
Senn fer svo að líða að því að kökuheflið verði tekið fram og flattar verða út laufakökur sem síðan verða skornar út. Það fjandans laufabrauð sem maður fær út í búð tilbúið til laufaskurðar eða bara alveg tilbúið er auðvitað ekki hægt að kalla laufabrauð. Nei, það verður að vera með laufskorningi í kantana og hafa laufin uppábrett og svo steikt uppúr tólg en ekki uppúr þessari fjandans jurtafeiti. Þetta er ekki laufabrauð þetta helvíti. Ég er sennilega of þingeyskur fyrir þetta drasl enda alinn upp við það að éta heimagert og almennilegt laufabrauð.
Jæja, ég ætla svo að lesa bókina 19.nóvember sem ég keypti mér í gær. Vita hvað hann ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi Geirfinnsmálið þessi rannsóknarlögreglumaður úr Keflavík. Held bara að hann sé að reyna að réttlæta klúðrið í bókinni þessi maður. En við skulum sjá.
--------------------------

Þetta er gott. Það er fjör í þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli