blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, desember 16, 2010

Helvítis sjónvörp

Ég er nú búinn að sitja og góna á tvo þætti af gamanmálum Frímanns Gunnarssonar þar sem fjallað er um Jón Gnarr og um Frank Kvam. Held að ég nenni ekki að horfa á hina þættina. Og þó, jú held að það gæti verið gaman því að maður veit lítið sem ekki neitt um aðra háðfugla í skandinavíu nema þá Frank Kvam. Þetta var líka ágætt skandinavagrínista lið sem kom að utan til að skemmta okkur í Háskólabíói þarna í haust. Ég sé til hvað ég nenni að glápa mikið. Annars horfi ég lítið á sjónvarp þessa dagana. Mér hefur alltaf þótt sjónvörp best þegar það er slökkt á þeim. Eins þoli ég ekki sjónvarp sem er í gangi og enginn er að horfa á það. Það er bara kveikt á því og kallinn í fréttunum talar við sófann og stofuborðið og málverkin og orgelið sem ekkert heyra. Djöfull get ég orðið brjálaður. Ég bara þoli þetta ekki. Ég góna frekar í bækur eða til fjalla eða þá til stjarnanna. Mér leiðist hreinlega að horfa á sjónvarpið.
-------------------------------------
Maðurinn hefur aldrei kunnað að rappa svo gaman sé að hlusta en auðvitað seldist allt sem hann gaf út og grandalausir aðdáendur hans punguðu út aurum til að kaupa annars ömurlegt rapp. Eins með að sjá manninn leika í bíómyndum. Nei takk, ekki þetta, nei nei. En hann reyndi þó. Það hefur aldrei verið inn að rappa um körfubolta. Fólk vill bara heyra rapp um bitch, shit, fuck, nigger, knife, gun, dope, dollars, feat, murd, asshole, whore, bullets og baseballbat. Basketball er víst ekkert að fitta in í þetta. Samt heiðarlegt af honum að reyna að koma einhverju heilbrigðu inn í heim rapptónlistar. En ég læt því flakka hér einn óskapnað með Shaquille O'neal svona til að sýna ykkur dæmi um þessi ömurlegheit.

Shaquille O'neal - No Hooks

Engin ummæli: