blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, október 08, 2010

Huhuhuhuhuhu


Ég man þá tíð þegar þessi diskur var límdur fastur inn í geislaspilaranum sem ég fékk í fermingargjöf þarna um árið. Það var á tímum Snuff99, sænsk munntóbaks og tilrauna til sveindómsmissis. Stuttmyndir og svívirðileg símaöt viðgengust þá enda númerabirtar ekki komnir á markað á þeim tíma. Já svíveirðilegri en andskotinn. Seiekki meira. Góðir tímar. Stuttmyndirnar voru blóðugar enda vorum við félagarnir þarna heima að uppgötva kvikmyndir Peter Jackson's sem var einmitt þekktur fyrir splattermyndir. Við gátum, þar sem heimaslátrun á einum bænum var lokið, notað kindablóð og kindainnyfli og gerðum við nokkuð veheppnaða splattermynd sem við tókum upp á eyðibýli í Reykjadal. Það verður að fara að koma því í verk að koma þessum verkum á tölvutækt form og troða því svo inn á youtube. Það kemur seinna.

Nirvana - Jesus Doesn't Want Me To a Sunbeam

Nirvana - Come As You Are

Engin ummæli: