blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, febrúar 02, 2011

Draumur í nótt

Í nótt dreymdi mig að ég væri búsettur í stórri íbúð einhverstaðar rétt utan við borgina og hélt þar mikið teiti með mörgu fólki. Svo er það furðulega að sem gerist þegar mig dreymir fólk, þarna dreymdi mig allskonar fólk bæði fólk sem ég þekki vel og úr öllum áttum og svo annað fólk sem ég veit rétt svo hvað er eða hef kannski oft séð bregða fyrir einhverstaðar, eins og á Hlemmi t.d. Svo var auðvitað líka fólk sem ég hef aldrei séð og er e.t.v. ekki til. Nú, ég deildi út smartís í fólkið en svo byrjaði að óma einhverstaðar í loftinu Ticket To Ride með Bítlunum "....The girl that's driving me mad. Is going away. She's got a ticket to ri-hide, she's got a ticket to ri-hi-hide, she's got a ticket to ride, but she don't care". Fóru margir að dansa á stofugólfinu. Snorri í Stafni var meðal þeirra sem dönsuðu. Dansaði hann við litla hnátu.

Beatles - Ticket To Ride

Engin ummæli: