blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Sperðill

Hei ég keypti mér Taken þættina á dögunum. Horfði á megnið af þeim úti á sjó um daginn. Hafði bara helvíti gaman af því að sjá þessa þætti aftur. Var að spá í að kaupa mér fyrstu seríuna af Lost. Ég hef ekkert fylgst með þeim þáttum. Langar rosalega að sjá þessa þætti.
En spurning hvað maður gerir núna þegar búið er að snarminnka Þorskkvótann. Hætta þessu bara og vinna í Kexverksmiðjuni Frón eins og í gamladaga. Fara norður í Laugafisk að glenna ýsuhausa kannski. Þeir ætla jú að bæta samgöngurnar, kallarnir á Austurvelli. Hvernig væri þá að byrja á að malbika leiðina framhjá Blönduósi. Blönduós er bara hraðahindrun og ekkert annað. Göng yrðu svo alveg kærkomin hola í gegn um Vaðlaheiði. Það er sko vel hægt að stutta þessa leið um klukkutíma eða tvo. Léttilega. Reyna svo að gera þessa leið að 2+2vegi. En það er líka vel hægt. Má alveg gera það í litlum áföngum. Það flýtir leiðinni um heilan helling að aka um á 2+2 vegi.
Jæja þá er ég farinn út á sjó í nokkra daga. Blogga þaðan eitthvað líka. Lofa því.

Engin ummæli: