blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, nóvember 21, 2005

HREKKJUSVÍN

Já ég segi nú ekki annað en SVEIMÉR. Já, ef ég er ekki hrekkjusvín aldarinar þá veit ég ekki hvað. Ég nebbla á svona helvíti flottann kveikjara sem gefur frá sér raflost en ekki eld eins og flestir kveikjarar gera iðulega. Þetta er ég svo búinn að ganga með, milli manna hérna um borð og allir verða þeir gráhærðir sem prufa að kveikja. Einum varð svo um þetta að hann var í sjokki lengi á eftir.

Svo var það einn annar hrekkur sem heppnaðist svo mjög þegar einn okkar var að húkka í fiskana sem komu upp á línuni, að inn kom Steinbítur. Steinbíturinn spriklaði svo niður á gólfið en lenti ekki í þar til gerða rennu sem hann átti að lenda í. Svo var hann að sprikla þarna um lappirnar á félaga mínum og hann alltaf að baða löppunum eitthvað til, svo að Steinbíturinn biti hann nú ekki. Þá læddist ég til og kleip vin minn í sinina fyrir ofan hælinn og skríkti svo hátt um leið. Ég hélt sveimér að drengurinn ætlaði útbyrðis, hann hrökk svo við. Allavega las ég manndráps löngun úr augnaráði hans svona eftir á að hyggja.
Nóg komið af bullshiti.

Engin ummæli: