blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, mars 23, 2007

Ömurlegt

Sá ömurlegi atburður átti sér stað að einn ágætis kunningi minn. Strákur sem ég vann lengi með, tók líf sitt á dögunum. Ég sit hér og hugsa hvað þetta er eitthvað svo ömurlegt. Eitthvað svo vonlaust. Þetta skilur fólk eftir svo málalaust. Strákurinn var ekki í neinum óvenjulegum kringumstæðum. Ekkert rugl og eða neitt. Bara allt undir kontról. En samt endar þetta svona. Þetta er svo óskiljanlegt að ég ætla ekki að reyna að skilja það. Veit bara núna að góður drengur er farinn í gröfina sem er ömurlegt. Vona að hans bíði metra líf með þeim sem á undan eru gengnir. Vona að hann geti unnið sig úr vanda þeim sem hann gat ekki leyst hérna megin.
Hvíl í friði vinur minn.

Engin ummæli: