blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, nóvember 07, 2010

Þjóðsögur

Einhverjir snillingar tóku upp á því að kvikmynda nokkrar af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sennilega er þetta leikið af einhverjum ungmennafélags leikhóp og sæmilega leikinn af því fólki sem þar eiga hlut að máli. Torfbærinn að Glaumbæ í Skagafirði er aðalleikmyndin í þessari snilld. Þetta eru sögurnar:
1. 18 barna faðir í álfheimum.
2. Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður.
3. Pétur með sturlan.
(og svo mínar uppáhalds)
4. Presturinn og djákninn.
5. Hver rífur svo langan fisk úr roði.
Skylduáhorf aðdáenda þjóðsagna Jóns Árnasonar.
-------------------------------
Ég stekk stundum á countrydiska sem ég finn í búðum og kaupi þær þó svo að ég hafi ekki hugmynd um hvort þetta sé eitthvað boring drasl eða helvíti gott. Reyndar finnst mér country í flest öllum tilfellum skemmtileg áheyrnar og svo eru country diskar svo ódyrir ef þetta er eitthvað samansafn af hinu og þessu. Country fjallar reyndar svo voða mikið söknuð, ástarsorgir og vonbrigði eða þá sveitastráka sem hafa verið straponaðir til blóðs af sveitastelpunni sem þeir voru ástfangnir af og er stungin af úr sveitinni og komin í stórborgina. Svo er þetta líka sungið allavega og hingað og þangað. Það er mjög gaman að hlusta á country finnst mér.

Roy Acuff - Please Help Me I'm Falling


Barbara Fairchild - Cheating Is

Engin ummæli: