blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 28, 2009

Hvað segir klóssettið þitt um þig?

Ef klósettið mitt gæti talað þá seggði það mér sjálfsagt að borða eitthvað hollara. Jafnvel að það væri skítabragð af hægðunum mínum. Ég er núna búinn að brasa við að laga jólatrésfótinn því að jólatréið mitt hefur undanfarið hallað töluvert í suð-vestur. Einhver myndi nú segja,"iss smá halli á jólatré gerir nú ekkert til". Jú, þegar hallin dugir til þess að tréð dettur á hliðina. Ég er sum sé búinn að teipa við þetta eitthvað að spítukubbum sem ég nota sem stoðir. Tréð hallar samt smá ennþá. Held að ég sendi það á haugana eftir þrettándann. Ég er svo núna að úða lögum inn á nýja 16gb Ipodinn sem ég fékk í jólagjöf. Sá gamli sem var 8gb var orðinn of þröngur. Dugði samt vel frá því að hann var keyptur á góðæristímum 2006 þá um haustið en svo drullaði hann upp á bak fyrir skemmstu. Ekki gott.

Engin ummæli: