blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, maí 19, 2003

Hey sjáið þetta
Ég keipti mér nýjan Nokia 3310 síma um daginn og Kári í 200.000 naglbítum afgreiddi miig. Skemtilegt að hitta á drenginn. Við fórum nú ekkert í neinar gamladaga upprifjanir en ég ég lét hann hafa heimasíðu Ximonar Þar sem að til eru myndir úr litlulaugaskóla frá í gamladaga. En ég er búinn að fá mér annan síma þ.e. Sony Ericsson en það er hægt að kaupa við hann stafræna myndavél svo að maður getur máski sett eitthvað af myndum úr mínu daglega lífi inná bloggið. Ein mynd á pistil kannski eða eitthvað svoleiðis. Annars heyri ég mjög illa í símanum þegar hann hringir ef hann er einhverstaðar í húsinu og ég einhverstaðar allt annarstaðar. Ég nefnilega heyri ekki nógu vel. Ég einmitt pældi í því fyrir stuttu af því að ég heyri illa og á það til að gleyma hlutum auðveldlega, að þegar ég verð gamall kall verð ég örugglega minnislaus og heyrnarlaus. Ég er ekkert sérlega liðugur og verð örugglega stirður líka. En af því að þoli ekki Djúpulaugina og American idol og leiðist Eurovision óstjórnlega mikið og vil horfa á fréttir og veður í friði verð ég eftir 55ára aldurinn pottþéttur leiðindakall. Svona algjör fýlu kall. "helvíti Júróvisión. Er ekki hægt að fá að hlusta á Orð kvöldsins hérna. Lækkiði í þessum andskota ég er að hlusta á rás 1"
Ef ég yrði lögga myndi ég vera algjör Taggart síns tíma. Og hananú

Engin ummæli: