blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júní 13, 2003

Tjáhh ég var að uppgötva að ég hefi þónokkra hæfileika til að spila á fiðlu. Þannig er að Hulda systir á fiðlu og mig langaði að prufa hana og prufaði hana líka í kærkveldi og hefi náð lagi all góðu á hana en ýmisir segja að ég sé göldróttur hvað varðar hljóðfæri. Ég Lærði jú á gítar þegar ég var í Litlulaugaskóla í den tíð en svo er maður búinn að sjálfs mennta sig meira eða minna að hin og þessi hljóðfæri. Ég nefni Harmonikku, orgel(gamaldags), munnhörpu og svo fiðluna. Tónlist hefur alla mína hunds og kattar tíð verið partur af mínu lífi. Ég hlusta á allt. Argasta dauðarokk og uppí Classic. Bítlarnir eru stór partur af hlustun minni á tónlist. Bubbi líka, hann er snillingur. Nirvana, Iron maiden og Metallica lika. Svo má ekki gleima Stormsker. Hann á sinn sess í mínu hlustunarlífi. Þannig er þetta allt í pottinn búið hér á bænum.
Að lokum vil ég mynna ykkur á hann Hólgeir frænda minn og stórvin og er hann hérna

Engin ummæli: