blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 25, 2009

Allskonar og amma hans

Fari það kolað. Ég er nú svo skítþreyttur núna að ég veit ekki hvað ég heiti. Er búinn að vera svona allt fjandans fríið geispandi og gapandi í tíma og ótíma. Hef ekki lent í áður að koma heim í frí svona ógeðslega langþreyttur.
Það er merkilegt að þvælast á sölusíðunum á barnalandi. Fólk að losa sig við allt draslið sem það fékk sér í góðærinu mikla og skuldar upp fyrir hvirfil. Það er hægt að fá allskonar drasl þarna, playstation tölvur, kaffivélar, hestavörur, veiðidót, plasmasjónvörp, fartölvur og bara allskonar drasl sem fólk hefur keypt sér á raðgreiðslum og á þannig lagað ekki rassgat í því heldur. Merkilegt.
Ring 2 er í sjónvarpinu. Shit er það leiðinleg mynd. Fyrr má nú vera.

Engin ummæli: