blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: ágúst 2003

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Alveg óþolandi þessir geitungar. Ég held að ég sé búinn að klára 2-3 brúsa af flugnaeitri á helvítin þau arna
sem hafa komið í heimsókn til mín. Einn angraði mig við að horfa á sjónvarpið í kvöld. Annar vakti mig einn morguninn. Svo í eitt skiptið var eitt kvikindið að nota tíman á meðan ég var að labba inn í hús og ætlaði að fljúga inn á meðan dyrnar voru opnar. Náði ég að skella hurðinni á hlvítið en vildi ekki betur til en svo að skepnan lenti akkúrat á milli stafs og hurðar. Hélt ég nú að ég væri nú búinn að stúta kvikindinu, en það var öðru nær. Fíflið lifði þesssa meðferð af og tróð sér inn og fór að hamast á dyraglugganum. Ég var ekki lengi að kaffæra helvítinu í flugnaeitri og kremja hana á eftir.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Ég er eð spá afhverju ég sæki meira í myrkur heldur en byrtuna. Ég vinn á vöktum, næturvakt eina vikuna og dagvakt hina vikuna. Mér líður allra best þegar ég vinn á nóttuni og þegar það er há vetur líður mér svo einkennilega alltaf. ég er ekki myrkfælinn og fíla það þegar rafmagnið fer og allt verður almyrkvað. Það er eins og ég fái akveðna orku út úr myrkrinu og hugsi öðruvísi. Svo sæki ég í staði eins og Krýsuvík og eyðibýli og svo fíla ég Hrafna. Það er ekkert að óttast myrkrið. Meinvættir komast aldrei til manns nema í gegnum óttann. Þannig að mirkfælni er ástæðulaus barnaskapur í orðsins fyllstu merkingu. Mér finnst myrkrið vera cosy. Góða nótt. Múhúhúhoha

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Jæja...! Þá er bezt að skrifa eitthvað. Blablabla bloggiddi bloggiddiblogg. Nei nú ert ég orðinn leiðin legur. Eins og ég hefi áður saggt að þá finnast mér Taken þættirnir sem sýndir eru á stöð tvö alveg hreinasta snilld. Ég er alveg viss um að eitthvað svona lagað hafi verið gert við fólk s.s. tekið á brott af geimverum og verið gerðar rannsóknir á því og verið svo bara skilað aftur eða ekkert. Hafið þið lent í því ? Hm ?

laugardagur, ágúst 16, 2003

Þá er að fara í gang þetta menningarruzl Reykjavíkur. Æi, ég held ég verði heima og geri eitthvað annað, því þetta er nú svo mikið rugl að það er engu lagi líkt. Já það er alveg magnað hvernig það er hægt að finna uppá öllum andskotanum til að halda hátíð eða eitthvað því um líkt. Það er ekki nóg að vera með 17. Júní, 1. Maí, sumardaginn fyrsta eða Jól og áramót. Nei nei það verður að vera menningarnótt. Helvítis rugl. Það er þá menning í því þegar sveittur almúginn fer niðrí bæ á "menningarnótt" til að detta í það, grenja og slást á meðan björgunarsveitirnar freta upp rakettum í gríð og erg. Jájá fariði bara niðrí bæ og hrynjið í það, finnið ykkur slagsmál, haldið framhjá hvert öðru, rífið kjaft við lögguna og ælið á dyraverðina. Reynið samt sem mest að efna til slagsmála. Slagsmál er eins og maltið. Það gefur gott og hraustlegt útlit. Bætir hannski meltinguna líka. Hver veit ?
Jæja en það er búið að taka upp þessa Taken þætti fyrir mig og ég er ekki enn búinn að horfa á það svo að ætli maður geri það ekki um helgina. Svo fylgist maður uððitað með fram haldinu af Taken. Það er sossum hægt að drepa tímann með því að fara í bíltúr um helgina eða éta eða lesa eða bara gera hvað sem er. Fara í sund kannski.

föstudagur, ágúst 08, 2003

Ég og Íris kærastan mín fórum á rúntinn í gær og tókum tvo vini okkar með sem við skulum kalla A og B, en þeir fóru að deila um það þarna í aftursætinu hjá mér hvor ætti feitari mömmuna.
A: Þegar ég fór á mömmu þína þurfti ég að velta henni uppúr hveiti til að finna raka blettinn.
B: Nú ég var að labba um í húsdýragarðinum og sá að mamma þín var þar bundin í bás.
A: Sko ef mamma þín vill fara í bíó þá kemst hún bara í Smárabíó(stærstu salirnir) og hún verður að sitja aftast svo að hún skyggi ekki á tjaldið.
B: Jæja, þegar mamma þín deyr þá verður til offramboð á sápu
A: Tjahá, þegar mamma þín verður jörðuð þarf að nota 40feta gám í staðinn fyrir líkkistu
B: Nújá, þegar þið farið í útilegu þarf pabbi þinn alltaf að leigja stórthátíðartjald til að mamma þín geti sofið einhversstaðar
A: Einu sinni þegar mamma þín fór í fjallgöngu varð hún skotin að rjúpuveiðimonnum. Þeir Héldu að þetta væri tröll.
B: Jæja já, þegar mamma þín þarf að fara í ljósmyndun verður að taka gerfihnattarmynd af henni.
A: Tjahh, eftir að mamma þín og pabbi giftust er kallinn búinn að fara 6 sinnum á gjörgæslu.
B: Nú ?
A: Já mamma þín er svo leiðinleg að hann drapst nærri því úr leiðindum.
Ég hélt að ég yrði ekki eldri af hlátri þegar þeir voru að deila þetta. Bezz

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Þá er maður mættur. Maður er búinn að vera á ferðalagi um heimahagana með frúnni og hitta margt gott fólk. Hvað er betra en að rúlla um sveitina heima og anda að sér fríska þingeyska sveitaloftinu. ÓÓÓÓ ég elska Þingeyjarsveit. Með fagra móa og blóm í haga og netta fjósalykt.
En svo þarf að fara í það verk að gera við Coltinn. Skipta um hurð og bretti. Svo eins og ég saggði í fyrra bloggi þá á ég varahlutabíl og geri við þetta sjálfur. Sprauta brettið meirasegja rautt og alless. (ef ég nenni því)
Heirðu svo seldi ég bíl í Janúar á þessu ári eða öllu heldur konan mín og kall helvítið borgaði jú, umsamið verð(5000 kall fyrir skrjóðinn) og bauðst til þess að gera eiganda skiptin sem mér fannst vera í góðu lagi því að það er 2500 krónur sem það kostar. En gallinn við þetta allt vað bara að helvítis auminnginn gerði aldrei eigandaskiptin og fattaðist það ekkert fyrr en að rukkunin kom um bifreiðagjaldið núna í júlí og lenti ég í bölvuðu helvítis stríði við þennan kálhaus. Þegar ég reyndi að hringja í fíflið og fyrst skellti hann bara á. En þegar að loksins var hægt að fá hann til þess að tala var hann bara með stæla og sagði að ég ætti að borga bifreiðagjaldið og eigandaskiptin og neitaði að koma og gera nýtt blað um umskráningu og sagði bara að tengdamamma gæti skrifað nafnið hans á blaðið. Þá minnti ég hann á það að það væri skjalafals og slíkt væri brot á lögum og ef hann yrði með þessa stæla þá myndi ég koma og taka númerin af bílnum og ef hann yrði með fæting í kringum það myndi ég láta hvítukollana koma og taka númerin af bílnum og svo sagðist ég líka ætla kæra hann fyrir bílþjófnað. Hann gæti þá haft það þannig ef hann vildi. Mér væri sossum sama. Þegar ég lauk svo þessari ræðu yfir mann ýldunni átti hann svo í mér hvert bein að það hálfa hefði verið óviðjafnanlega gott. Hann staulaðist svo sauðurinn að tarna og gerði umskráninguna og borgaði einganda skiptin. En djöfull langaði mig til að sparka í helvítið á meðan öllu þessu stríði stóð. Ég hef komist að því með þessu rugli að það eru til fæðingarhálvitar í þessum heimi. Ég og Ximon fundum það út að best væri að lemja hann fast í andlitið með frosnum hakk poka og láta síðan pokann dynja víða á skrokkinn á honum til bragðbætis á eftir. Ja, það verður að drepann