blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, október 11, 2008

Það er spurningin

Viltu byrja með mér, er spurning sem er oft erfitt að æla út úr sér. Já hún brennur á vörum margra og það þarf kjark til að bera spurninguna fram. Margir guggna en margir sigrast á óttanum og láta vaða. Spurningin er sennilega algengust meðal fólks á gelgjuskeiði, því fullorðinn einstaklingur lætur svona hluti vanalega koma án formlegheita. Á sextánda ári var ég staddur á Húsavík og lét ég spurninguna flakka til ónefndrar manneskju, eftir langt stöngl og samningaviðræður við óttann og kvíðann. Fékk reyndar synjun en ég var ánægður í hjarta mínu fyrir sigurinn. Held svona eftir á að hyggja að þetta hafi verið ákveðið manndómspróf eða nokkurskonar manndómsverkefni. Lífið er ein áskorun. Nú væri svona gaman vita í stuttu máli um ykkar reynslu af akkúrat þessari spurningu.
10cc - I´m Not In Love Þetta lag lýsir svo lundarfari mínu þegar ég gekk hryggur á brott eftir að hafa verið hafnað

Engin ummæli: