blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Laga bílinn

Jæja ! Þá er maður búinn að afreka ýmisslegt í dag. Rúðuþurrkurnar voru bilaðar og búnar að vera það dálítið lengi. Armarnir sem lyggja frá mótornum og uppí þurrkublöðin voru ónýtir. En loksins fór ég í B&L og keypti mér nýja arma í Hjondæinn. Þurfti að taka rúðuþurrkurnar í burtu og skrúfa allt niður í klessu og skipta um armana sem voru alveg gjörsamlega kolryðgaðir. Engin furða að þeir skyldu ekki meika að hreyfa sig. En allavega þá get ég keyrt um í rigningu og séð um leið hvert ég er að keyra. Gott að þurfa ekki að styðjast eingöngu við minnið.

Engin ummæli: