blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++: mars 2006

föstudagur, mars 31, 2006

Mýrar brenna

Í dag loga mýrarnar eins og helvíti. Samt er nú skemmtanargildi þess að brenna sinun okkuð hátt á minn mælikvarða. En það er fljótt að breytast ef allt fer úr böndunum.
Einu sinni var ég að leika mér með Jónda að brenna sinu heima í sveit og missti allt vald á öllu og var rétt nærri því búinn að kveikja í skemmuni hans pabba. Það reddaði mér að Gæi bróðir var heima og vann slökkvistarfið. Símon kom þarna eitthvað að því að slökkva líka. Djöfull var ég feginn að þau gömlu voru í kaupstað á þessu mómenti. Það var til þess að ég náði að fela vegsummerki og sönnunargögn um málið.
Ég held meira að segja að þau viti ekkert um þetta daginn í dag.
Þá vitiði þetta ef þið eruð að lesa þetta núna. Pabbi þú rasskellir mig bara næst þegar ég kem í heimsókn.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ælandi pylsum eins og asni

Ég var nú í þannig ástandi á miðnætti í gær að mér leiddist. Fór ég þá út í bíl og keyrði á Esso-stöðina á Ártúnshöfða og fékk mér tvær pylsur og sítrónutopp. Reif ég þetta svo í mig og fór. Ég var nú ekki búinn að keyra lengi þegar ég þurfti að æla og stoppaði þar sem ég var, opnaði dyrnar og ældi. Svo þegar ég var farinn af stað aftur og búinn að keyra spölkorn þurfti ég að æla aftur. Opnaði ég dyrnar og ætlaði að reka mig hálfan út um dyrnar þegar bílbeltið stoppaði mig af. Ég mátti því kingja æluni í eitt skipti áður en ég náði að losa mig úr beltinu og æla út um dyrnar. Það var kvasst þannig að allt gumsið fauk til eins og þegar maður mígur upp í vindinn. Þannig mátti ég þrífa sletturnar af jakkanum og setja bolinn í þvott þegar ég kom heim. Ég hef ekki ælt svona útum bíldyr á þennan hátt síðan ég var á leiðini heim af Ýdalaballi '97.

sunnudagur, mars 26, 2006

Ég segi það bara

Ég held að þessi flensuskratti ætili bara hreinlega að drepa mig. Ég er að verða vitlaus bara.
Jæja þá er það Brútus .
Benzíngjöfin föst niðri

Hafiði aldrei lent í því að bensíngjöfin festist niðri þegar þið eruð að keyra ? Kom einu sinni fyrir mig og ég var á töluverðri hraðferð. En hafði vit á að rífa bílinn úr gír, bremsa og svo slökkva.

laugardagur, mars 25, 2006

Breyta íslensku reglum

Ég vil breyta fn. og fl. reglunni úr því í bb. Þá á ég við að safn verði þá sabbn og orðin breytist í nabbn, höbbn, stebbna skóbbla og Kebblavík.
Þá held ég nú að Snorri yrði sjálfsagt ánægður með að búa í Stabbni.

Darkbastard er byrjaður að blogga aftur.
Pest

Nú er svo komið að ég er búinn að grípa flensuna. Greyp hana glóðvolga niðrí bæ og fór með hana heim. Núna er ég hreinlega að drepast.
Þá er það bara vídjóið og tölvan og að láta sér batna.
Hemja ?

föstudagur, mars 24, 2006

Klikkuð kerling bara.........

Maður gapir bara. Málið var að konan mín var á msn í gær að tala við systur sína og fleiri. Bað hún systur sína um peningalán uppá 10.000 kall en varð það á að spurningin fór óvart inn á rangann glugga hjá konu sem við þekkjum voða lítið en erum kunnug henni samt. Fékk hún því skilaboðin. Íris ætlaði nú bara rétt að redda því með því að segja "Woops rangur gluggi". En þá komu svívirðingar á borð við "Helvítis sníkidýrið þitt, betlandi peninga eins og fífl" Íris reyndi auðvitað að reyna að koma henni í skilning um að hún hafði gert mistök að kerlingin hafi ekki átt að fá skilaboðin. En það var eins og að reyna að tala við grindverk.
Hún fór að tala um að Íris dópistaleg mella og maðurinn hennar hafi fengið klígju við að sjá hana. Eins sagði hún að dót sem Garðar Máni, strákurinn okkar hafði verið að leika sér með heima hjá henni, hefði hún tekið og fleygt því af því að við værum svo ógeðsleg. Svo sagðist hún vorkenna mér að vera með Írisi og fleira í þeim dúr.
Svo er þetta svo furðulegt að þegar ég hringi þá skellir hún á eða þykist vera önnur manneskja (skakkt númer). Ég veit þá bara að samviska hennar er í þá áttina að kerlingartruntan þorir ekki að eiga orðastað við mig.
Jahh...Ég segi nú bara eitt. EKKI MYNDI ÉG VILJA VERA MAÐURINN HENNAR.

sunnudagur, mars 19, 2006

Ekkert kjaftæði

Ég er núna búinn að afreka það að sjá báðar Saw myndirnar. Ég verð að segja að þær komu bara vel á óvart, þrátt fyrir að þetta sé amerísk framleiðsla. A.m.k. hefur maður á tilfinninguni allan tímann að fórnarlömbin í myndinni muni hafa þetta af og vondikallinn tapi. En svo sér maður að eftir allt er þetta ekki með neinu helvítis "allt er gott sem endar vel" kjaftæði.
Vil fá meira af svona frá henni ameríku.
Verri en gagnslaus

Ég var um tíma á netaveiðum frá Grindavík. Var þá á Mörtu Ágústsdóttur GK-31. Þar um borð kom svo einhver drengdjöfull sem þóttist geta unnið. Ekki nóg með að hann væri gagnslaus. Hann var verri en gagnslaus.
Pælið í því.
Engin helvítis hemja

Þá er maður kominn heim í sólarhringsstopp. Það verður haldið áfram að andskotast á sjónum eins og rófulaus hundur með með sinnep í rassgatinu, næstu sólarhringana. Síðasti túr gerði ekkert nema Keilu og Löngu mestmegnis.
Annars þá var ég að horfa á vestra í sjónvarpinu áðan og var Robert Duvall í aðalhlutverki. Hann er góður leikari. Segi ekki annað.

mánudagur, mars 13, 2006

Crx fer ekki í gang

Fór og ætlaði að setja Honduna í gang í dag. Hún fór ekki í gang en þá reyndi ég startkapla aðferðina. Gekk ekki heldur. Þarf sennilega að spreða í nýjan rafgeymi. Ætla í Vöku núna að kaupa notaðan rafgeymi til bráðabrigða til að geta sett kvikindið í gang.
Svona fer þegar þegar þetta er búið að standa úti svona lengi. Andskotans !

sunnudagur, mars 12, 2006

Hnjask

Maður hefur bara voða lítið að segja núorðið. Það er mikið unnið og lítið slappað af og þá er lítið að segja þegar maður er allur útjaskaður eins og mella. Ég reyni að skrifa eins og ég geteða vera virkur á einhvern hátt. Maður bíður líka voða spentur eftir a fá afhenta íbúðina en það mungerast fljótlega. Annars fór ég með Símoni á kaffús í dag og bar þar margt á góma og ýmisar skemtilegar hugmyndir komu fram.
Ótrúlegt helvíti það bara hvarf heil bloggfærsla sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Hún var búin að hanga inni nokkuð lengi og svo bara hvarf hún. Voða dularfullt eitthvað.
Nú sofna ég.