blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, ágúst 16, 2004

SKÁPÚÐAR


Já eitt sem ég sá þarna á sæðingardeildinni (fæðingardeildinni) var að þar stóð á einni skúffuni á ganginum orð sem ég fæ engan botn í. "Skápúðar". Hvort er átt við um Ská púða, púða sem eru notaðir í eitthvað til að leggja eitthvað á ská eða Skáp úða, úða til að úða í skápa, hreinsiefni mögulega. Kannski er þetta prentvilla og orðið sé skáppúðar eða púðar sem notaðir eru til að hafa innan í skápum. Veit ekki til hvers en orð þetta þykir mér dularfullt. Það liggur beinast við að ég fari þarna niðrettir til að gá í skúffuna og sjá hvað þetta er, skápúðar.

Engin ummæli: