blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, desember 02, 2007

Mitt litla hjarta

Jæja, þá er ég kominn í frí. Já ég vil reyndar byrja á að þakka fyrir afmælis kveðjurnar. En ég er ofdekrað krakkarassgat. Þannig er að West Ham kannan mín góða brjóttist í miklum veltingi úti á sjó um daginn og hún Íris mín vorkenndi mér svo mikið að hún stikaði upp í búð og keypti nýja West Ham könnu og gaf mér hana í afmælisgjöf. Þá kom tengdamamma færandi hendi og gaf mér West Ham tösku og svo var mér færður mjúkur pakki frá mági mínum og svilkonu en þar leyndist West Ham sængurver. Sem sagt, mér líður eins og ég sé ofdekrað krakkarassgat.
Þegar ég stóð í gær úti á dekki svissaði ég útvarpinu mínu af Ipodinum yfir á rás2. Þar voru spiluð jólalög. Það gladdi mitt litla hjarta.

Engin ummæli: