
Ég er snillingur í laufabrauði. Það vita allir sem séð hafa. En þá er komið jóla frí. Ég er að reyna það þessa stundina að gera ekki rassgat. Það er voða gott að gera ekki neitt. Kannski hella upp á kaffi og kveikja á tölvunni, reka við og halda svo kjafti.
Það voru haldin þessi fínu litlujól um borð hjá okkur á landleiðinni frá austfjörðum til Grindavíkur. Kokkurinn hitaði kakó og bar fram smákökur og svo kom jólasveinninn með pakkana. Ég fékk þessa fínu jólakönnu. Einhverjir fengu nammi og einn fékk barbídúkku. Síðan stoppuðum við aðeins við í Vestmannaeyjum þar sem klukkann var nú bara hálf sex og vöktum skipstjórann okkar með jólasöng og látum.

Willie Nelson - Country Willie
Engin ummæli:
Skrifa ummæli