
Djöfull eru bækur Arnalds mergjað góðar. Ég fékk "Bettý" í jólagjöf og las hana nánast alla samfleytt um jólin. Sú bók er hrein snilld og mjög vel skrifuð. Svo í hálfkæringi keypti ég mér "Synir duftsins" eða konan gaf mér hana reyndar svona í ganni og sú bók er sko ekkert að gefa þessu eftir. Ég er með þá bók í kojunni hjá mér í skipinu og er að farast úr spenningi. Hún er mjög góð. Arnaldur er algjör snillingur og kann vel að skrifa góða reifara. Ja það verður að drep'ann.
Svo var nýr og glæsilegur veitingastastaður "tætt hæna" að opna fyrir stuttu og hvet ég alla matmenn til þess að reka þar hausinn inn og gæða sér á ljúffengum réttum. Matseðilinn má berja augum hjá Ximon
Engin ummæli:
Skrifa ummæli