blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, október 31, 2006

Brauðrist

Haldiði ekki að það sé bara komin löndun hjá okkur. Búnir að fylla dallinn enn og aftur. Allavega þá er ég búinn að vera með háþrýstidæluna stjórnlausa í alla nótt við að þrífa úti á dekki. Svo þegar búið er að binda er ég bara stokkinn inn í fiskverkun Djúpavogs til að sníkja mér í tölvu inn á skrifstofu.
Annars er þetta orðið þreytandi. Mig langaði virkilega til að fara á Airwaves kjaftæðið en ég er sjómaður og verð að sætta mig við að missa alltaf af öllu. Reyndar eru 99,95462584785546107 % líkur á því að ég hætti þessu helvíti í vor og fari að vinna í landi. Málið er að ég er búinn að vinna við allan andskotann. Ég nefni fiskvinnslustörf, pizzusendingar, kexframleiðslu, tryggingasölu, hellulagnir og svo hef ég líka unnið heilmikið á lyftara.
Hvað ætti ég að vinna sækja um að fá að vinna við í vor. Komið með tillögur.

Engin ummæli: