blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júní 10, 2013

Góðan mánudag

Ég byrjaði á að fara með eldri soninn á leiklistarnámskeiðið, fyrsta tíma í dag. Hann langar að verða leikari á komandi fullorðinsárum og því geri ég það sem í mínu valdi stendur til að leggja grunn að því. Flott ef maður sjálfur hefði haft færi á að gera slíkt hið sama í æsku en það var víst bara helvítis fótboltinn sem aðallega var í boði í þá daga í minni sveit en ég nennti auðvitað ekki að eyða litlum frítíma mínum í að hlaupa inn á snjáðan túnblett til þess að hreyfa mig eitthvað. Maður var nú reyndar í körfuboltanum þegar hann komst í tísku með tilkomu NBA mynda sem menn söfnuðu vilt og galið eins og enginn væri morgundagurinn. Ágætis sport fannst mér. Þó fannst mér meira varið í að eyða frímínútunum í að rölta yfir í tónlistarskólann og slá á gítarstrengi á þeim tíma sem ég var að læra á slíkt. Maður tók þó þátt í skólaleikritunum á árshátíðum og litlujólum, en þó voru það nú helst einhverjir uppáhalds og vel útvaldir sem fengu flottu hlutverkin. Drengnum mínum leiðist fótboltinn eins og undirritaður og er ég því ekkert að ýta honum í það neitt frekar en hann vill. Nær að hvetja hann til að gera það sem hann langar. En nú er ég að hugsa um að fara á klósettið. />
------------------------------------------------------------------------------------ />
En áður en ég fer á klósettið þá verð ég að segja að mér datt allt í einu í hug þegar ég var í verslun um daginn að athuga hvort Sana Sol væri fáanlegt. Gerði nú ekki ráð fyrir því þar sem ég hef ekki séð þann varning síðan ég man ekki hvenær. En maður var látinn taka þetta inn sem barn ásamt lýsinu til þess að maður yrði nú ekki aumingi. En Sana Sol fæst víst ekki lengur enda er fólkið í landinu að verða aumingjar meira og minna eða bara heimsbyggðin öll. En það er víst til lag um Sana Sol. Þar hafiði það.
Sana Sol Sangen

Engin ummæli: