blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Pibarkögur

Svei ég er bara vakandi fyrir allar aldir. Fór með Garðar Mána í leikskólann áðan. Skemtilegt að sjá hvað Venus er svaka skær á morgunnhimninum. Ég sakna þess eiginlega að eiga ekki stjörnukíkir lengur. Stórkostlega gaman að skoðareikistjörnurnar í stjörnukíki sem og tunglmyrkva og þannig dótarí.
Var allur í þessu í dentíð sko....

Sveimér ég á enn leifar af piparkökunum síðan um jólin. Er að éta af þeim núna og drekka kaffi. Nóg til.

Engin ummæli: