blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 31, 2005

MÍGA OG SKÍTA

Alveg ferlegt þegar maður þarf mikið að skíta og maður kemst engan veginn srax til þess. Það er aðstaða sem ég lenti í úti á sjó um daginn en ég var ræstur á vaktina og fór því inní eldhús og fékk mér eitthvað að éta og þannig. Svo sat ég og kjaftaði við kallana eitthvað þangað til að vaktin byrjaði. En þegar ég var að fara út á dekk þurfti ég aðeins að skíta. Alls ekki mikið, bara dálítið. Ég hugsaði "Jæja ég fæ að skjótast einhverntímann á eftir þegar ég þarf að drulla meira". En NEINEI, það var ekki fokking séns. Þegar tveir tímar voru liðnir af vaktini far þetta orðið hroðalegt. Ég hafði asnast til að sleppa því að skíta þega hálftími var liðinn af vaktinni og fengið mér kaffisopa sem kokkurinn rétti mér gegnum kýraugað út á dekk(kaffi er losandi). Þarna var ég alveghreint að drulla í buxurnar, þegar ég þurfti að míga líka. Jú ég náði nú með naumindum að fá mér að míga þarna á dekkinu. En af því að ég meig þá jókst bara þörfin enn meira við að hrauna. Þetta var orðið hroðalegt. Maður var nánast byrjaður að tárast svo hræðilega var ég að drulla á mig. Ég komst bara ekkert frá, það var svo kolbrjálað að gera.
Svo loksins þegar vaktinni lauk sáu skipsfélagar mínir eitthvað rautt strik lyggja frá dekkinu og inn, svo rosaleg var ferðin á mér. Þegar ég var að koma að klósetthurðinni sá ég að vélstjórinn var aðeins á undan að hurðinni en ég var svo ákafur að komast á kamarinn að vélstjórinn datt um koll þegar ég ruddist á undan honum
AAAAAAAAAAAAAhhhh................ Þetta varð sú besta klósettferð sem ég hefi nokkurntíman upplifað.

Engin ummæli: