blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, mars 23, 2004

Jack Nicholson er frábær

Ég hef verið að horfa dálítið á myndir með Jack Nicholson, sem reyndar er í miklu favoríti hjá mér. En myndirnar eru About Schmidt, The witches of Eastwick. The shining og Gaukshreiðrið.
About Schmidt fannst mér alveg hreint gerenjandi snilld. Spreng hlægileg og skondin. En jafnframt dálítið grátleg í senn.
Hinar þrár eiga það sameiginlegt að þar leikur Jack geðsjúklinga. Reyndar djöfulinn í The witches of Eastwick, en það er nógu geðveikt. En það er ekki endilega málið, heldur hvernig hann nær því með einskærri snilld að leika geðsjúklinga, svona hvern á sinn ólíka hátt. Já því er ekki logið upp á manninn þann arna, að hann tekur sig vel út sem geðsjúklingur. En svo í myndinni As Good as it Gets, sem ég sá einnig um daginn, leikur sérvitan fáráð sem lætur ser engu skipta þó að hann móðgi fólk, troði því um tær eða nágranninn í næstu íbúð sé barinn í klessu. En að vísu verður það mál gert að hans vandamáli sem leiðir til þess að hann hugsi sinn gang og breyti viðhorfum sínum.
Svo vil ég minna á ný uppvakinn fréttavef en það er Apótek. Endilega kíkið.

Engin ummæli: