augun kolsvört í sjónvarpi eigandans. Var því ákveðið að hætta veiðum í bili fram að næsta kvótatímabili. Ég er farinn aðhallast að því að örlaganornirnar ætlist ekki til þess að ég nái mér í kvarthlut í sjómennskuni og verði því alla tíð að vera aumur háseti. Það er eitthvað sem segir mér það.

laugardagur, júlí 14, 2007

Eiturbrasari

Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er amk búinn að vera á sjó núna síðustu daga. Kom mér á trollbát. Langar eiginlega til í að hætta á línu og fá mér vinnu á trolli. Svo miklu auðveldari og þægilegri vinna. En ætli maður verði samt ekki eitthvað áfram á línunni. Fer aftur á annan bát á morgun. Verð þar í kokkaríi. Hef enga súper reynslu af því að vera kokkur, hef samt prufað það aðeins. Það drapst enginn af matnum mínum og enginn fékk skitu.

sunnudagur, júlí 08, 2007

Framsóknarstíja

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Já já ég var í sumarbústað í síðustu viku í Borgarfirði. Þá var auðvitað verslað í Borgarnesi ef eitthvað vantaði, td smjörlíki heftibyssa eða kol eða bara eitthvað, svona hvað er þetta maður. En það er Borgarnes, já. Það er nú alveg..... Sko á tveimur stöðum sá ég sambandsmerkið. Sambandið fór til helvítis fyrir mörgum árum síðan. Þetta undirstrikar það bara hvað fólkið þarna urrar og slefar af framsóknarmennsku. Ég mun allavega keyra þarna í gegn með lokuð augun, hendurnar fyrir eyrunum og æpa LALALALALALALA með bensínið í botni, framvegins.

Svo er þetta nú alveg ótrúlegt. Stundum vantar alveg í suma menn. Nokkrar stelpur sem ég þekki hafa lent í þeirri reynslu að einhverjir kúkalabbar hafa addað sér inn á msn hjá þeim og farið að sýna þeim á sér besefann og ef ekki allir runkað sér í leiðinni. Einn gaurinn sýndi meira að segja einni stelpunni á sér rassgatið. Strákar hvað er að ykkur.
skotanshh....

föstudagur, júlí 06, 2007

Veiðiferð

Fór með Írisi að veiða í gærkvöldi. Vorum fram til miðnættis að kasta út í Elliðavatnið. Sáum fiskinn vaka og stökkva alveg helling. Fiskarnir vildu bara ekkert bíta á önglana hjá okkur. Samt var þetta alveg ný rækja sem ég hafði í beitu. Ég át hana þá bara sjálfur þegar ég fór heim.
Ég ætla að reyna aftur í kvöld með maðk og spón.
Góðar stundir.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Komiði Sæl

Ég er nú búinn að njóta sveitasælunar í Borgarfirði þetta nokkra daga. Tókst mér í þrígang að eyðileggja eða öllu heldur kveikja í hamborgurunum sem ég var að grilla. Svona er að vera óvanur. Svo heppnaðist mér einnig að sólbrenna á mér handleggina og axlirnar til helvítis. Er allur rauður í framan og þar sem sólin hefur komist sem næst skinninu á mér. Ekki sjéns í helvíti að ég geti orðið sólbrúnn. Bara ekki.
Svo fór ég í heimsókn til Ingimundar bónda í Deildartungu og skoðaði fjósið hans. Allt gott af honum að segja. Búskapur gengur vel á bænum.
Það er svo veiðin maður. Stalst í nokkur vötn þarna í Borgarfirðinum og líka í eina á. Drattaðist nú ekkert til að veiða neitt en varð hellings var. Svo þurfti ég að hætta þessu því að veiðistöngin drullaði upp á bak.

fimmtudagur, júní 28, 2007

Hundaskark

Hvurslags er þetta. Andskotann eiga menn með það að sparka hundi á milli sín þangað til að hann lætur lífið. Já þetta er það sem maður sér í fréttum kvöldsins. Ekki það geðslegasta sem maður gert hefur verið. Tjahh.. ýmislegt rugl framkvæmdi maður þegar ölið var sopið hér áður fyrr. Ég nefni, að brjóta glugga, míga á bíl, kíla mann, hrinda gellu, sænga með ljótri kerlingu, kveikja í sinu og grenja. En ekkert á borð við svona helvítis óþokkaskap. Það er heldur ekkert víst að þeir hafi neitt verið í öli þessir gaurar. Ég var jú edrú þegar ég sparkaði í eina kúnna heima í sveit. Ástæðan var líka sú að hún sparkaði í mig. Læsa þá inni í kæli.

En burt séð frá þessu. Ég gerði þá bölvuðu vitleysu í dag að kaupa mér pólskar pylsur, frá Kjarnafæði. Þær voru nú ekki beint viðbjóðslegar en allt að því að vera vondar. Svona kryddaðar pylsutussur, grófar líkt og sperðlar. En það sem er virkilega vont við þær er það í hvert sinn sem ég hef ropað núna síðdegis og í kvöld þá kemur alltaf helvítis sterkjan upp í munninn aftur þannig að maður er hálf jórtrandi þetta alltaf. Og þá er bara að sjá hvernig hægðirnar koma út af þessu. Vonandi verður ekkert blóð í þeim.

Annars er ég kominn í smá sumarfrí. Fer í bústað með Írisi og Garðari Mána og húki þar í viku. Hef sjaldan haft gaman að því að hanga í sumarbústað en það reddar því að þarna er heitur pottur, veiðivatn og krokkettið verður auðvitað haft með. Svo er náttúrulega nóg til að éta. Má ekki gleima ætinu.

föstudagur, júní 22, 2007

Með Brúnt í Buxunum

Þá er ég heima. Kom í morgun. Fer samt aftur á sjó á eftir. Djöfuls puð alltaf. Ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég er bara þreyttur. En eftir þennan túr fer ég í sumarfrí um óákveðinn tíma. Afar kærkomið.
Hei, í gær horfði ég á myndina Mysery, þar sem James Caan og Kathy Bates eru í aðalhlutverkum. Mynd sem ég sá síðast fyrir um tíu árum síðan. Það var gaman að lyggja í kojunni og horfa á myndina. Mér var nú bannað að sjá hana þegar hún kom fyrst út, 1990. Skiljanlega. Maður hefði bara verið með brúnt í buxunum alla tíð eftir það. En Mysery er góð hryllingsmynd. Ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á af og til.
Allavega kveið mig alltaf fyri því að það kæmi að sleggjuatriðinu. Það sat lengi í mér eftir að ég sá Misery fyrst.
Helvítis kerlingin.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Djöfull lítið um að vera á línuveiðum
Djöfuls fokk er þetta. Það er búið að leggja þrjár lagnir hérna og lestin bara rétt hálfnuð. Við byrjuðum að leggja á Selvogsbanka og það var bara dauðin einn. Færðum okkur svo við Vestmannaeyjar og puðruðum línuni út þar. Höfum að vísu fengið ágætis mok af Löngu þar sem við komum utan í Surtsey.
Ég prufaði að nauða í skipstjóranum að fá að fara á zodiak (gúmmíbátur með mótor) yfir í Surtsey ef veðrið yrði gott. Neih.. það má víst ekki því að eyjartussan er friðuð og mega eingöngu koma þar vísindamenn.
Surtsey var miklu stærri hér áður. Hún hefur minnkað töluvert mikið á seinni árum. Kannski hverfur hún alveg. Hvaða vit er þá í því að vera vísindarmaður að kanna eyju sem er að sökkva. Æi þessir vísindarmenn. Óttalegir kjánar.

Kjána eyjan kennd við surt.
Karlar oft um gengu.
Skundar eyjan skolast burt.
Skjótt verður að engu.

En við ætlum nú samt að reyna að leggja fjórðu lögnina hérna einhverstaðar sunnan við eyjarnar. Vonandi að það verið eitthvað á þetta.
Ég ætla fram í lúkar núna og fá mér í nefið. Svo er best að drattast til þess að leggja línuna.

laugardagur, júní 09, 2007

Mikil ósköp eru þetta

Jæja, þá var landað á djúpavogi í dag. Komum með koppinn stappfullann af fiski. Er samt enn að hnusa eftir hafmeyjunni hans Grímsa. En, hey. Maður veit aldrei hvað skeður á sjónum.
Er búinn að skrifa dálítið. Þarf að koma mér í skrifgírinn aftur. Sagan fer að verða búin fljótlega En reyndar er ég byrjaður að skrifa aðra með sömu aðalpersónur og í þeirri sem ég er að klára.
Svo er ég búinn að klára að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Ætla að prufa aðra Þórbergsbók, Bréf Til Láru.
En núna ætla ég að storma um borð og sleppa. Ný sjóferð að hefjast núna strax.

mánudagur, júní 04, 2007

Jæja þá er ég kominn með Honduna í hlað. Ef einhver vill kaupa hana þá verði þið að láta mig vita. Annars hef ég voða lítið að segja. Var að skoða fréttablaðið og sá að ófetið hann Paul Waston sé að gera sig kláran í stríð gegn hvalveiðum. Um það hef ég eftir farandi að segja:

1. Það þarf að koma þessum helvítis asna í skilning um það að hvalastofninn sé orðinn nógu stór til að hægt sé að veiða Hvali.

2. Maðurinn er gamall og kalkaður hálviti sem hefur ekkert þarfara að gera en að runka sér til blóðs eða angra heiðarlegt fólk við að vinna.

3. Ef hann lætur sjá sig í íslenskri landhelgi eiga þeir hjá Landhelgisgæslunni hiklaust að æða um borð hjá honum og handtaka hann fyrir þau brot sem hann framdi hér á Landi árið 1986, þegar hann sökkti hvalbátum niður, í Reykjavíkurhöfn.

4. Hann má heita heppinn að hafa aldrei hitt mig fullan á balli. Þá hefði ég hiklaust rokið í hann.

5. Hann þarf að fá sér kerlingu sem gott er að ríða og er skemmtileg. Það er augljóst mál að maðurinn getur ekki tollað heima hjá sér.

6. Hann á bara að vera heima hjá sér.

En jæja ég ætla að fá mér Svatrfuglsegg og söl. Góðar stundir.

sunnudagur, júní 03, 2007

Reykjareykjareykja

Menn kveða ýmist jákvætt eða neikvætt um reykingabannið mikla sem tók gildi núna um helgina. Verð að segja að ég er mjög ánægður með þetta skref í tóbaksvörnum. Enda skiftir þetta mig litlu máli þar sem ég notast eingöngu við innitóbak þ.e. neftóbak en ekki sígarettur eða vindla. Þó held ég að það væri allt í lagi að leifa sérhönnuð reykherbergi eins og tíðkast víða erlendis, þar sem reykingarbann hefur verið sett á bari og skemmtistaði. En það er líka ágætt að skreppa út í smók. Mér fannst bara ágæt að reykja úti þegar ég stundaði reykingar. Neftóbakið er vissulega hentugra en best væri samt að nota ekki tóbak af neinu tagi.
Annars var bara fjör hjá mér í dag. Fór og keppti með áhöfninni við aðrar áhafnir í fótbolta. Svo var reip-tog tekið í restina. Við unnum ekkert af þessu en vorum samt bestir. Síðan var farið í hið reyklausa Hótel Ísland og var tjúttað og trallað mikið húllumhæ þar fram eftir kvöldi.
Bezzzzzzz

fimmtudagur, maí 31, 2007

Draumurinn

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Skrapp áðan í uppáhalds sjoppuna mína, Drauminn sem er við Rauðarárstíg. Heilsaði upp á Júlla og verslaði af honum kók, nammi og neftóbak. Íris var með og fékk sér Gajol og smá tyggjó. Ég hef nú alltaf haft gaman af því að kíkja þarna í sjoppuna til hans af og til og kjafta við karlinn. Menn hafa nú kvartað yfir því að hann sé frekar dýr en það er nú í góðu lagi. Svo er oft helvíti skrautlegt liðið þarna. Einn var að versla kardó þegar ég kom þarna og annar félagi hans var þarna með honum. Hann saup einhverja sterkþefjandi ólyfjan úr ómerktri flösku. Var sá maður lítið í sambandi við þennan heim eða annan. En skemmtanargildið er gott að fara þarna. Fín sjoppa með góðu vöruúrvali og oft opið fram á rauða nótt. Svo er hægt að skrafa við Júlla um allt og ekkert. Góð þjónusta. Fín sjoppa fyrir þá sem vantar landa eða vilja fá sér í haus.
Draumurinn fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Freddy og sú rauðhærða

Ég hef nú verið að kíkja á þetta safn Freddy Kruger mynda sem ég festi kaupá þegar ég var staddur í Ameríku. Æi þetta er nú voðalegt bölvað rugl þessar myndir. Verð að segja það. Er bara nokkuð sáttur með að hafa verið bannað að sjá þetta þegar ég var krakki. En ég hef nú samt getað hlegið af þessu helvítis rugli.
Já voðalega vitlausar svona draugamyndir. Þið megið láta mig vita ef þið vitið um rauðhærðu afturgönguna einhverstaðar á vhs. Rauðhærða afturgangan var sýnd á rúvinu fyrir um tíu árum síðan. Ég asnaðist ekki til að taka helvítis myndina upp. Sá mikið eftir því. Ég meira að segja hringdi í söludeild Rúv og spurði hvort að hún fengist til sölu á myndbandi en það var víst ekki alveg þannig. Sala á leiknu sjónvarpsefni er víst eitthvað svo snúið rugl að þeir nenna ekki að standa í einhverri vhs eða dvd útgáfu.
Já, maður var nú svo skít hræddur við rauðhærðu afturgönguna þegar maður var krakki. Maður nánast drullaði stjórnlaust í buxurnar af hræðslu.

miðvikudagur, maí 23, 2007

Draugagangur

Maður tekur ekki veðrið þessa dagana án þess að fá sjokk. Þær eru allavega alveg á skjön við almanakið og gróðurhúsaáhrif. En allavega, þá fer nú sumarið að koma. Þá leggjast flestir draugar í dvala og sofa fram á haustið. Já helvítis draugarnir. Alltaf var maður jafn skít logandi hræddur við þá í den tíð.
Ég man alltaf að verstu stundir mínar hvað draugana snerti voru þegar ég var að labba heim til mín á kvöldin frá Laugaskóla. Til að byrja með þurfti maður að labba framhjá tjörninni og íþróttahúsinu. Hvorutveggja var stútfullt af skítugum árum. Allavega hafa draugasögurnar úr íþróttahúsinu sjaldan heillað mig. Þar myndi ég allavega ekki vilja vera einn um nótt. Svo er það brúin yfir ánna. Þar rétt hjá er eldgamall grafreitur sem enginn vissi um fyrr en farið var að hrófla þarna við jarðveginum til að leggja veg. Þar fundust nokkrar beinagrindur. Maður nokkur var eitt sinn á labbi þarna um og fann þar fótlegg af manni sem hann þá henti í ánna þegar hann var kominn á brúnna. Um nóttina dreymir manninn að til sín kemur karl og kvartar sáran undan því sem hann gerði við fótlegginn sinn. Nú sé honum alltaf skít kalt í löppini.
Þarna var ég alltaf skít hræddur um að rekast á afturgenginn karlinn ösla í ánni, leitandi að fótleggnum.
Svo var það ristarhliðið. Þar undir gat ekki annað verið en að byggi einhver skaðræðis meinvætt og myndi reyna að krækja í buxnaskálmarnar á mér um leið og ég labbaði yfir ristarhliðið. Mér var skapi næst að taka tilhlaup og stökkva yfir það. En ég var auðvitað alltaf svo hræddur að ég þorði ekki að hlaupa. En svo þegar komið var yfir ristarhliðið var þar gröfin sem símamennirnir grófu niður í þegar þeir voru að leggja nýja símalínu á bæina. Helvítis asnarnir tóku aldrei eftir neinum beinum þegar þeir voru að grafa þarna upp og niður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir að við fundum mikið af beinum þarna. Þarna sá ég alltaf eftir því að hafa hirt beinin. Nú hlyti beina eigandinn að hefna sín all rækilega á mér fyrir stuldinn.
En svo kom draugalegasti kaflinn en það var lautin heim að bænum. Þar var ég hræddastur. Fékk alltaf verstu ónotin þar.
Einu sinni þegar ég var að labba þarna um þegar ég hrekk upp öskrandi við einhver helvítis læti og hoppa til, um minnst þrjá faðma með hjartað í rassgatinu. Þá sé ég þá hvar Símon lyggur í snjónum organdi á meðan hann baðar út öllum öngum. Dreng djöfullinn hafði séð mig koma og lagst í snjóinn og ég ekki tekið eftir honum, enda í þungum þönkum yfir draugapælingum. Hann svo byrjað að hamast og orga með fyrrgreindum afleiðingum. Mig langaði til að kirkja hann fyrir hrekkinn.
En þá eru enn ónefndar aðrar vættir sem mér stóð mikill stuggur af þegar ég var bara krakkaskítur og ný farinn að uppgötva helvítis draugana. Þá nefni ég ófetið hann Bibu og félaga hans Ka. Þeir biðu í ofæni norður undir húsveggnum heima og vonuðust eftir að ná í mig ef ég vogaði mér út fyrir hússins dyr eftir að kvölda tók. Eins biðu þeir líka undir glugganum á herberginu hans afa, vaktandi austurdyrnar á húsinu ef ég skyldi ætla að reyna að snúa á þá en það hefði ég aldrei þorað. Þeir voru samkvæmt minni ýmind afskræmdir og ógeðslegar verur ólíkar mönnum á allan hátt. Ruslakallinn var oft í slagtogi með þeim og hann var sama helvítis óhræsið og þeir.
Já verið aldrei seint á ferðinni. Myrkrið geymir oft verur á öðru tilverustigi en okkar og mest verur sem eru allt annað en guðsríkismatur.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Svindl

Enn og aftur eru afleiðingar kvótaskrattans að gera vart við sig. Sala á aðal atvinnu uppistöðu Flateyringa, Kambur, hefur gert um 120 manns sem starfa hjá fyrirtækinu, 65 í landvinnslu og um 55 við útgerð fimm báta, atvinnulaus.
Þetta sýnir bara hvað kvótakerfið, eins og það er í dag er ógeðslega óvægið og ömurlegt batterý. En að vera sjávarútvegsráðherra og leifa framsal á kvótanum og græða svo á tá og fintgri eins og Halldór Ásgrímsson gerði forðum er auðvitað ekkert slor. Skítt með landsbyggðina. Jæja, hann fer þá bara til helvítis.

Shit hvað þolið er ekki neitt hjá mér. Ég labbaði austur í sjoppu sem er um 1 km fjarlægð frá heimili mínu. Labbaði ég rösklega og var búinn í löppunum og kominn með kulverk niður kok þegar ég var kominn heim aftur. Maður er bara orðinn algjör silakeppur. Held að það sé sjómennskan sem er að fara svona með mann. Það er voða auðvelt að missa stjórn á þyngdinni og tapa þoli ef maður er á sjó. Annars reyni ég að passa mig hvað þyngdina varðar. Ég geri magaæfingar og armbeygjur. Lyfti ég líka lóðum. Held samt að óþolið og ístrusöfnunin hafi uppruna sinn að rekja þegar ég tók bílpróf. Áður notaði ég strætó og labbaði mikið á milli staða. Daglega þvældist maður um miðbæinn í Reykjavík þar sem maður vann og stundaði margan félagskapinn. Þá var mikið um labb. Þá gat ég líka hlaupið langar vegalengdir.
Þarf að laga þetta.

laugardagur, maí 19, 2007

Já já, hlaupiði bara.

Þá er ég hér. Kominn á veiðar með hinum köllunum við Vestmannaeyjar. Erum að mokfiska hérna. Það hefur samt ekki komið nein hafmeyja ennþá. Ásgrímur á Hafralæk var nú búinn að biðja mig að finna fyrir sig eina. Hef haft það á bak við eyrað fyrir kallinn.
En það eru allir búnir að vera í góðum fílíng hérna. Búið er að plana það að áhöfnin fari í fótbolta og reipitog á móti öðrum skipsáhöfnum á sjómannadaginn. Svo fara allir út að borða um kvöldið. Það verður skrautlegt.
Jæja ég þarf að hætta þessu. Færið er að koma. Þarf að taka það.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Það held ég nú, á þessum ljómandi vordögum.

Jæja. Nú þykist ég aldeilis vera búinn að standa mig. Er ég búinn að vera með skipsfélögunum á endurmenntunarnámskeiði hjá slysavarnarskóla sjómanna. Í gær var farið í flotbúninga og hamast í höfninni í Kebblavík með þara og mannaskít fljótandi um allt í kringum okkur. Svo í dag var haldið bruna og reykköfunar námskeið. Notaðir voru nokkrir stríðsfangar úr Quantanamo fangelsinu til æfinga með eld á fólki.

Svo var ég að fá sent frá Tyrklandi, bol, hálsfesti og þrjú bindi. Ég ætla svo skarta þessu öllu með þeirri vitneskju um að allt þetta hafi verið framleitt í þrælavinnubúðum. Ég fíla það. Annars líkar mér vel að vera með bindi. Ég á ný jakkaföt sem ég keypti mér í U.S.A. og þá er bindi alveg nauðsinlegt að hafa með. Mér var líka sagt það um dagin að það færi mér vel að vera með bindi.

Svo ætla ég að reyna að klára Ofvitann eftir Þórberg. Er ég búinn að skemta mér mikið með bókina í kojuni. Er þess vegna að spá í að lesa fleiri bókmenntir eftir Þórberg.
Hvað finnst ykkur. Mælið þið með einhverju spes til að lesa. Ég er opinn fyrir öllu.

Já og þess ber að minnast að í dag eru 8 ár liðin síðan ég sagði skilið við áfengi og aðra vímugjafa. Nokkuð hress með það bara.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Bjánapólitík

Ég veit það ekki. En ef Sjálfstæðisflokkur myndar stjórn með Framsókn aftur, tel ég að kjósendur landsins hafi verið sviknir. Við töluðum okkar máli síðasta laugardag. Framsókn á ekki að vera í ríkisstjórn. Það er alveg klárt. Æi þetta eru svikarar allt saman. Framsóknarflokkurinn er bara allra síðasta sortin. Reyndar þá verð ég að lýsa hrifningu minni á kjósendum sjálfstæðisflokk, fyrir að strika út Árna Johnsen og Björn Bjarnason. Sést bara að fólk vill hvorki hafa þjófa né ófríða einstaklinga á þingi. Það er skiljanlegt.
Núna er Las Vegas í sjónvarpinu. Ég ætla að horfa á þáttinn og fara svo á rúntinn. Skrepp vanalega einhvern hring svona á kvöldin. Það róar taugarnar. Því þarf ég ævinlega að vera svona trekktur. Urrrrrr

þriðjudagur, maí 08, 2007

Jæja Mikið Var

Þetta bloggerdrasl er búið að reita mig til reiði nokkuð mikið undanfarið. Tókst loksins að koma dótinu í lag. Vonandi að allt verið í lagi áfram.
Ég fór í dag og og kaus utankjörfundar. Fór einnig á nokkrar kosningaskrifstofur og reif kjaft. Náði ég tali af einni framsóknar lyddu og stakk ég öllu upp í hann sem hann reyndi að telja mér trú um og það sem hann hélt fram að væri flokknum að þakka. Lá við að hann færi að froðufella af bræði og á tímabili hélt ég að æðin framan á enninu á honum ætlaði að springa.
Annars lyggur vel á mér þessa dagana og stefni ég á að fara með konuna og barnið norður í land nokkra daga, seinnipartinn í mánuðinum. Ég hef svo verið að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Er búinn að skemmta mér heilmikið við það.
Svo hef ég ákveðið að selja Honduna. Hef engann tíma í þetta lengur. Of mikið bras fyrir mig að gera þetta upp. Nenni þessu ekki. Meðfylgjandi er lítið keyrð vél og flott Lexusljós. Gerið verðtilboð. S: 8485408

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Mídíó

Fór á leiguna í gær. Tók Borat og skemti mér konunglega. Tók gamla mynd líka með, Outside Ozona. Hún var alveg ágæt. Veit ekki hvað skal kalla hana, spennuhryllingsmynd kannski. Samt voða róleg mynd eitthvað. En núna eru Danni og Snúður komnir svo að ég verð að hella uppá kaffi núna. Bið að heilsa í bili.

mánudagur, apríl 09, 2007

Dvergarnir sjö

Jæja, Þá er ég hér. Ég stikaði niður á vídeóleigu í gær og tók þriðju Saw myndina. Held bara að ég gefi henni öll möguleg stig fyrir spennu og hrylling. Það er allavega sjaldgæft að kvikmyndaframleiðendur búi til góðar hrollvegkjur. Það hefur held ég ekki skeð síðan The Shining og Phsyco voru frlamleiddar og þá hef ég horft á margar hryllingsmyndir.
Svo dreymdi mig auðvitað illa í nótt af því að ég horfði á svo ljóta mynd. Mig dreymdi að ég væri með píku.

sunnudagur, apríl 08, 2007

Myspace suck royal ass

Þar sem afi minn átti afmæli þennan dag 8. apríl langaði mig að setja á myspace nokkrar gamansögur sem hann hafði talað inn á segulband en myspace er bara svo mikið helvítis batterý að því verður ekki lýst með fögrum orðum. Það verður því að bíða betri tíma.

föstudagur, apríl 06, 2007

Skrapp til helvítis í dag

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Þar sem Símon er umboðsmaður helvítis fékk hann heimboð þangað og fékk ég að renna með. Hitti ég Hitler, spjallaði töluvert lengi við hann og hann sagði mér nokkrar klámvísur. Eins og sést á myndinni fór vel á með okkur félögunum. Annars var drukkið kaffi í helvíti og leit ég við hjá Saddam þar sem hann er nýbúinn að kaupa sér nýuppgerða íbúð þar neðra, með bílskúr, suðursvölum og assgoti þægilegum nuddpott sem ég testaði hjá kallinum.
Sjá einnig heimsókn Símonar til helvítis.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Páskaegg

Já. Þá eru að koma páskar. Lét nú ekki verða að því að kaupa páskaegg. Át samt eitt úti á sjó um daginn. Íris gaf mér eitt stykki svona upp á fönnið að gera. Ætli maður stelist ekki bara í smá bita hjá stráknum. Hann fær slatta held ég. Annars hefur maður ekki gott af þessum skík. Endar allt með því að maður verður akfeitur af þessu sætinda áti. En hei ég hef ekki gleimt aðhaldinu. Sykur át hefut snarminnkað hjá mér. Það er ekki hægt að kutta alveg á sætingi. Þá eru bara meiri líkur á því að maður falli í stjórnlaust nammi át og aðhaldið bara farið í vaskinn. Það verða að vera nammidagar á þessu.
Svo vil ég láta þá sem ekki vita að síðan hans Símonar hefur fengið nýtt lén www.simonh.tk
Bezzzzzzzzz

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Fór Norður

Ég tók svona 28 stunda reisu á norðurlandið. Þannig var að Brynjar bróðir hafði samband við mig og bað mig að skutla sér norður. Ég sló til, settist upp í drossíuna, náði í hann og keyrði af stað norður. Fórum heldur seint af stað, 18:00 og vorum komnir á Akureyri 23:00. En við soppuðum ekkert við þar og héldum ótrauðir áfram og var kominn með Brynjar í Velli á miðnætti. Þar voru allir gengnir til náða nema Todda. Hún var að vísu að bursta tönnina fyrir svefninn. Ég talaði aðeins við hana áður en ég kvaddi. Hélt ég svo áfram og var kominn í Hafralæk hálftíma seinna þar sem ég gisti. Ásgrímur var enn á fótum þegar ég kom og áttum við smá kaffispjall fyrir svefninn. Ég svaf reyndar mest lítið um nóttina. Vaknaði samt fyrir tíu um morguninn. Át brauð og djús. Kjaftaði líka heilan helling við Ásgrím og Elmu. Þau eru indæl. Svo dreif mig svo af stað í Lækjamót. Heilsaði upp á alla þar. Skoðaði nýja New Holland traktorinn hans Sigga og nýju rúlluvélina. Snilldar græjur báðar þessar vélar. Át ég svo laugardagsgrautinn með fólkinu og kjaftaði alveg heilt hlass af orðum við fólkið á bænum. Voða gaman allt saman. Svo dreif ég mig til Akureyrar. Fór til Gerðar og Helga og hitti líka Sólveigu. Að vanda kjaftaði ég mikið. Fór svo á síðasta staðinn til þeirra feðga Hannes og Sigga. Hitti dálítið af fólki sem var hjá þeim líka. Spjallaði svolítið við fólkið og keyrði svo heim. Hér er ég svo kominn.
Svo ráðlegg ég fólki að stinga ekki lakkrísröri beint oní nýopnaða TaB flösku á meðan það ekur bíl. Það er varasamt. Fékk að kynnast því þegar ég ók um Skagafjörð.

mánudagur, apríl 02, 2007

Þjóðfélags asnar

Það má með sanni segja að þegar menn eins og þessir hafa verið eða látið eins og asnar ættu þeir að líta í eigin bam. Þegar undirritað er svona bull um tilgangslausar reglur um stóriðju eða ekkert er kosið um þær. Ég held að svona stjórn geti með einu pennastriki hæt við allt svona skriffinsku kjaftæði og byrjað dæmið upp á nýtt. Sjáið t.d. innflutning á matvöru og þannig rusli. Verð á matvælum hefur lítið sem ekkert lækkað á meðan áskrift að sjónvarpsefni bara stendur í stað. Þá er varla hægt að kaupa sér kaffi, hvað þá. Reyndar þá held ég að ef skift verði um stjórn í næstu kosningum muni skattar hækka aftur. það er alveg segin saga að fíflin á vinstrivængnum geti ekki stjórnað einu eða neinu. Hvað þá að stjórna heilu landi. Ég veit ekkert hvað ég er að skrifa og það er lítið von til þess að þú skiljir þetta bull heldur. Þetta er bara rugl.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég hata net

Mér er það minnistætt þegar ég var á netum. Mitt fyrsta og eina skipti sem ég hef verið á netaveiðum. Ömurleg veiðafæri. Svo eru þau stórhættuleg helvítis netin. Margir hafa þvælst í þetta drasl og farið í sjóinn með því. Varð vitni að því þegar einn kallpungurinn þvældist með fótinn í færið og rétt náði að losa sig áður en færið fór út. Aðeins stígvelið fór niður með netunum. Þarna stóð maðurinn á annari löppinni eins og fífl. Búinn að tapa stígvelinu sínu.
Einu sinni munaði litlu að illa færi hjá mér. Ég og kokkurinn stóðum og vorum að leggja auk annars drengfávita sem átti að kasta færinu um leið og síðasta netið í trossunni fór út. Hann sleppti því og fór frekar að öskra eitthvað eins og helvítis arlam í vekjaraklukku og drógst því færið út í sjó og utan í mig og kokkinn. Náði ég að stökkva frá þessum ósköpum og þvæla hönkinni í hafið áður en illa færi. Munaði minnstu að ég dræpi arlam-gaurinn, fyrir heimskuna. Settumst við kokkurinn skjálfandi niður í borðsal og fengum okkur kaffi til hressingar. Skipstjórinn kom niður og spurði okkur rólega hvort að við værum eitthvað að pæla í sjálfsmorði. Ég svaraði honum með því að snúa eitthvað út úr. Skipstjórinn hristi bara hausinn og fór upp í brú. Já þetta er meira ruslið þessi net. Ég ætla aldrei aftur á net. Hata þau. Þá er nú línan eitthvað annað. Miklu þægilegra að vinna með hana heldur en netin. Veiðist miklu meira á línu, heldur en net. Allavegar eru flest línuskip og bátar að rótfiska þessa dagana, eins og menn hafa séð í fréttum undanfarið.

föstudagur, mars 23, 2007

Ömurlegt

Sá ömurlegi atburður átti sér stað að einn ágætis kunningi minn. Strákur sem ég vann lengi með, tók líf sitt á dögunum. Ég sit hér og hugsa hvað þetta er eitthvað svo ömurlegt. Eitthvað svo vonlaust. Þetta skilur fólk eftir svo málalaust. Strákurinn var ekki í neinum óvenjulegum kringumstæðum. Ekkert rugl og eða neitt. Bara allt undir kontról. En samt endar þetta svona. Þetta er svo óskiljanlegt að ég ætla ekki að reyna að skilja það. Veit bara núna að góður drengur er farinn í gröfina sem er ömurlegt. Vona að hans bíði metra líf með þeim sem á undan eru gengnir. Vona að hann geti unnið sig úr vanda þeim sem hann gat ekki leyst hérna megin.
Hvíl í friði vinur minn.

laugardagur, mars 17, 2007

Nú er það svart !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Eða kannski eitthvað annað en svart. Fór og fékk mér þetta í Hárblik í gær. Bara svona fljótfærnis og skyndiákvörðun hjá mér.
Er búinn að kaupa mér creatin og fitubrennslutöflur. Ætla að breyta á mér frontinum. Það er á mér smá bumba og spik og ef ég gríp inn í það strax gæti ég auðveldlega slétt úr þessu á nokkrum mánuðum. Losna við fituna og fá meiri magavöðva. Einfalt en það þarf að vinna að því.
Fer svo á sjóinn í dag.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vei

Garðar Máni fann eitthvert helvítis blek. Steig í það og fór svo að labba um húsið sér til hressingar.
Þið getið bara rétt ímyndað ykkur............

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ztjörnurnar

Nú er einhver stífla. Klukkan korter yfir sjö og ég hef ekkert að segja. Eins og hvað hugur minn er oft frjór þegar ég er nývaknaður. Var að rína út um stofugluggann til að vita hvort Venus væri á morgunhimninum. Venus verður oft helvíti skær morgunstjarna svona um háveturinn. Ég skoðaði hana nokkru sinnum í stjörnukíki í den tíð. Skoðaði líka Júpíter, Mars og Satrúnus. Hei, það er flott að skoða tunglið í stjörnukíki. Gígarnir og allt draslið verður svo greinilegt. Já maður varð svo sannarlega stjörnuvitlaus af því að fá stjörnukíki í fermingargjöf, þarna um árið. Held að hann sé í lagi ennþá. Kannski að maður versli sér annan betri. En ég ætla amk að fá mér kókóföffs núna og koma syni mínum í leikskólann.
Bezzzzzzzzzz

sunnudagur, mars 11, 2007

Öskurapar

Ég og fleiri skipsfélagar mínir erum mikið í því að flaka fisk og hengja upp aftur á skut, við hitablásarana og búa til bitafisk. Kemur nokkuð vel út. Verður samt frekar þurr. Svo er Tyrkis Peber búin að vera vinsæl vara um borð hjá okkur. Erum mikið búnir að smjatta á því. Annars fórum við sjóferð langt vestur af Snæfellsnesi og lögðum í brælutussu. Svo mikill var veltingurinn að ég svaf ekkert tvær frívaktir. Það leiddi til þess að maður varð pirraður og önugur og sí öskrandi á allt og alla. Veit ekki hvað það er. Sjómenn hafa oft verið annálaðir fyrir að þurfa alltaf að vera öskrandi. Ekki beinlínis mikið um það hjá okkur og það heyrist lítið í mér hvað það varðar. En það verða stundum læti á þessu. Ég var einu sinni á netaveiðum á Mörtu Ágústsdóttur GK frá Grindavík og þar voru allir ævinlega öskrandi hver á annan. Eitt vélstjórakvikindi sem er fimmtugur illa skeindur api stóð mikið á orginu þarna. Enda ber hann viðurnefnið "brjálaði". Ég kalla hann bara kallpunginn. Svo var strákgemlingur þarna alveg stjörnuvitlaus. Hann var svona æpandi alltaf eins og arlam í vekjaraklukku. Alveg að drepast úr töffaraskap líka. Alveg hálviti. Jæja ég nenni ekki að skrifa um fæðingarhálvita sem ég hef unnið með. Sumir eru bara alveg hálvitar.
Best að fara í sturtu núna.

mánudagur, mars 05, 2007

Ríðingar, skáldverk og dýralæknar

Jæja. Þá er kominn tími til að blogga eitthvað. Ér asnaðist um daginn til að horfa á þátt í sjónvarpinu. Hann heitir víst Nip Tuck, eða eitthvað svoleiðis. Kom inn í miðjan þátt. Þar sá ég par að ríða og gamlan kall sitja á stól og horfa á. Sýnir bara hvað sjónvarpsefni er orðið sjúkt nú til dags.
Garðar Máni þarf að fara í aðgerð bráðum. Fjarlægja skal nef og hálskirtla. Rör verða sett í eyru hans. Vonandi að allt gangi vel.
Ég er að skrifa sögu. Það er ekkert leyndarmál. Ég er búinn að skrifa tæplega 40 síður. Hvort ég gef eitthvað út eða þannig veit ég andskotann ekkert um. Held varla. Ég er bara að skrifa mér til dundurs. Skrifa mest úti á sjó. Þá loka ég mig af inní klefa með slökkt ljós. Hef heddfónin mín tengd við tölvuna og hlusta á músík á meðan ég skrifa. Þarf að fá einhvern sem hefur vit á þessu til að lesa það.
Ég lét rýja köttinn í vikunni. Hann er norskur skógarköttur og ef menn kemba hann ekki reglulega fer allt í flækju. Ég er ekki reglulegur með neitt, svoleiðis að ég lét bæði rýja hann og sprauta gegn einhverri kattarriðu.
Það lyggur bara vel á mér þessa dagana. Búinn að vera fúll í langan tíma. Held að ég fari norður í land bráðlega. Það væri sko hemja.
Spaði/Lauf er síðan hans Halla. Allir þangað.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Já já, kvennfólk. Það gat nú verið.

Nú hefur það komið í ljós að uppruni Baugsmálsins sem kostað hefur lansmenn tugi ef ekki hundruði milljóna er vegna afbrýðisemi Jóns geralds á garð Jóns Ásgeirs. J. Gerald vildi meina að J. Ásgeir hefði verið að þjösnast á eiginkonu sinni og dóttur ef ég heyrði fréttir rétt. J. Ásgeir neitaði því í tölvupósti að hafa þjappað í þær.
Ég hefði nú haldið að þetta sé sjúkleg afbrýðisemi fyrst J. Gerald skvílar viðskiftafélaga sinn og drykkjufélaga svona. Nema þá að J. Ásgeir hafi í raun og veru verið að hamra í þær mæðgur eitthvað. Þá er það kannski skiljanlegt.
En þá er þetta auðvitað eins og ævinlega. Kvenfólk er alltaf til vandræða.
Haldiði að þetta sé hemja ?

mánudagur, febrúar 12, 2007

Rússajeppinn hans afa

Æi, sumir hlutir geta verið vangefnir. Já lenti í smá stappi við bankann í dag en vona að allt blessist. Var á tímabili tilbúinn að standa upp í bankanum og öskra á þjónustufulltrúann og rústa svo staðnum. Allt blessaðist samt áður en það rann á mig bræði. En jæja hvað um það þá er ég ánægður með það að gamli rússajeppinn hans afa míns sáluga sé kominn í góðar hendur á Ystafelli. Það eru margar æskuminningar tengdar honum og gott að hann fái umönnun hjá góðum aðilum. Skildist það á Sverri að hann sé það heill að hann sé vel sýningarhæfur á safninu og verði þar innanhúss. Vonandi að hann fari í gang þegar reynt verður að gangsetja hann.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Næs sunnudagskvöld

Þá er helgin að verða afstaðin. Búinn að gera mest lítið af mér. Jú fór með Írisi og Garðari Mána á róló, eldaði grjónagraut, át sperðla, lagaði fjárhag minn svo um munar og tók til í bílnum mínum. Mér finnst voða gott að vera til á sunnudagskvöldum. Það er allt eitthvað svo rólegt.
Það var voða gaman hér áður að hlusta á þáttinn Frjálsar Hendur sem Illugi Jökulsson hafði umsjón með á Rás1, á sunnudagskvöldum. Dálítið skemmtileg stemming og spennandi að vita hvað hann tæki fyrir í þeim þætti sem var að byrja. Yfirleitt var það alltaf áhugavert sem hann fjallaði um. Það voru oft einhver fræði eða einhverjar sögusagnir, eitthvað úr mannkynssöguni, Íslendingasögunum eða þjóðsögunum. Hann tók einhverntímann fyrir nokkuð skemmtilegar þjóðsögur úr bókinni Þjóðsögur og Munnmæli. Man eftir sögunni um Katanesdýrið sem var ófreskja í tjörn á Katanesi. Hún var á stærð við kvígu, með stuttar lappir og eins álna langan hala og með langan digran haus. Hana sáu margir og öttuðust mjög. Sýndust menn hún synda hraðar en hún hljóp. Engum banaði dýrið samt. Menn ætluðu að ná skepnunni og koma henni fyrir kattarnef og tæmdu tjörnina með því að grafa skurð frá henni og niður í sjó en aldrei fundu menn þó skepnuna.
Jæja ég ætla að slappa meira af og fá mér bók að lesa.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Laugardagshefðin

Það þykir mikil hefð að elda grjónagraut á Laugardögum. Fatta ekki hvers vegna. Ég er alinn upp við grjónagraut á laugardögum, foreldrar mínir, afar og ömmur líka. Alltaf grjónagrautur á laugardögum. Þetta var allavega þannig á hverjum bæ heima í sveit og er enn þar ég bezt veit. Þetta er svona úti á sjó líka. Voða algengt á þeim skipum sem ég hef verið á. Þá er það jafnan soðin Ýsa og grjónagrautur á Laugardögum. Sumir kalla þetta Mjólkurgraut aðrir Hrísgrjónagraut og ég segi Grjónagrautur. Svo er það líka misjafnt hvernig menn vilja hafa hann. Hjá sumum er hann þunnur öðrum þykkur og með rúsínum líka. Gömul kona hér í bæ sem nú er látin, setti meira að segja gráfíkjur og sveskjur í grautinn. Flestir fá sér kanil út á hann, margir súrt slátur og aðsrir hafa bara hvítan sykur. Ég vil hafa hann þykkann með smá smjörslettu. Mikið af kanil og svo má auðvitað ekki gleima súra slátrinu sem er algjör nauðsin. En það væri gaman að vita afhverju landinn étur þetta alltaf á laugardögum. Hvernig viljið þið hafa ykkar graut ?

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

ululululululululululululu.................

Alltaf jafn gáfulegur. Ég og Íris fórum á Subway í dag og átum. Fékk ég mér einn 12 tommu bát með allskonar drulli innaní og þar með talið Jalapeno og sterka sósu og þannig. Mér þykir sterkur matur nefnilga afar góður og hef myndað ágætis þol gegn chilli og öðrum pipar. Mér svíður ekki eins mikið og menn gera almennt með strkan mat. Samt er ég ekki eins og tælendingar sem éta chilli á eins og kanil út á grjónagraut. En hvað um það. Ég jat semsagt minn sterka 12 tommu bát og lét vel af. En mér fór samt fljótlega að verða illt í maganum. Það stoðaði ekkert að drekka mjólk, vatn eða kók, alltaf langaði mig jafn mikið til að æla. Þá prufaði ég gamalt húsráð sem er að fá sér í nefið þegar eitthvað bjátar á og athuga hvort að ég hresstist ekki. Nei, þarna gerði ég sömu skissuna og fyrir um 12 árum síðan þegar ég keðjureykti nokkrar sígarettur og tók svo vel af Snuff99 í nefið, heima hjá þeim feðgum og stórvinum mínum Hannesi og Sigga. Ég tók tóbakstósina og byrjaði að troða íslenska neftóbakinu í nasirnar á mér en það heppnaðist ekki betur en svo að ég saug aðeins og fast og helvítis tóbakið sogaðist oní kok. Þarna stóð ég á miðju stofugólfinu hóstandi og kúgandi eins og ég veit ekki hvað. Því næst strunsaði ég inn á klósett og ældi öllu gumsinu sem ég hafði étið klukkutíma fyrr. Held að ég hætti hér með að nota neftóbak.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Like A Rolling Stone

Bob Dylan er tónlistamaður sem ég hef lítið hlusað á í gegnum tíðina. Hef hlustað á hann núna dálítið undanfarið. Búinn að heyra lög með honum sem ég vissi ekki að væru til og önnur sem ég vissi ekki að væru með honum heldur einhverjum allt öðrum. Einnig var ég að blása rykið af Willie Nelson plötunum mínum og smella þeim á fóninn. Nelson er alltaf góður. Svo skakkur og einlægur alltaf. Veit ekki hvort að þið séuð fyrir Country-tónlistina en ég hef mætur á henni.
Ég er að pæla í því að láta hárið flakka. Nenni ekki að hafa það sítt lengur. Allt of mikið umstang með það. Svo er svo óþægilegt að vera með mikið hár úti á sjó. Held að ég hafi hausinn skafinn eins og ég var lengi vel. Var ég kominn á fremsta hlunn með að láta það fara um daginn en það var bara svo kalt í veðri að ég ákvað að láta heysátuna gera sitt gagn fyrst hún var þarna ennþá. Ég hef bara ekkert hár í þetta lengur.
Svo eins og einhverjir vita þá hef ég verið að eiga við viðrini undanfarna mánuði. Á dögunum vannst frækinn sigur á þeim. Í dag hringdi ég svo í eitt þeirra og lét helvítið vita að það borgar sig ekki að kássast upp á mig eða mína fjölskyldu.
Don't fuck with me !

mánudagur, janúar 29, 2007

Byrgissaga Guðmundar

Alveg dæmalaust þetta. Ég er nú búinn að sjá myndbandið af Guðmundi í Byrginu. Ekkert nýtt að sjá sossum. Bara venjulegt heimatilbúið sado-maso kámmyndband. Það var reyndar svolítið skondið að sjá þegar hún var að gefa houm straum í rassgatið. Honum virtist finnast það alveg óskaplega gott. Hann lá svona á maganum og alveg spennti rassinn upp í loftið þegar straumurinn var sem hæst stilltur. Síðan smeygði hún ílöngum hlut í görnina á honum að lokum og lét hann skakast til og frá þar inni. Ég veit það ekki en ég held nú að það geti alveg verið gott ef maður venur sig á það. En ég ætla ekki að reyna það. Treð ekki hlutum upp í rassgatið á mér. Ekki til að tala um. En hinvegar ef þið viljið prufa þá legg ég til að þið kaupið ykkur viðeigandi áhald. Það er þannig að það breikkar í þann endann sem á að snúa út. Aldrei að nota neitt nema þartilgerða hluti í þetta. Það sem á ekki að nota er td Banana, Gúrku, kerti, borðfót eða afsagaða gírstöng. Ekki má heldur nota kústskaft. Það hefur nefnilega komið fyrir hjá fólki sem er að hamast með áðurnefnd verkfæri eða ávexti í rassinum og þá hefur myndast sog og hluturinn sogast lengst inn í rassgatið og þurft að láta lækni ná honum út.
Haldiði að þetta sé hemja.

mánudagur, janúar 22, 2007

Ekki nokkur einasta andskotans hemja

Jæja, ég er búinn að djöflast við að koma fartölvunni hérna á bænum í lag. Það hefur gengið illa og hef ég mátt missa mig í reiði af og til vegna þessa. Reiði mín í dag hefur aðalega leitt af sér brotin húsgögn, hálsbrotinn kött og sviðna jörð. Þetta hafðist nú allt saman og er ég í þessum skrifuðu orðum að nota tölvuna.

Svo þarf ég að fara að andskotast í útgerðarmönnunum sem skulda mér fleirihundruðþúsund. Held að það þýði ekkert að vera í máli við svona helvíti. Alveg ótrúlegt hvernig svona gaurar geta byrjað aftur og aftur í útgerð eftir hvert gjaldþrotið á fæturöðru. Já það á að binda þá upp á löppunum. Eða bara slíta af þeim handleggina og lemja þá með þeim.

Ég verð líka að leggja aðdáun mína á starfsmenn Kompás á Stöð2. Halda þessu áfram og koma upp um þessa andskota.
En ótrúlegt þykir mér eftilitsleysið þar þessi einstaklingur í þættinum var á áfangaheimili fanga, með tölvu tengda interneti. Það er alvitað að þessi barnanýð fara mikið fram á internetinu og það í flestum tilfellum hjá þessum tiltekna manni. Það er engin einasta hemja. Ekki nokkur.

Jæja, það er best að fá sér fisk að éta núna.

föstudagur, janúar 19, 2007

The Iron Master

Ég veit sveimérþá ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er allavegana kominn í afar kærkomið frí eina ferðina enn. Þarf að vinna eitthvað í málunum hérna í landi. Það er margt að gera. Glíma við viðrini t.d. Annars var ég að éta íslenskan viðbjóð sem bjargaði fólki frá því að drepast úr hungri í gamladaga, þ.e. þorramat og þótti góður. Úðaði ég í mig súrri sviðasultu, súrum pungum, hákarli, harðfisk, lundabagga. Allt borði fram með kartöflustöppu. Svo fékk ég mér í nefið á eftir að sjálfsögðu. Hvaða fáviti tók upp á því að kalla kartöflustöppu, kartöflumús. Helvítis fáráður. Fíflið hefur haldið að það væru mýs í þessu. Kannski var hann ekki viss hvort að væru mýs eða kartöflur í þessu. Eitthvað af þessum miður skemmtilegu málfræðiþvælum að sunnan.
En myndin hér að neðan. Ég spurði hvaða fólk þetta væri. Þá eru þarna Hólmfríður langamma og Jakob, langafi. Milli þeirra stendur svo afi, Garðar og framan við þau sitja líklega, Kristín vinstramegin og Helga, hægrameginn, systur afa. Ætli myndin sé svo ekki tekin við bæjardyrnar á Hólum.

mánudagur, janúar 01, 2007