blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

Hef verið að lesa bækur og hlusta á vínylplötur undanfarið. Gert mikið af því tvenna og geri aldrei nóg af svo góðu. Fekk keypta Shadowsplötu og eitthvað jólalagadót og margt fleira. Svo hef ég verið að lesa helling. Er búinn að lesa bók eftir Þórberg Þórðarson, Ingvar Ambjørnsen, og er núna með í lestri, Svartur á leik eftir Stefán Mána. Svo er ég að skrifa líka sjálfur og er í töluvert góðu stuði við slíkt þessa dagana. Annars er ég búinn að vera blogglatur undan farið en úr því ætla ég að bæta.
---------------------------------------
Furðulegt hvað maður dettur niðrá á netinu. Ég horfði alltaf á Heidi, Pinocchio og Nils Holgerson sem krakki. Fann þetta af tilviljun þegar ég var að grúska í þáttaraðamúsík á piratebay. Þetta voru svona þær teiknimyndir sem maður horfði hvað mest á sem krakki.

Nils Holgerson_-_German opening


Heidi - German opening


Pinocchio - German opening

Engin ummæli: