blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Enn meiri draugagangur

Jæja ! Núna er ég búinn að lesa nokkrar draugasögur svona fyrir svefninn. Ein sagan segir af hermanni sem var á ferðinni milli staða í Lýbíu rétt eftir lok fyrri heimstyrjaldar, þegar mikill stormur fer í gang. Kallinn stoppaði bílinn og fékk sér bjór( sjálfsagt ekkert ólöglegt að skvetta sig fullan undir stýri í Lýbíu) En þá sér hann mann í ómerktum herklæðnaði skálma eftir veginum en kallar í hann að koma inn sem og hann gerði. Þeir sátu lengi lengi og sötruðu bjórinn og spjölluðu þangað til að veðrið gékk niður og þeir kvöddust með handarbandi. "Hönd hermannsins var bæði köld og stíf". Svo var hermaðurinn aftur á ferðinni þarna um nokkrum dögum seinna á módorhjóli en staldraði við þar sem verið var að draga burt hræ af þýskum skriðdreka sem hafði orðið fyrir sprengjuárás í stríðinu, rétt hjá þeim stað þar sem hann hafði sopið bórinn með göngumanninum. Hann gaf sig á tal við kallana sem voru að bjástra við þetta og sagði einn þeirra að þeir hefðu geymt lík eins hermannana undir segldúk við skriðdrekann. Maðurin rak upp öskur þegar hann sá að maðurinn undir segldúknum var sá hin sami og hann drakk bjórinn með nokkrum kvöldum áður.

Svo þegar maður skoðar smáauglýsingar í FBL er ekki hjá því komist að sjá atvinnuauglýsingarnar. Þetta eru einna helst leikskólar, verslanir eða veitinvastaðir sem eru ALLTAF að auglýsa eftir fólki. Ég segi: Borgarfulltrúar, verslunar og veitingahúsaeigendur. Til að sporna við frekari mannekklu Í ykkar stafshúsum. BORGIÐI ÞÁ STARFSMÖNNUM YKKAR HÆRRI LAUN FÁVITAR !

Engin ummæli: