blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, apríl 14, 2005

TÓNLIST

Það er svo allavega hvernig músíkin fylgir manni í gegnum tíð og tíma. Ég held samt að ég sé búinn að spila Bubba og Bítlana upp til agna. Orðinn leiður á því. Þessi plata sem Bubbi gaf út seinast "Tvíburinn"...æi ég veit það ekki. Nei held ekki.
Hinsvegar er ég svolítið í því að hlusta á Rem, Radiohead sem og Take that. Jabnvel það að Rolling stones og Troggs svo og margt annað gott rokk nerti hjá mér nálina af og til. Dauðarokk frá böndum eins og Satyricon, Napalm Death og Sepultura er auðvitað alltaf við hæfi.
Tenórar og karlakórar eru einnig eitt af mínu uppáhaldi þessi misseri.
Mæli þið með einhverju ?

Engin ummæli: