blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, september 15, 2005

HÁSPENNUDRULLA

Einstaka sinnum kemur fyrir að ég skrepp í háspennu til að gambla dálítið. Þá sjaldan ég legg ég leið mína að spilakassa fer ég sjaldan með meira en fimmþúsundkall og gullpotturinn verður líka að vera hærri en 5 millur. Það eru mínar reglur.
Í nokkur skifti hef ég unnið meira en 10.000 en oftast gengið tómhentur út. Það er nú það. Svo var nú kéllingin mín eitthvað að flækjast þangað inn í gær og setti þúsundkall í einn kassann og spilaði hann niður í ekki neitt. Fór hún að því loknu í spilakassann við hliðina og var að klára þar einn skitinn fimmhundruðkall þegar einhver kall pungur fór í kassann sem hún var í síðast, kastaði í tvö skifti og vann gullpottinn sem var tæpar 7 milljónir.
Kveikja í þessu.

Engin ummæli: