blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: febrúar 2009

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Múrskeiðarhau

Dagurinn er búinn að vera leiðinlegur af því að ég svaf lítið um nóttina og fór snemma á fætur. Mig dreymdi hálf illa. Búinn að vera þreittur og önugur og dæmalaust leiðinlegur í allan dag. Ég skrapp samt í bæinn og drollaði eitthvað þar. Fékk mér pylsu og með því út í sjoppu og keypti svo í matinn. Núna er ég að fylla aðeins á ipodinn áður en ég fer og hamast á þrekhjólinu.
Er að spá í að raka rasshárin.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Þvælur

Ég sit nú hérna í stofunni heima hjá mér og er með annað augað á Tremors. Skemmtilegt bull. Það væri gaman að eiga þessa mynd til á DVD ef maður myndi fá sterka flensu eða yrði einhverra hluta vegna rúmlyggjandi. Það eru ýmsar bíóræmur þeirrar tegundar sem gott er að eiga til og horfa á svona í veikindum. Ég nefni Pulp Fiction, Back to the future, Fear and Loathing in Las Vegas, Cliff Hanger, Another Day in Paradise, og Kannski bara True Lies líka. Þetta eru jú einmitt myndir sem eru óttalegar þvælur.

Annars er ég full frískur þessa dagana og ekkert annað en krafturinn og dugnaðurinn framundan við að afla sér meiraprófsréttinda.

Ég er með bólu á rassinum.

laugardagur, febrúar 21, 2009

Ztjörnuvitlaus

Gaman er að pæla í stjörnunum. Venus er núna skærust allra stjarna um þessar mundir og er í suðri á kvöldhimninum. Saturnus er sést einnig á kvöldin og er í ljónsmerkinu. Ég átti nú stjörnukíki forðum þegar ég bjó í sveitinni og þá auðvitað alveg kjöraðstaða að skoða og spá í stjörnurnar. Enda skoðaði ég Júpíter Saturnus og Venus skoðaði ég líka og sá hana jafn skýra og á myndinni hér að neðan. Mig hefur lengi langað að sjá bauga Saturnusar en hallinn á þeim er einungis bara 2° en halli bauganna ná ekki hámarki fyrr en árið 2017 en hallinn verður þá 27°. Þá verður gaman að eiga góðan stjörnukíki.

mánudagur, febrúar 16, 2009

Название типу было дано

Ég horfði á NBA Allstar-leikinn í nótt og fram á rauðan morguninn. Og auðvitað rúllaði vesturdeildin þessu upp að vanda.
Svo í morgun dreymdi mig að ég væri á hesti, á stökkinu niður laugaveginn. Þar hafði ég góða sveðju í hönd og hjó mann og annann. Á meðan að þessu stóð fyllti lag úr Hrafninn Flýgur loftið.

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Gullgröftur

Þá sjaldan ég fer í bíó, var ég teymdur á augnlokunum á Friday The 12th í bíó nú í kvöld. Fín ræma. Í sætinu við hliðina á okkur kerling sem boraði heil ósköp í nasirnar á sér. Ég hélt sveimér að hún hafði týnt einhverju þarna inní sér. Svo át hún að sjálfsögðu allt konfektið úr sér líka. Ég verð að segja að að ég hafði varla list á að éta poppið mitt við að sjá þetta hjá manneskjunni. En ég þvældi því í mig.
Svo held ég áfram í meiraprófinu á morgun.

föstudagur, febrúar 13, 2009

Nýr bíll á hlaðið



Toyota Corolla'94. Þetta er svona hundraðþúsundkróna dós en hentar vel sem fjölskyldubíll. Ekkert bílalán eða slíkt vesen að þessu sinni. Búinn að fá nóg af því í bili. Bíllinn er meira að segja beinskiptur svona til að minna mig á krepputíma þá er nú hamast á öllu. Engan góðærismunað sem takk.
En núna ætla ég að stika niður í veiðibúð og athuga hvort ég geti ekki verslað mér nokkrar flugur fyrir laxveiðina í sumar.

föstudagur, febrúar 06, 2009

Ekki gott


Djöfull er það nú sick ef satt reynist að sambýlis maðurinn hafi kálað konunni sinni og komið skrokknum af henni fyrir í dúfnakofa. Það versta er að konan lætur eftir sig börn. Hræðilegt helvíti.

Ég er að leita mér að bíl. Bara svona eitthvað hundraðþúsundkróna dæmi. Er ekki að taka mér bílalán á þessum tímum núna.
Svo þegar ég fer í frí næst fer ég í meiraprófsskólann.