blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 22, 2012

Já já það held ég bara

Assgoti góðir dagar að undanförnu. Fór í Kolaportið og verslaði mér hákarl og niðursoðna þorskalifur sem er voðalega gott að setja oná rúgbrauð. Fékk að vísu hvínandi brjóstsviða af þessu en því var reddað með Samaríni. Kaffi með því er svo til að bæta það. Kaffi hressir bætir og kætir finnst mér. Annars gerir maður lítið annað en að liggja í neftóbaki og skrifum þessa dagana. Það hefur loksins borið til tíðinda með handritið mitt en frá því verður greint betur síðar. Annars er ég hálf vængbrotinn með þessa síðu þar sem ég get ekki póstað hér inn mp3 en lagfæringar á því eru væntanlegar innan skamms. Núna þarf ég að fara í búðina og kaupa eitthvað í matinn.

Engin ummæli: