Skítalykt
Nákvæmlega! Einmitt þegar búið er að ýta sjálfstæðis gríluni úr ríkisstjórn og miklar mannabreytingar hafa orðið hjá ríkissaksóknara er loksins farið að taka upp gömul mál sem þessi. Það þykir mér líklegt að einhver pólitískur skíthaus með ítök innan lögreglunnar sé viðriðinn þetta mál og hefur því aldrei neitt verið aðhafst frekar með það. Ég er einnig á sama máli um Geirfinnsmálið. Eintóm skítalykt og ekkert annað en stórfelld spilling.
Og talandi um þetta Geirfinnsmál þá hafa komið fram kenningar sem sjá má
hér. En mér þykja þær vera það sterkar að vert væri að athuga þessi mán nánar. Nei konan sem gerði uppgötvanirnar um þessi mál fékk hurðina skellta á nefið á sér í dóms og lagakerfi landsmanna sem segir manni það að lögreglan og allt dómsmálabatteríið hefur eitthvað virkilega ljótt í pokahorninu varðandi málið. Það er alveghreint með ólíkindum að svona lagað skuli þrífast í fokkans þjóðfélaginu. Bara til háborinnar skammar.
Lisa Nilsson - Det Vackraste Jag Vet
Svenne & Lotta Hedlund - Bang en boomerang
Engin ummæli:
Skrifa ummæli