blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Næs sunnudagskvöld

Þá er helgin að verða afstaðin. Búinn að gera mest lítið af mér. Jú fór með Írisi og Garðari Mána á róló, eldaði grjónagraut, át sperðla, lagaði fjárhag minn svo um munar og tók til í bílnum mínum. Mér finnst voða gott að vera til á sunnudagskvöldum. Það er allt eitthvað svo rólegt.
Það var voða gaman hér áður að hlusta á þáttinn Frjálsar Hendur sem Illugi Jökulsson hafði umsjón með á Rás1, á sunnudagskvöldum. Dálítið skemmtileg stemming og spennandi að vita hvað hann tæki fyrir í þeim þætti sem var að byrja. Yfirleitt var það alltaf áhugavert sem hann fjallaði um. Það voru oft einhver fræði eða einhverjar sögusagnir, eitthvað úr mannkynssöguni, Íslendingasögunum eða þjóðsögunum. Hann tók einhverntímann fyrir nokkuð skemmtilegar þjóðsögur úr bókinni Þjóðsögur og Munnmæli. Man eftir sögunni um Katanesdýrið sem var ófreskja í tjörn á Katanesi. Hún var á stærð við kvígu, með stuttar lappir og eins álna langan hala og með langan digran haus. Hana sáu margir og öttuðust mjög. Sýndust menn hún synda hraðar en hún hljóp. Engum banaði dýrið samt. Menn ætluðu að ná skepnunni og koma henni fyrir kattarnef og tæmdu tjörnina með því að grafa skurð frá henni og niður í sjó en aldrei fundu menn þó skepnuna.
Jæja ég ætla að slappa meira af og fá mér bók að lesa.

Engin ummæli: