blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, júlí 01, 2012

Gamlir tímar og rugl

Alltaf skal maður vera spáandi i fortíðinni. Er undirmeðvitundin virkilega svona mörg gígabæt að eitthvað poppar upp í draumi, tengt einhverju sem maður hélt að maður væri búinn að gleyma fyrir löngu síðan birtist manni sem heilskær minning, eins og hún hafi gerst í gær eða, þessvegna bara rétt áðan? Ekki er þetta neitt merkilegt miðað við það þegar ég fékk raflostið úr lampanum uppá háalofti þegar ég var lítill eða þegar ég var rétt nærri því búinn að hengja mig í buxnabeltinu hennar mömmu. Helvítis fikt alltaf. Einu sinni var ég nærri því búinn að kveikja í skemmuni þegar ég ákvað að kveikja aðeins í sinunni fyrir utan hana. Eins gott að ég náði að slökkva eldinn og sem betur fer voru foreldrarnir í kaupstað þegar þetta skeði. Þá hefði ég nú aldeilis fengið fyrir ferðina. Svo af því að það var svo mikið drasl þarna fyrir utan þá tók ég bara drasl og setti yfir brunablettinn og faldi hann þannig. Þau vita sennilega ekki neitt um þetta í dag. Og sem betur fer kviknaði ekki í skemmuni. Gastæki og allskonar eldfimt drasl þar inni. Svo líka á gamlársdegi, þá kveikti ég nú bara lítið bál utan í húsinu heima hjá mér. Þykir mildi að fullorðið fólk kom þar að og slökkti bálið og í sinuni utan í húsinu áður en allt fór í bál og brand. Svo varð maður hissa þegar manni var sagt að maður væri klikkaður krakki. En nú er bara að snúa sér að einhverju að til að pæla í. Gera það sem þarf að gera. Lífið er flókið en engin geimvísindi samt.