blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, september 10, 2004

ALLTAF ER MIG AÐ DREYMA EITTHVAÐ

Já, í nótt dreymdi mig að einhver draugur var að ásækja mig og lét illa. Var dólgur þessi ófrínilegur slóttugur og meinillur. Svo lenti ég í að glíma við fauta þennan en náði að særa drauginn niður með kveðskap sem séra Hallgrímur Pétursson notaði eitt sinn til að kveða niður draug:
Kveð ég niður í krafti hans
sem krossinn bar á baki.
Allar hallir andskotans
opnar við þér taki.
Varð ég ekkert var við draugsa eftir það

Engin ummæli: