blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, mars 11, 2007

Öskurapar

Ég og fleiri skipsfélagar mínir erum mikið í því að flaka fisk og hengja upp aftur á skut, við hitablásarana og búa til bitafisk. Kemur nokkuð vel út. Verður samt frekar þurr. Svo er Tyrkis Peber búin að vera vinsæl vara um borð hjá okkur. Erum mikið búnir að smjatta á því. Annars fórum við sjóferð langt vestur af Snæfellsnesi og lögðum í brælutussu. Svo mikill var veltingurinn að ég svaf ekkert tvær frívaktir. Það leiddi til þess að maður varð pirraður og önugur og sí öskrandi á allt og alla. Veit ekki hvað það er. Sjómenn hafa oft verið annálaðir fyrir að þurfa alltaf að vera öskrandi. Ekki beinlínis mikið um það hjá okkur og það heyrist lítið í mér hvað það varðar. En það verða stundum læti á þessu. Ég var einu sinni á netaveiðum á Mörtu Ágústsdóttur GK frá Grindavík og þar voru allir ævinlega öskrandi hver á annan. Eitt vélstjórakvikindi sem er fimmtugur illa skeindur api stóð mikið á orginu þarna. Enda ber hann viðurnefnið "brjálaði". Ég kalla hann bara kallpunginn. Svo var strákgemlingur þarna alveg stjörnuvitlaus. Hann var svona æpandi alltaf eins og arlam í vekjaraklukku. Alveg að drepast úr töffaraskap líka. Alveg hálviti. Jæja ég nenni ekki að skrifa um fæðingarhálvita sem ég hef unnið með. Sumir eru bara alveg hálvitar.
Best að fara í sturtu núna.

Engin ummæli: