blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, september 07, 2006

Spá

Ég er að spá hvað sjónvarp er ógeðslega mikill óþarfi, tímaþjófur og orkueyðir. Ef maður hefur kveikt á sjónvarpi frá 14:00 - 00:00 kostar það um 170 krá dag Það gera 5270 á mánuði fyrir allt bullið sem maður græðir ekkert á að horfa svo sem eins og Kastljós, Veðurfréttir, Law and Order, Survivor, Supernova og einhverjar bíómyndir sem maður nennir ekkert að horfa á. Það væri þá nær að reyna að lesa eitthvað, hjóla, fara í heimsókn, sinna frímerkja safninu eða gera bara hvað sem manni dettur í hug . Ég persónulega gæti sleppt því að hafa sjónvarp heima hjá mér. Stakk reyndar uppá því að hafa sjónvarpslaust heimili en það fékk ekki hljómgrunn í eyrum konunar.

Er að pæla í að kaupa nér nýjadiskinn með hljómsveitini Reykjavík. Allavega ætla ég að skreppa eitthvað í bæinn.

Engin ummæli: