blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júlí 21, 2003

Ég og Trausti höfun notað orðið "pintill" nokkuð undanfarið og án þess að vita nokkuð hvað orðið "pintill" þýðir. Við höfum notað þetta orð yfir "pistill" og svo var nikk neimið hjá mér á msn, Pintill. Svo hef ég alltaf haft þá hugmynd í hausnum að sá böðull sem sér um að pína fólk til að játa á sig eitthvað eða pína einhvern til dauða, væri kallaður "pintill" því að hann, jú, pintar. Þetta orð datt mér bara í hug þegar ég var lítill að leika mér einu sinni. Veit ekki af hverju. Svo dróg forvitni mín mig nær þessu orði "pintill" og ég ákvað að gá hvort þetta orð væri til í íslensku orðabókinni. Viti menn ég fann orðið "pintill". Pintill er samkvæmt þessari ágætu skruddu, getnaðarlimur hvals. Þá má einnig líka skrifa "pyntill". Þá vitiði það. Annars gerði ég gerði ekkert um helgina. Eitthvað voða lítið. Jú ég eldaði mat og bjó til ónýta sósu og ofsauð spagettí. Ég reyndi að þvæla þessu oní mig en henti þessu svo bara. Þetta var vont. Ég Ég sauð þess í stað hrísgrjón og át það með túnfiski. Það var ágætt. Ég gaf þessum ágæta einfalda rétt, nafnið Thai tuna shit. Svo er ég að vonast til þess að bíllinn komist úr viðgerð í vikunni. Þetta er ekki hægt svona. Svo er fundur hjá mér í dag. Þryfti að stunda fundina betur en ég hef gert undanfarið.

Engin ummæli: