blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, maí 21, 2011

Ruslatunnukrakkarnir

Hver man ekki eftir þessu kjaftæði. Nú hafa þeir hjá Topps farið út í það að endurútgefa Garbage Pail Kids undir nafninu Flassback. Ég datt niður á þetta rugl á góðum stað og nældi mér í nokkra pakka svona til að sjá hvort að ég fengi eitthvað gamalt uppáhald. En já, maður safnaði þessu drasli þegar maður var krakki og í pökkunum fylgdi með eitthvað ógeðslegt tyggjó sem alltaf endaði í ruslinu og svo bíttuðu menn á milli sín myndum og urðu oft harðvítug átök um flottustu myndirnar. En svo endaði þetta auðvitað útum allt gólf inní herberginu og endaði bara í ruslinu nokkrum misserum á eftir tyggjóinu. Annars getiði séð meira um Garbage Pail Kids á youtube.

Engin ummæli: