blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Drullan drýpur af enni fram

Djöfull er ég orðin leiður á að heyra fréttir að slagsmálum innan framsóknar. Flokkurinn er búinn að skíta upp á hnakka og alveg fram á enni. Annars var nýr borgarstjóri knrýndur í henni Reykjavík í gær og æi ég veit það ekki. Ég veit ekkert hverjir eru í samstarfi með sjálfsæðismönnum í þessu. Er ekki með á nótum þessarar þvælu. Allavega þá myndi ég ekki vilja vinna þarna. Endalaus slagsmál og grenjur í kringum þetta helvítis mambó. Held að þessu pakki væri nær að gera eitthvað heldur en að standa í þessu endalausa karpi. Jú Jú á meðan ég sat og moðaði í mig sviðum í gær heyrði ég nýja borgarstjórann þylja upp loforðalistann inn úr stofunni. Svona dæmigert helvíti sem aldrei er efnt. ALDREI. Mér væri svo skapi næst að ganga í framsókn rétt fyrir næstu kosningar, versla mér alveg böns af rándýrum sparifatnaði á kostnað flokksins, setja hann þannig á hausinn og stinga svo af.
En nú ætla ég að fá mér hafragraut og súrt slátur.

Engin ummæli: