blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júní 09, 2007

Mikil ósköp eru þetta

Jæja, þá var landað á djúpavogi í dag. Komum með koppinn stappfullann af fiski. Er samt enn að hnusa eftir hafmeyjunni hans Grímsa. En, hey. Maður veit aldrei hvað skeður á sjónum.
Er búinn að skrifa dálítið. Þarf að koma mér í skrifgírinn aftur. Sagan fer að verða búin fljótlega En reyndar er ég byrjaður að skrifa aðra með sömu aðalpersónur og í þeirri sem ég er að klára.
Svo er ég búinn að klára að lesa Ofvitann eftir Þórberg. Ætla að prufa aðra Þórbergsbók, Bréf Til Láru.
En núna ætla ég að storma um borð og sleppa. Ný sjóferð að hefjast núna strax.

Engin ummæli: