blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 24, 2005

ATVINNULEIT

Image hosted by Photobucket.com

Einu sinni vantaði mig vinnu. Ég var orðinn leiður á vinnustaðnum sem ég hafði þá verið á sem var fiskverkun í Hafnarfirði. Ég grýtti því af mér slorgallanum, hljóp inná kaffistofu, settist niður og kveikti mér í sígarettu. Tók ég þá kexpakka sem lá þar hálf étinn, vitri hann fyrir mér og las svo litla letið sem var undir pakkanum. Þar stóð: Kexverksmiðjan Frón Skúlagötu 28 Reykjavík Sími 5511400.
Tók ég þá upp tólið þarna á kaffistofunni, hringdi í Frón og bað um vinnu, sem og ég fékk.
Vann ég þar næsta eitt og hálft árið.

Engin ummæli: