blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, febrúar 14, 2011

Ekkert væl !


Þarf að vesenast við að finna nýjan útgefanda. Fyrirtækið sem ég hef hangið á í töluvert langan tíma gaf mér loksins lokasvarið sem var neikvætt. Þó að áhugi hafi verið fyrir því að gefa krimmann minn út þá þurftu þeir að forgangsraða í fjandans kreppunni og ekki hægt að gefa allt út það sem menn hefðu viljað og í ofanálag er það töluvert mikið risk að fyrir forlögin að fara með nýjan rithöfund út á hinn grimma bókamarkað. Það verður að hafa það og ég þarf þá að bögglast með útprentaða blaðabunkann minn áfram á milli forlaga. Er reyndar í því þessa dagana að yfirfara og snurfusa. Bætti reyndar við svolítilli erótík. Held að slíkt verði að fá að vera með. Það er líka svolítill línudans að skrifa erótík því að það þarf að passa uppá að detta ekki ofan í eitthvað helvítis klám en ég náði að stíga þann dans nokkuð vel. Við sjáum hvað setur. Ég fer væntanlega með bunkann minn í útgefanda sem hyggur á að gefa út glæpasögu. Ég þarf held ég ekkert að vera smeykur um einhver leiðindi í sambandi við að þurfa að vinna eitthvað betur og þetta sé svona og svona og gangi ekki upp því að prófessjónal bókmentalið er búið að skoða þetta hefur litist vel á. Það eina sem ég þarf að vona er að útgefandanum líki sagan. Sjáum hvernig þetta fer.

Engin ummæli: